Vísbending


Vísbending - 04.01.1989, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.01.1989, Blaðsíða 2
VÍSBENDING vinnuafli og fjármagni. Ef laun lækka eykst eftirspurnin eftir vinnuafli og ef vextir lækka eykst eftirspurnin eftir fjármagni. Þegar vextir voru gefnir frjálsir á sínum tíma þá hækkuðu þeir eðlilega vegna þess að eftirspurnin var meiri en framboðið af lánsfé. Þeir héldu áfram að hækka allt fram til s.l. hausts vegna þess hve eftirspurnin var mikil þrátt fyrir allt. En um það leyti sem háir raunvextir voru að hafa þau áhrif að draga úr almennri eftirspurn gripu stjórnvöld inn í og settu á verð- og launastöðvun auk þess sem kveðið var á um lækkun raunvaxta. Þensla minnkar í kjölfar hárra raun- vaxta Það væri hrapallegur misskilningur að álykta sem svo að úr því að verð- og launastöðvunin hefur gengið eins vel og raun ber vitni þá sé það til marks um ágæti hennar sem hagstjórnar- tækis. Það hefur hins vegar dregið úr þenslu og ástæðan fyrir því er fyrst og fremst tiltölulega háir raunvextir sem voru farnir að hafa áhrif á almenna eftirspurn, ekki eingöngu eftir lánsfé heldur einnig eftir vinnuafli, sem aft- ur dró úr kaupgetu og þar með eftir- spurn eftir vöru og þjónustu. Forsætisráðherra hefur kvartað undan því að háir vextir hafi ekki dug- að til að hafa áhrif á lánsfjáreftirspurn og þar með þenslu. Á það ber hins vegar að líta að það tekur tíma fyrir vextina að virka. í Bretlandi t.d. hafa stjórnvöld stuðlað að verulegri hækk- un vaxta á seinni helmingi s.l. árs til að stemma stigu við verðbólgu, en bú- ast hins vegar ekki við að draga fari úr þenslu af þeirra völdum fyrr en upp úr miðju þessu ári. Raunvextir urðu heldur ekki tiltakanlega háir fyrr en á s.l. ári. Þeir voru að meðaltali 4,7% af óverðtryggðum skuldabréfum árið 1987 og 7,7% af verðtryggðum skulda- bréfum. Á árinu 1988 er svo áætlað að þeir hafi verið 11,9% af óverðtryggð- um skuldabréfum og 9,2% af verð- tryggðum. Þegar tekið er tillit til þess að árið 1987 var mikið gróskuár er þar að auki ekki óeðlilegt að vextir hafi ekki haft mikil aðhaldsáhrif á því ári þótt þeir hafi verið hærri þá en áður. Hins vegar er vert að benda á að til þess að virka hafa raunvextir væntan- lega þurft að vera hærri en ella vegna þess hversu mjög ríkisfjármál hafa farið úr böndum. Með jafnvægi í ríkis- fjármálum væri ekki Iagt eins mikið á vexti til að gæta jafnvægis í þjóðarbú- skapnum eins og raunin hefur orðið á og þess vegna enn sem fyrr afar brýnt að stjórnvöld nái tökum á útgjöldum sínum. Skortur á skýrri stefnu_______________ Á meðan sá skilningur ríkir að rót efnhagsvandans megi rekja til fjár- magnsfrelsis er ekki að búast við að langþráð jafnvægi komist á í þjóðar- búskapnum. Þvert á móti væru stjórn- völd með afskiptum sínum af hinum og þessum kostnaðarþáttum fyrir- tækja að stuðla að enn meira ójafn- vægi heldur en þau skapa nú þegar með þenslusamri ríkisfjármálastefnu. Yfir höfuð skortir mikið á það að stjórnmálaflokkar setji fram skýrar tillögur til lausnar á efnhagsvanda áður en til kosninga kemur. Hug- myndir þeirra eru yfirleitt mjög al- mennt orðaðar