Vísbending


Vísbending - 07.12.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 07.12.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING BANDARÍKIN:_______________________ Kjörvextir hækka í 10,5%__________ í síðustu viku hækkuðu margir bandarískir bankar kjörvexti sína í 10,5% og hafa þeir þá hækkað um tvö prósentustig frá því í vor. Verður að leita allt aftur til ársins 1985 til að finna jafnháa kjörvexti. Þrátt fyrir það er jafnvel búist við enn frekari hækkun- um bráðlega ef seðlabankinn hækkar sína vexti. Margir sérfræðingar spá því einmitt að seðlabankinn eigi eftir að auka aðhald í peningamálum til að halda aftur af verðbólgu og til að styrkja gengi dollars. í því sambandi er beðið eftir upplýsingum um atvinnu- ástand í nóvembermánuði og ef í ljós kemur að störfum hafi fjölgað að ráði, þá má búast við vaxtahækkun. Verð- bólga undanfarna þrjá mánuði hefur verið 5,8% á ársgrundvelli, en 4,2% síðustu 12 mánuði. SVÍÞJQD:____________________________ Áformað aö lækka tekjuskatt árið 1991 Nýlega kynnti fjármálaráðherra Svíþjóðar, Kjell-Olof Feldt, að stjórn- in hyggðist lækka tekjuskatta verulega árið 1991. Skattur á hæstu tekjur verð- ur lækkaður úr 72% í 60% og stefnt verður að því að lækka hann niður í 50%. Og fyrir flesta Svía mun tekju- skattur lækka um allt að helming, eða úr 60% í 30%. Þetta á hins vegar ekki að þýða minni skattbyrði þegar á heildina er litið, þar sem aðrir skattar munu hækka til mótvægis. Þannig hækka skattar á fjármagnstekjur og söluhagnað, og virðisaukaskattur mun ná til fieiri vöru- og þjónustuliða. Virðisaukaskatturinn er 23,5% á flest- ar vörur og mun eftir breytingarnar ná einnig yfir t.d. dagblöð, fargjöld, bíó og leikhús, þjónustu veitingahúsa og fjármálaþjónustu. Þá munu ýmis fríð- indi sem hingað til hafa verið undan- þegin skatti verða skattlögð og vaxta- frádráttur verður afnuminn. Heildarskatttekjur munu þess vegna eftir sem áður svara til 56% af lands- framleiðslu. Þessar fyrirhuguðu breytingar hafa vakið verulega athygli um allan heim og er þeim yfirleitt vel tekið. Hins veg- ar er það álit margra að þær risti ekki nógu djúpt og ef Svíar eigi að vera samkeppnisfærir þegar Evrópa verður einn markaður, þá sé nauðsynlegt að draga úr skattbyrðinni. FRÉTTABROT NÝJASJÁLAND:________________________ Markverðar en erfiðar breylingar í efnahagslífinu Um allan heim hafa farið fram skipulagsbreytingar sem miða að minni ríkisafskiptum og einfaldara skattkerfi. Þær hafa þó á fáum stöðum verið eins róttækar eins og á Nýja Sjá- landi. Þar hafa ríkisstyrkir verið lagðir af í stórum stíl og ýmsar nýjungar í rekstri á hinu opinbera hafa verið kynntar. Þar á meðal menntakerfi að hætti Friedmans, þar sem foreldrar skólabarna fá úthlutað styrkjum til menntunar barna sinna og geta síðan valið úr skólum. Þá hefur hagræðing- arátak farið fram á sviði heilsugæslu og á ýmsum sviðum ríkisrekstrar er forráðamönnum skylt að ná vissum markmiðum innan fimm ára ráðning- artíma. Skattkerfisbreytingar hafa ennfremur verið róttækari en víðast annars staðar. Til dæmis er hæsti jað- arskattur á tekjur kominn niður í 33% úr 66% og engin vara eða þjónusta er nú undanþegin virðisaukaskatti, sem er 10%. Þessar breytingar hafa á hinn bóg- inn verið mörgum erfiðar og jafnvel þótt verðbólga sé komin niður í 3-4% og halli á ríkissjóði sé nú 2% af lands- framleiðslu samanborið við rúmlega 6% árið 1984, þá eru vextir háir og at- vinnuleysi svo mikið sem 10%. Spurn- ingin núna er sú hvort stjórnvöld hafi úthald til að halda óbreyttri stefnu. Efnahagsstefnan hefur gjarnan verið tengd einum manni, fjármálaráðherr- anum Roger Douglas, sem vill ótrauð- ur halda áfram á sömu aðhaldsbraut- inni. Forsætisráðherrann, David Lange, er hins vegar talinn vilja fara aðeins hægar eða mildar í sakirnar. Þessi ágreiningur á milli þeirra er hugsanlega það versta sem getur gerst undir svona kringumstæðum að mati ýmissa sérfræðinga. Ef róttækar um- bætur eiga að skila sér, þá verður stjórnin að vera sterk og samstillt. í því sambandi hefur verið bent á fordæmi V.Þjóðverja upp úr seinna stríði og Frakka upp úr 1958 og Breta upp úr 1979. Þrátt fyrir allt er það þó talið stjórninni til hagsbóta hversu ferill hægri stjórnarinnar á undan var slæm- ur. Sú stjórn lagði mikið upp úr höml- um á verði og vöxtum og afskiptum af launum, en uppskar aðeins vaxandi opinberar og erlendar skuldir og mikla verðbólgu. BRETLAND:__________________________ Útlit fyrir háa vextTi langan tíma Eins og kunnugt er hafa vextir í Bretlandi hækkað mjög mikið á þessu ári í kjölfar vaxtahækkana seðlabank- ans. Fjármálaráðherrann, Nigel Law- son, hefur sett allt sitt traust á vaxta- stefnuna til að draga úr mikilli þenslu, sem birtist í ört vaxandi þjóðarfram- leiðslu og hækkandi verðbólgu. Hann ítrekaði stefnu sína nýlega á fundi hjá breskum iðnrekendum, þar sem hann fullyrti að stjórnin myndi halda vöxt- um eins háum og þörf væri á og eins lengi og þörf væri á til að halda aftur af verðbólgu. Þetta viðhorf speglast síð- an í nýlegri skýrslu frá þjóðhagsstofn- un þeirra Breta, en þar er m.a. sagt að búast megi við að vextir í Bretlandi verði hærri en annars staðar næstu árin. Ekkert lát virðist enn vera á þensl- unni, þar sem viðskiptahallinn heldur áfram að vaxa, verðbólgan heldur sínu striki og reiknað er með 5,4% hagvexti á árinu. Samt er ríkissjóður rekinn með afgangi og eru Bretar nú í aðstöðu til að greiða niður skuldir. Lawson hefur sagt að það taki tíma fyrir vext- ina að virka og hugsanlega fari ekki að sjást árangur hvað varðar viðskipta- hallann og verðbólguna fyrr en upp úr miðju næsta ári. Markmið hans er að ná efnahagslífinu niður með eins þægilegum hætti og unnt er. Aðrir eru ekki eins bjartsýnir, og fyrrnefnd “þjóðhagsstofnun" spáir því að veru- lega dragi úr hagvexti á næsta ári og því þar næsta, án þess að verðbólga og viðskiptahalli minnki. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða i heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.