Vísbending


Vísbending - 23.11.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 23.11.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING fremur en vatnsorku en þetta er einnig að nokkru vegna þess að olía hefur hækkað tiltölulega meira í verði en aðrir orkugjafar að meðaltali. Það hef- ur líka haft sitt að segja að menn hafa viljað leggja talsvert í sölurnar til að semja sig frá óvissunni um verð og framboð á olíu í framtíðinni, sbr. aukna áherslu á rafhitun hér á landi. Þess eru líka dæmi erlendis að gerðir voru samningar um sölu á gasi til mjög langs tíma þegar olíuverðið var sem hæst þótt þetta sé nú orðið dýrari orkugjafi en olían - a.m.k. um stund- arsakir. Þetta á einnig við um sumar framkvæmdir hér á landi. Spár og reynslutölur hér á landi Tölur um almenna notkun raforku hér á landi eru í samræmi við framan- greinda lýsingu. Sérstök Orkuspár- nefnd hefur verið starfandi síðan 1976 og hefur hún gefið út þónokkrar spár um raforkunotkun allt til ársins 2015. Þær hafa að undanförnu allar verið til lækkunar á almennri raforkunotkun (þ.e. orkufrekur iðnaður ekki meðtal- inn), sbr. 2. mynd og hjásetta töflu um nýjustu spá nefndarinnar. í riti nefnd- arinnar frá 19851) er einmitt getið margra þeirra ástæða sem hér hafa verið raktar, en auk þess bent á að dregið hafi úr rafhitun vegna stöðugr- ar aukningar hennar frá árinu 1973 og vegna þess að tækjaeign væri senni- lega komin nálægt mettun á vissum sviðum. Jafnframt er fóJksfjölgun í nýrri spám áætluð hægari en í þeim fyrri og hitað húsrými á íbúa heldur minna. Skoðum betur hver stærðargráða mismunarins í orkunotkun er. Miðað við spána frá 1981 fyrir 1987 reyndist almenn raforkunotkun 75 MW minni en spáð var sem nemur hálfri Blöndu- virkjun. í spánni frá 1981 er aflþörfin talin verða um 800MW árið 2000 en í nýjustu spá frá 1988 er hún áætluð um 500 MW. Mismunurinn er tvöfalt afl Blönduvirkjunar. Nýir olíufundir ogframtíð OPEC Vald Samtaka olíuframframleiðslu- ríkja (OPEC) fer m.a.eftir því hve ráð- andi þau eru á markaðnum og því hvort nýjar olíulindir finnast í heimin- um. Tilkynnt hefur verið um mikla ol- íufundi við Amazonfljót í Brasilíu og á síðustu 10 árum hafa 37 lönd utan OPEC (sem telur 13 lönd) annað hvort aukið olíuframleiðslu sína eða hafið sölu á olíu. Einnig hefur vopnahlé írana og íraka valdið lækkun á olíu- verði á heimsmarkaði. Það er nú tals- vert undir viðmiðunarverði OPEC sem er 18 bandaríkjadalir á tunnu. Talið er að lönd utan OPEC framleiði um 23,2 milljón tunnur daglega miðað við 18,8 milljón tunnur 1981, en á sama tíma hefur hlutur OPEC minnk- að úr 22,6 milljón olíutunnum í 18,5 milljónir2\ Lækkun olíuverðs að undanförnu virðist því ekki vera tilviljun. Að áliti sumra gæti það enn lækkað, en á móti vegur að enginn veit með vissu styrk- leika OPEC. 1) . Orkuspárnefnd: Raforkuspá 1985-2015. Reykjavík 1985. 2) . International Herald Tribune, 9. júní 1988. Orkuþörf á einingu ($) í vergri landsframleiðslu í Bandaríkjunum Þús.BTU* 30 20 10 0 1960 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 Heimildir. Economic Impact nr. 3, 1986. * 1 BTU =0,2930 Wattstundir. Raforkuspá Ar Almenn notk. Áburðarverks. Orka Afl Orka Afl Gwh MW Gwh MW Orka Gwh fea/ Afl MW Jámbl. verks. Orka Afl Gwh MW Flutningstöp Orka Afl Gwh MW Vinnsla alls Orka Afl Gwh MW 1983' 1665 303 149 20 1307 156 256 34 151 23 3528 536 1984* 1695 308 132 20 1307 156 256 34 144 23 3534 542 1985' 1755 319 136 20 1232 150 256 34 152 24 3531 547 1986' 1830 333 145 20 1301 156 256 34 161 24 3693 567 1987' 1918 349 137 20 1307 156 256 34 147 25 3765 584 1988 2021 367 140 20 1307 156 256 34 168 26 3891 603 1989 2095 381 140 20 1307 156 256 34 171 27 3969 618 1990 2178 396 140 20 1307 156 256 34 175 27 4055 633 1991 2250 409 140 20 1307 156 256 34 178 28 4131 647 1992 2320 422 140 20 1307 156 256 34 181 28 4204 660 1993 2388 434 140 20 1307 156 256 34 184 29 4275 673 1994 2443 444 140 20 1307 156 256 34 187 29 4333 684 1995 2498 454 140 20 1307 156 256 34 189 30 4390 694 1996 2552 464 140 20 1307 156 256 34 191 30 4446 704 1997 2604 474 140 20 1307 156 256 34 194 31 4501 714 1998 2656 483 140 20 1307 156 256 34 196 31 4555 724 1999 2707 492 140 20 1307 156 256 34 198 32 4608 734 2000 2756 501 140 20 1307 156 256 34 201 32 4660 743 2005 3001 546 140 20 1307 156 256 34 212 34 4916 790 2010 3246 590 140 20 1307 156 256 34 223 36 5172 836 2015 3483 633 140 20 1307 156 256 34 233 38 5419 881 ‘Þekkt. Heimild: Orkuspárnefnd, Orkustofnun 1988. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.