og á þann veg að flestir geta verið sammála viljayfirlýsing- unni. Mikið skortir á að hugmyndun- um sé fylgt eftir með lýsingu á aðgerð- um. Þegar flokkarnir taka síðan höndum saman í stjórnarsamstarfi koma þessir brestir berlega í ljós. Hver er afstaða ríkisstjórnarinnar t.d. til launasamninga? Eiga vinnu- veitendur og launþegar að semja um laun á eigin ábyrgð eða mega þessir aðilar eiga von á sérstökum aðgerðum stjórnarinnar. Hvað þykir stjórninni vera eðlilegir raunvextir? Er það ein- hver ein stærð sem á gilda um ókomna tíð og með hvaða rökum fæst sú stærð? Hvernig á að skilgreina verð- bólguvandann? Eru stjórnarflokk- arnir einhuga að baki skilgreiningu forsætisráðherra og þeim lausnum sem hann boðar? Hvað fela yfirlýsing- ar um aukið aðhald í ríkisfjármálum í sér? Hvernig hyggjast stjórnvöld bregðast við hugsanlegum breyting- um á ytri skilyrðum? Allt eru þetta spurningar sem eðli- legt er að menn spyrji sig vegna þess hversu óljós stefnan er. Þetta er áber- andi bagalegt í upphafi árs þegar bæði einstaklingar og fyrirtæki reyna að setja sér áætlun fram í tímann til að vera sem best undir atburði ársins búin. í rauninni gæti allt gerst. Það gæti orðið gengisfelling; hugsanlega verð- ur gripið inní launasamninga og verð- myndun; kannski verða raunvextir lækkaðir enn frekar og Iíklega duga skattahækkanirnar ekki til að mæta fyrirséðum og ófyrirséðum útgjöldum á árinu. Allt er þetta hugsanlegt án þess að ytri aðstæður breytist vegna þess að stjórnvöld hafa ekki gefið skýr og trúverðug fyrirheit um annað. EVROPSKA MYNTSAM- STARFIÐ Síðari grein Dr. GiiöniunúurMagnússon Gengisstefnan________________________ Val gengisstefnu og samstarf í gjaldeyrismálum eru ekki takmark í sjálfu sér. Hin endanlegu markmið eru hagvöxtur og aukin velmegun á grundvelli frjálsra viðskipta og stöðugs verðlags. Bæði fræðin og reynslan1' sýna að erfitt er að þræða eftirtaldar þrjár leiðir samtímis: 1) að fylgja eftir fastgengisstefnu, 2) að leyfa frjálsa fjármagsflutninga og 3) fara eigin leiðir í stjórn peninga- mála. Reyni ríkisvaldið að gera þetta allt samtímis eða að sameina 2) og 3) er hætt við að frjálsri verslun sé teflt í tví- sýnu. Meðfylgjandi mynd er tilraun til að lýsa því hvernig ríki hafa færst frá því að stunda 1) og 3), eða fast gengi og eigin peningamálastefnu eins og í hornpunkti A, í átt að C með fljótandi gengi og frjálsum fjármagnsflutning- um. Þetta á sérstaklega við tímabilið 1981-1985. Með Evrópska myntsam- starfinu er hins vegar markmiðið að komast frá A eða C til B þar sem fast gengi og frjálsir fjármagnsflutningar sitja í fyrirrúmi fyrir sjálfstæði ein- stakra ríkja í peningamálum. Þetta er kjarni málsins. En hver stýrir þá peningamálun- um? Ekki geta öll ríkin samtímis tekið þau sem gefna stærð utan í frá. Þetta hafa ríkin í EMS leyst með því að við- urkenna beint eða óbeint vissa ósam- hverfu milli ríkjanna að þessu leyti. í reynd er það Vestur-Þýskaland sem hefur mest sjálfræði í peningamálum, enda er það stærst þeirra og hefur sýnt mestan stöðugleika í verðlagsmálum. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.