Vísbending


Vísbending - 23.11.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 23.11.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING JÚGÓSLAVÍA:_______________________ Róttækar umbætur boðaðar í skipu- lagi efnahagsmála_________________ Nýlega var birt niðurstaða nefndar sem hefur um alllangt skeið fjallað um tillögur til úrbóta í júgóslavneskum þjóðarbúskap. Eins og búist hafði ver- ið við miða þær flestar að því að mark- aðsöfl hafi meira að segja, þótt enn sem fyrr muni stjórnvöld leggja lín- urnar. Tillögurnar verða á næstunni lagðar fyrir júgóslavneska þingið með það fyrir augum að þær geti komist til framkvæmda á næsta ári. Tillögurnar byggja á fjórum grund- vallarþáttum. í fyrsta lagi munu for- réttindi opinbera geirans gagnvart einkageiranum verða lögð af. I öðru lagi verður meiri áhersla lögð á að fyr- irtæki skili hagnaði fremur en að þau hámarki tekjur. í þriðja lagi þrengist verulega hlutverk hins opinbera varð- andi áætlanir fyrirtækja og er ætlunin að einu áhrif stjórnvalda á reksturinn verði með óbeinum hætti í gegnum skatta- og vaxtastefnu. Aðeins sam- göngu- og orkumál verða eftir sem áður í höndum ríkisins. í fjórða lagi verður stuðlað að aukinni samkeppni með því að losa um hömlur á innflutn- ingi og á fjármagnsmarkaði, og með því að leyfa fjárfestingar erlendra að- ila. Á næstunni er t.d. búist við að er- lendum aðilum verði leyft að setja á fót fyrirtæki að fullu í þeirra eigu, sem til að byrja með verða eingöngu á sér- stökum fríverslunarsvæðum og fram- leiða vörur til útflutnings. ÁSTRALÍA:___________________________ Seðlabankinn bækkar vexti vegna vaxandi þenslu______________________ Það eru ýmis merki um vaxandi þenslu í Ástralíu. Eftirspurn eftir nýju húsnæði hefur aldrei verið meiri og bílainnflutningur hefur vaxið ört að undanförnu. Þá hefur atvinna aukist og skráð atvinnuleysi hefur á einu ári minnkað úr 8% í 6,9%. Af þessum sökum hafa stjórnvöld gert ráðstafanir til að auka aðhald, bæði í ríkisfjármál- um og í peningamálum. Seðlabankinn hefur t.d. á þremur mánuðum hækkað vexti sína úr 12,5% í 14,8%. Þetta hefur m.a. haft í för með sér hækkun vaxta á húsnæðislán- um og eru þeir nú 14,5% og þaðan af hærri. Lægstir eru þeir hjá lánastofn- unum sem hyggjast með því móti auka markaðshlutdeild sína. Verðbólga ERLEND FRETKBROT mælist 7% í Ástralíu, hvort sem miðað er við síðustu 3 eða 12 mánuði og má af því ráða að raunvextir eru þar með hærra móti. NOREGUR:___________________________ Vaxtahækkun til að verja gengi krón- unnar falli________________________ Því hefur lengi verið spáð að norska krónan muni láta undan síga vegna hins lága olíuverðs. Þessu hafa stjórn- völd ávallt vísað á bug og lýst yfir þeim áformum sínum að gera alít sem í þeirra valdi stendur til að verja gengi krónunnar falli. Gengið er skráð með svipuðum hætti og hér á landi og er miðað við vegið meðalgengi 14 helstu viðskiptaþjóðanna. Orðrómur um gengisfall hefur sjald- an verið sterkari en einmitt nú að und- anförnu þegar ljóst er að olíuverð hef- ur enn farið lækkandi og sömuleiðis gengi dollars. Fyrstu viðbrögð seðla- bankans voru að kaupa verulegt magn af gjalmiðlinum, eða sem svarar til rúmlega 10% af gjaldeyrisforðanum. Þá hefur fjármálaráðherrann lýst því yfir að ef nauðsyn krefur muni vextir verða hækkaðir til að styrkja gengið. Þykir ýmsum þó nóg um þá vexti sem nú gilda og eru óvenju háir. Sumir vextir hafa raunar þegar hækkað og t.d. hækkuðu millibanka- vextir um næstum 5 prósentustig á þriðjudag í síðustu viku. Þeir voru þá orðnir 20%, en enn sem komið er eru seðlabankavextir óbreyttir, eða 12,4%. Verðbólga hefur verið á niður- leið í Noregi, en hún var í kringum 7% í byrjun ársins. SVÍPJÓD:________________________ Fylgivið aöild að EB býsna mikiðskv. skooanakönnun Nýlega fór fram skoðanakönnun í Svíþjóð um viðhorf almennings til Evrópubandalagsins. Þar kemur m.a. fram að mikill meirihluti Svía er þeirr- ar skoðunar að Svíþjóð muni fyrr eða síðar gerast aðili að EB. Aðeins 10% aðspurðra héldu því fram að Svíar myndu aldrei gerast aðilar, 40% þeirra héldu að slíkt myndi gerast fyrir alda- mót. Meira en helmingur hafði trú á því að aðild að EB myndi bæta lífskjör þeirra sjálfra og þrátt fyrir yfirlýsta hlutleysisstefnu Svía í utanríkismálum var það álit flestra að aðild að EB væri ákjósanleg fyrir öryggi landsins. Athyglisvert er að meirihlutinn er fylgjandi frjálsu flæði vinnuafls og um 60% aðspurðra þykir gott til þess að vita að möguleiki sé á vinnu í löndum bandalagsins. Annað sem kom fram í könnuninni er að karlmenn eru hlynntari þátttöku en konur og ungt fólk er hlynntara en gamalt fólk. Þá er stuðningur við aðild meira áberandi á meðal borgaraflokkanna en þeirra sem eru til vinstri í stjórnmálum. LÚXEMBURG:________________________ Samræming skatta innan EB kann að skaða sérstöðu landsins Eins og kunnugt er hefur Lux- emburg unnið sér nafn sem ákjósan- legur staður fyrir varðveislu peninga og eru það einkum lágir skattar og bankaleynd sem þessu veldur. Lux- emburg er jafnvel hagstæðari en Sviss að því leyti að umboðslaun og önnur gjöld eru um þriðjungi lægri en þar. Samanlagt leggur þessi starfsemi til um 15% þjóðarframleiðslunnar og þrátt fyrir lága skatta standa þeir undir 20% af ríkisútgjöldum. En nú telja bankamenn í Luxem- burg heppilegast að segja sem minnst um þessa sérstöðu þeirra vegna yfir- vofandi reglna um samræmingu skatta á t.d. vexti. Ýmis lönd innan EB hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum af því að frjáls fjármagnsflutningur gæti þýtt fjármagnsflótta úr þeirra löndum og þá til landa sem bjóða betri kjör. Á meðal þessara landa eru Danmörk, Holland og Frakkland. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7. 103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt aö hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað: 46. tölublað (23.11.1988)
https://timarit.is/issue/231242

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

46. tölublað (23.11.1988)

Aðgerðir: