Vísbending


Vísbending - 23.11.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 23.11.1988, Blaðsíða 1
VIKURITIM VlÐSKIPTl OG EFNAHAGSMÁL 46.6 23.NÓVEMBER1988 BREYTT MYNSTUR ORKUNOTK- UNAR Dr GuðmundurMagnússon__________ Qrkunotkun og hagvöxtur____________ Allar athuganir staðfesta jákvætt samband milli orkunotkunar og hag- vaxtar. Þetta er ofur eðlilegt því að framleiðslan krefst orku, fjármagns, vinnu og annarra aðfanga. Pótt fram- leisluaðferðir séu oft þannig að þessir þættir séu notaðir í nokkuð föstum hlutföllum geta þeir einnig komið í stað hvers annars að vissu marki, sér- staklega til lengri tíma litið. Pví fer það eftir verði þeirra hve mikið er hag- kvæmast að nota af þeim á hverjum tíma. Þetta kemur berlega í ljós ef litið er á orkunotkun fyrir og eftir olíuskell- ina á áttunda áratugnum. Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði nú er ekki tilviljun. í fyrsta lagi minnkaði orku- notkun vegna minni hagvaxtar, sér- staklega meðan hækkunarholskeflur olíunnar riðu yfir. í öðru lagi hefur verið leitað allra leiða til að spara orku og breyta framleiðsluaðferðum. í þriðja lagi hefur leit að nýjum olíu- lindum borið góðan árangur þannig að áhrif OPEC-ríkja hafa minnkað. Allt þetta sýnir vel að skortur er afstætt hugtak, háð verði, tækni og hugviti ekki síður en náttúruauðlindum. Betri nýting orkunnar_______________ Ótrúlegur árangur hefur náðst í orkusparnaði síðastliðin fimmtán ár. Hús eru betur einangruð en áður, bíl- 1. mynd Aflþörf Samanburður á nýrri og eldri spám Orkuspámefndar ______varöandi aflþörf almenna markaöarins______ Spá frá 1975 '80 '85 Heimildir Orkuspámetnd 1985. MW 1000 2. mynd Raforkuspár Samanburður á nýrri og eldri spám Orkuspárnefndar _________um almenna raforkunotkun__________ TWh/ári -5,0 Spáfrá1978,. 4,0 ¦3,0 ¦2,0 1,0 1975 '80 '85 Heimildir: Orkuspámefnd 1985. ¦0,0 ar, skip og flugvélar eru hannaðar með sparneytni í huga, afgangsorka er nýtt, dreifikerfi hafa verið stórlega endur- bætt o.s.frv. Ekki síður hafa menn leitað nýrra leiða til að íiota aðra orku en olíu og leitast við að leysa orkunotkun al- mennt af hólmi með nýjum fram- leiðsluaðferðum. Á tíma voru gerðar tilraunir með framleiðslu "gervields- neytis", svo sem úr alkóhóli og lýsi. Kjarnorkan var álitlegur kostur um hríð, en hún á sér vart uppreisnar von í bráð eftir hin geigvænlegu slys sem orðið hafa í Bandaríkjunum og Rúss- landi. Allt þetta hefur valdið því að sam- bandið milli hagvaxtar og orkuþarfar hefur breyst bæði í heild og í einstök- um atriðum. Áætlað hefur verið að milli 1975 og 1985 hafi orkunotkun sem hlutfall af landsframleiðslu Bandaríkjanna minnkað um 24%. Hér er átt við orkunotkun á fram- leiðslueiningu í dollurum reiknað en ekki áhrif hagvaxtarins, sbr. 3. mynd. Athyglisvert er að hlutur raforku hef- ur heldur aukist, sem er sennilega einkum vegna meiri brennslu á kolum • Breytt mynstur orkunotkunar • Gengisfelling og skuldabyrði fyrirtækja • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.