Vísbending


Vísbending - 19.10.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.10.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING SQVÉTRÍKIN: Mikill áhugi fyrir aukinni þátttöku út- lendinga í atvinnurekstri t>að eru ekki nema tæp tvö ár síðan Sovétmenn fóru inn á þá braut að fá útlendinga til samstarfs um atvinnu- rekstur í Sovétríkjunum, en þá voru sett iög sem leyfðu útlendingum að eiga allt að 49% í þarlendum fyrirtækj- um. Það sem vakti fyrir ráðamönnum var að laða með þessum hætti erlenda tækniþekkingu og stjórnunarlist til landsins. Árangurinn hefur hins vegar ekki orðið sá sem vonast var til og nú eru uppi áætlanir um að rýmka þær reglur sem í gildi eru. Að vísu er ein- hver andstaða gegn breytingum í sov- éska kerfinu, en búist er við að síðasta uppstokkun í Flokknum auðveldi framgang málsins. Á meðal fyrirhugaðra breytinga er að leyfa útlendingum að eiga allt að 80% í fyrirtækjum og enn fremur, að fallið verði frá kröfu um að starfsmenn í stjórnunarstöðum séu sovéskir. Þá verður væntanlega ekki lengur krafist þess að formaður stjórnar og forstjóri séu sovéskir borgarar. Hugmyndir eru einnig uppi um að auðvelda fyrirtækj- unum uppsagnir starfsfólks og að skýra betur reglur um bókhald og skatta. Hvort tveggja, þ.e. strangar reglur um uppsagnir og óljósar skatta- og bókhaldsreglur hefur mætt gagn- rýni vestrænna samstarfsaðila. Síðast en ekki síst eru uppi áform um að er- lendi samstarfsaðilinn geti haldið eftir ágóða eins og honum býður við að horfa, en núgildandi reglur mæla fyrir um að hann geti það einungis ef fyrir- tækið aflar útflutningstekna. BRETLAND:__________________________ Fjármálaráöherra útilokar gengis- fellingu til að dragaúr halla á við- skiptum við útlöna_________________ Halli á viðskiptum Breta við útlönd hefur farið vaxandi að undanförnu og er búist við að hann verði varla minni en 11 milljarðar punda. Samt er ekki lengra síðan en í mars s.l. að hallinn var áætlaður 4 milljarðar. Ef að líkum lætur mun hallinn í lok ársins sam- svara um 2,5% af landsframleiðslu, en það er svipað hlutfali og hefur verið í Bandaríkjunum um árabil. Fjármála- ráðherrann, Nigel Lawson, vakti einmitt athygli á þessu um daginn en tók jafnframt fram að gengisfelling kæmi ekki til greina í þessu sambandi. ERLEND FRÉTOBROT Hún myndi einungis leiða til enn meiri verðbólgu. Verðbólga hefur farið vaxandi í Bretlandi að undanförnu og er búist við að hún verði á milli 6 og 7% í lok ársins. Hún er afleiðing mun meiri eft- irspurnar en búist hafði verið við, en hún birtist m.a. í viðskiptahallanum. Að mati Lawsons er skynsamlegast að nota vexti til að draga úr eftirspurninni og þar með úr verðbólgu og viðskipta- halla. Enda hefur hann hækkað vexti seðlabankans úr 7,5% í 12% á fáeinum mánuðum. Lawson hefur bent á að það taki tíma fyrir vextina að virka, en einhvern tíma á næsta ári býst hann við að draga fari úr eftirspurn og verð- bólgu. Þá fari einnig að draga úr við- skiptahalla, en það gæti samt tekið mjög langan tíma. Lawson hefur mætt gagnrýni fyrir að beita ríkisfjármálum ekki meira fyrir sig í baráttunni gegn verðbólgu. Vilja sumir meina að ríkissjóð eigi að reka með enn meiri afgangi en nú er til að draga fljótt úr þenslunni. Þessu er Lawson mótfallinn og bendir á, að á meðan Bretland njóti Iánstrausts sé engin ástæða til að hafa meiri afgang á fjárlögum. Þess í stað setur hann allt sitt traust á vaxtastefnuna. BANDARÍKIN: Báðir forsetaframbjóðendurnir and- vígir verndarstefnu Demókratar í Bandaríkjunum hafa löngum þótt hliðhollir viðskiptahindr- unum í þágu bandarísks iðnaðar. Verkalýðsfélög hafa t.d. haft þar tals- verð ítök, en þau hafa einmitt hvatt til innflutningshamla til að vernda bandaríska atvinnustarfsemi. Það kann þess vegna að vera freistandi fyr- ir forsetaframbjóðanda að höfða til þessara hópa, sérstaklega þar sem ljóst er að á undanförnum árum hefur bandarískur útflutningur átt undir högg að sækja og innflutningur hefur stóraukist og stefnt ýmsum iðngrein- um í hættu. Eftir því sem best verður séð virðast báðir forsetaframbjóðendurnir þó í grundvallaratriðum vera andvígir verndarstefnu. Þeir hafa t.d. báðir lýst því yfir að hún sé ekki leiðin til að vinna bug á hinum mikla viðskipta- halla. Á hinn bóginn er ljóst að sterk öfl innan Demokrataflokksins og t.d. margir þingmenn eiga eftir að þrýsta á meiri vernd og kunna að gera Dukakis erfitt fyrir ef hann nær kjöri. Það kann líka að há Bush, að Republikanar hafa í stjórnartíð Reagans verið dálítið tví- stígandi í afstöðu sinni. Til að byrja með fylgdu þeir stefnu algjörs af- skiptaleysis, en upp á síðkastið hafa þeir viljað taka upp harðari stefnu gagnvart þjóðum sem halda sjálfar uppi viðskiptatakmörkunum og þeir hafa einnig viljað hafa meiri áhrif á gengisþróun dollarans en áður. Frambjóðendurnir eru sammála um að besta leiðin til að draga úr við- skiptahalla sé að minnka hallann á rík- issjóði og að auka samkeppnishæfni bandarísks atvinnulífs. Þeir eru líka sammála um að halda áfrani samstarfi stærstu iðnríkjanna í gengismálum sem miðar að því að tryggja stöðug- leika gengis á dollar, og þeir styðja báðir alþjóðlegar viðræður um afnám viðskiptahindrana í heimsviðskiptum. Þeir eru hins vegar ósammála um hvað gera skuli í málum skuldugustu þjóðanna. Dukakis hefur lýst sig fylgj- andi þeirri stefnu, að bankar taki á sig einhvern hluta skuldabyrðarinnar og stjórnvöld myndu á móti gera ráðstaf- anir til að slíkt ríði þeim ekki að fullu. Annars væri hætta á því að þessar þjóðir nái sér aldrei á strik, sem mundi jafnframt skaða markaði fyrir banda- rísk fyrirtæki. Bush vill á hinn bóginn að bankar og alþjóðlegar Iánastofnan- ir semji um ný lán gegn því að viðkom- andi þjóðir endurskipuleggji hagkerfi sín m.t.t. meiri markaðshyggju. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavfk. Sfmi 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða f heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.