Vísbending - 04.01.1990, Síða 3
VÍSBENDING
SKATT-
LAGNING
VAXTA-
TEKNA
OG
VERÐ-
TRYGGING
Dr. Þorvaldur Gylfason
Ríkisstjórnin hefur í hyggju að leggja
skalt á raunvexti af sparifé, eins og
komið hefur fram í fréttum. Málsvarar
stjórnarinnar hafa haldið því fram, að
þessi skalllagning muni ekki draga úr
innlendum sparnaði. Fjármálaráðherra
hefur til dærnis fullyrt það opinberlega,
að áhyggjur ntanna af minnkandi
sparnaði séu ástæðulausar, eins og sjá
megi af því, að sömu rnenn lýsi
áhyggjum af hækkandi vöxtum vegna
skattlagningarinnar!
Raunvextir fyrir og eftir skatt
Ráðherrann ITaskaði á einföldu
atriði. Hann ruglaðist á raunvöxtum
fyrir og eftir skatt, rétt eins og margir
aðrir áhrifamiklir stjórnmálamenn
halda áfram að ruglast á nafnvöxtum
og raunvöxtum. Skattlagning raun-
vaxta af sparifé hœkkar vexti að
ógreiddum skatti og hækkar þar með
lántökukostnað heimila og fyrirtækja,
en lœkkar vexti að greiddum skatti og
dregur þannig úr sparnaðarvilja
alntennings, ef vextir hafa áhrif á
sparnað á annað borð.
Ef ríkisstjórnin er ákveðin í að
leggja skatt á raunvexti af sparifé af
einhverjum ástæðum, þá eiga
málsvarar hennar ekki að réttlæta þá
ákvörðun með því að þræta fyrir það,
að skattlagningin dragi úr sparnaði.
Þeir ættu frekar að viðurkenna það,
að sparnaður hljóti að dragast sarnan
að öðru jöfnu, en færa þá jafnframt
skynsamleg rök að því, að skatt-
lagningin sé æskileg eða nauðsynleg
til þess að ná öðrum markmiðum, sem
séu mikilvægari en að standa vörð um
sparifé þjóðarinnar. Þeir ættu sem sagt
að viðurkenna það vafningalaust, að
ríkisstjórnin tekur skattlagningu
sparifjár (til dærnis í því skyni, að
fjármagnstekjur séu skattlagðar með
sarna hætti og launatekjur) fram yfir
eflingu sparnaðar og viðnárn gegn
verðbólgu.
Mislagðar hendur
Jafnvel þótt viðnám gegn verðbólgu
sé efst á stefnuskrá ríkissljórnarinnar
enn sem fyrr, heldur stjórnin áfram að
taka ýmsar ákvarðanir, sem stuðla að
áframhaldandi verðbólgu.
Fyrirhuguð skattlagning sparifjár er
aðeins eitt dæmi af ntörgum. Breyling
lánskjaravísitölunnar á síðasta ári er
annað dæmi, en sú breyting skerti
raunverulega ávöxtun sparifjár veru-
lega, enda var það lilgangurinn að létta
vaxtabyrði skuldara. Auk þess er
verðbólga vanmetin með nýju láns-
kjaravísitölunni, þannig að raunvextir
virðast vera hærri nú en þeir eru í raun
og veru. Vísitölubinding fjárskuld-
bindinga er með öðrum orðum hætt
að fela í sér fulla verðlryggingu.
Og sparifé heldur áfram að brenna
upp í bönkunum. Innstæður á tékka-
reikningum og almennum sparisjóðs-
bókum rýrnuðu um 3 milljarða króna
í fyrra vegna verðbólgu. Þessi spari-
fjárrýrnun jafngildir 50.000 króna skatti
á hverja fjögurra manna fjölskyldu í
landinu að jafnaði. Þessu fé er varið
til þess að greiða niður útlán og
viðhalda margvíslegri óhagkvæmni í
bankarekstri. Og nú boðar forsætis-
ráðherra afnám vísitölubindingar
sparifjár í þokkabót án þess að sýna
nokkurn skilning á því grundvallar-
atriði, að efling innlends sparnaðar er
forsenda þess, að hægt sé að ná
verðbólgunni niður til frambúðar.
Vandinn hér er sá, að of rnargir
íslenzkir stjórnmálamenn gæta ekki
nógu vandlega að innbyrðis samhengi
hlutanna. Þeir segjast vilja ná tökurn á
verðbólgunni til þess að treysta
rekstrargrundvöll atvinnuveganna, en
laka samt sem áður ákvarðanir, sem
hafa þveröfug áhrif. Þetta er gamall
vandi. Hver ríkisstjórnin á eftir annarri
hefur barizt gegn verðbólgu í orði
kveðnu, en knúið hana áfrarn engu að
síður með óskynsamlegri stefnu í
nkisfjármálum, peningamálum og
skipulagsmálum atvinnuveganna. Þess
vegna er verðbólguvandinn óleystur
enn.
Og þess vegna halda skuldir okkar
við útlendinga áfrant að hrannast upp.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar, sem nú hefur verið
samþykkt á Alþingi, munu erlendar
langtímaskuldir þjóðarinnar hækka upp
í 53% af þjóðartekjum í árslok 1990,
en þær nárnu 41% af þjóðartekjum í
árslok 1988. Samkvæmt þessu verður
skuldin kornin upp í urn 700.000 krónur
á hvert ntannsbarn í landinu í árslok
1990 borið saman við rösklega
400.000 krónur tveim árum fyrr. Þvílík
skuldasöfnun gæti að vísu verið
réttlætanleg, ef öllu lánsfénu væri varið
til arðvænlegrar fjárfestingar, en því er
ekki að heilsa nú.
Vísitölubinding
Nú kann einhver að spyrja: er
innbyrðis samhengi í því að rnæla með
verðtryggingu sparifjár, en gegn
vísitölubindingu launa við núverandi
aðstæður?
Svarið er já. Þessar tvær skoðanir
stangast alls ekki á, þvert á móti.
Astæðan er einföld. Hún er sú, að
viðnánt gegn verðbólgu er mikil-
vægasta markmið stjórnvalda í efna-
hagsmálum nú. Verðtrygging sparifjár
stuðlar yfirleitt að minni verðbólgu
nteð því að efla sparnað. Afram-
haldandi bann við vísitölubindingu
launa stuðlar líka að minni verðbólgu
nú með því að draga úr víxlhækkununt
kaupgjalds og verðlags. Þess vegna á
verðtrygging sparifjár rétt á sér við
núverandi aðstæður í íslenzku
efnahagslífi, en vísitölubinding kaup-
lags ekki.
Þegar verðbólgan hefur verið
kveðin niður, verður tímabært að
leiða hugann að öðrum valkostum,
fyrr ekki. Það er alkunna, að vísi-
tölubinding hefur bæði kosti og galla
við eðlilegar aðstæður, hvort sent er
á peningamarkaði eða vinnumarkaði.
Reyndar má færa gild rök að því, að
bezt sé að binda hvorki vexti né
kauplag við verðvísitölur og stuðla
með því móti að sem mestum
sveigjanleika raunvaxta og kaupmáttar
launa í því skyni að draga úr sveiflum
í fjárfestingu, atvinnu og framleiðslu,
en þá þarf verðlag að vera sæmilega
stöðugt og hafa haldizt sæntilega
stöðugt um nokkurt skeið. Það er
nægur tími til stefnu. Við eigum langt
í land.