Vísbending - 04.01.1990, Blaðsíða 4
VÍSBENDING
PÓLLAND:________________________
Undirbúningur afar róttækra
efnahagsaðgerða á lokastigi
Um fjögurra mánaða skeið hafa
verið í undirbúningi mjög róttækar
efnahagsaðgerðir í Póllandi sem ætlað
er að komist í framkvæmd í byrjun
ársins. Greinilegt er að Pólverjar
hyggjast gjörbylta efnahagskerfinu á
mjög skömmum tíma. Forgangs-
verkefnið er að ná verðbólgu niður
en hún er um 600%. I því skyni verður
ráðist í róttækar aðgerðir á þremur
sviðum.
í fyrsta lagi á að reka ríkissjóð án
halla og til þess að svo megi verða á
að afnema niðurgreiðslur á tveimur
þriðju hlutum þeirra vara sem nú njóta
þeirra. Og verksmiðjur fá ekki lengur
notið sérstakra vildarkjara á lánum. Þá
er ætlunin að selja ríkiseignir til að
draga úr hallanum. Verðákvarðanir
verða að mestu frjálsar og búist er við
að verðhækkanir verði mjög miklar í
kjölfarið, jafnvel sex til áttfaldar á t.d.
orkuverði.
f öðru lagi verður gengi gjaldmið-
ilsins, zloty, fellt og er í því sambandi
talað um að dollarinn fáist á 14.000
zloty í stað 6.000 sem er opinbert skráð
gengi í dag. Eftir gengisfellinguna
verður reynt að halda genginu stöðugu
og í því skyni verður notaður einn
milljarður dollara sem Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn meðal annarra
hefur látið af hendi. Takmarkið er að
gjaldmiðillinn verði gjaldgengur í
alþjóðlegum viðskiptum.
í þriðja lagi verður strangt aðhald
með launahækkunum og takmarkið
verður beinlínis raunlaunalækkun. Þeir
sem borga laun umfram tiltekið hámark
verða að greiða sérstakan skatt til
ríkisins.
Áhrifin af þessum aðgerðum geta
orðið mjög afdrifarík. Búist er við að
verðlag hækki mjög mikið í janúar en
vegna raunlaunalækkunar, sem gæti
orðið allt að 20%, þá má reikna með
að verðlag hækki mun minna þegar
frá líður. Aætlanir gera ráð fyrir 50%
hækkun í janúar en aðeins 5% í apríl.
Þá er gert ráð fyrir fjölda gjaldþrota til
að byrja með vegna þess að ljóst þykir
að mörg fyrirtæki eigi óhægt með að
komast af án ríkisstyrkja. En um leið
skapast betri grundvöllur en ella fyrir
víðtækri einkavæðingu. Atvinnuleysi
á líka eftir að vaxa og verður framlög-
um til hjálpar bágstöddum Pólverjum
safnað í atvinnuleysistryggingarsjóð til
að mæta þessu vandamáli. Ef vel tekst
til er ekki ólíklegt að þessar aðgerðir
gætu orðið fyrirmynd öðrurn
austantjaldsþjóðum.
ERLEND
FRETIABROT
EB:____________________
Samkomulag um samræmdar
reglur í bankamálum en
samræmingu skatta frestað
EB ríkin hafa nýlega komist að
samkomulagi um hvaða kröfur beri að
gera til bankastofnana í aðildar-
löndunum. Reglurnar eiga að taka gildi
í ársbyrjun 1993 og þá á bönkum að
vera heimilt að starfa í hvaða landi EB
sem er, svo framarlega sem samræmd-
um skilyrðum um eiginfjárhlutfall og
fleira er fullnægt. Samkomulagið gerir
ráð fyrir að bankar í löndum utan
bandalagsins fái að starfa innan þess
svo framarlega sem EB bankar njóti
sömu skilyrða í þeirra heimalandi.
Þá samþykktu fjármálaráðherrar EB
ríkjanna rétt fyrir jólin að fresta því
umdeilda markmiði að samræma
virðisaukaskattsprósentur í aðildar-
löndunum. Verður málið aftur tekið
upp í lok ársins 1991. Því var þó heitið
að fram að þeim tíma skyldi séð til
þess að prósenturnar yrðu ekki ólíkari
en nú á sér stað. Bretar líta á þessa
ákvörðun sem sigur fyrir sig vegna þess
að þeir hafa barist gegn samræmingu
og vilja að samkeppnin sjái um að
samræma skattprósentur. Bretar eru þar
að auki ein fárra þjóða í EB sem leggur
engan virðisaukaskatt á vissar vörur en
samræmingartillögurnar hafa ekki gert
ráð fyrir slíkum undantekningum.
Tilraun til að samræma vaxtaskatta
hefur ennfremur farið endanlega út úm
þúfur. Þess í stað hafa verið uppi
tillögur um að löndin komi sér saman
um kerfi sem veitir þeim aðgang að
upplýsingum um sparifjáreigendur í
hinum löndunum. Þessar tillögur eiga
mjög erfitt uppdráttar vegna andstöðu
Luxemburgar sem telur slíkt ekki vera í
samræmi við lög um bankaleynd.
Luxemburgarmenn hafa raunar
samþykkt slíka tilhögun en aðeins ef
viðkomandi sparifjáreigandi hefur
verið lögsóttur. Það nær hins vegar of
skammt að mati margra hinna aðildar-
landanna.
AUSTUR ÞÝSKALAND:
Allt að 15 ára biðtími eftir
Trabant
Trabant mun vera orðinn einhver
umtalaðasti bíllinn þessa dagana eftir
að Austur Þjóðverjar urðu frjálsir
ferða sinna. Um tveir þriðju allra bíla í
A.Þýskalandi eru af þessari tegund en
alls eru þar um 3,7 milljón bílar. Samt
er eftirspurnin mun meiri en fram-
boðið og algengt er að menn þurfi að
bíða í 11 til 15 ár eftir nýjum bíl. Af
þessu leiðir að verð á notuðum bílum
er gjarnan mun hærra en verð á nýjum
bílum. Dæmi er um að átta ára gamall
trabant hafi kostað 13.000 a.þýsk mörk
(um 7.600 dollara) á meðan verð nýs
bíls er 11.653 mörk.
Þetta þýðir ekki að menn séu
sérstaklega ánægðir með trabantinn;
hann er einfaldlega það ódýrasta sem
býðst. Bíllinn hefur verið framleiddur
síðan árið 1957 og hefur ekki breyst
svo heitið geti síðan. Árið 1964 var
gerð smá útlitsbreyting og það útlit
hefur haldið sér. Alls eru framleiddir
146.000 trabantar á ári og athyglisvert
er að í'lestir sem vinna í verk-
smiðjunum eru útlendingar. Margir eru
frá Víetnam og enn aðrir frá Kúbu og
Mozambique. Það lætur nærri að
árslaun þessara verkamanna rétt dugi
fyrir einum nýjum trabant.
BANDARÍKIN:_________________
Seðlabankinn stuðlar að
vaxtalækkun
Yrnis merki á síðustu mánuðum
liðins árs eru um að heldur sé að draga
úr uppgangi í bandarísku efnahagslífi.
Við þessu hefur seðlabankinn brugðist
með því að stuðla að lækkun vaxta.
Er búist við að bandarískir viðskipta-
bankar lækki kjörvexti sína úr 10,5% í
10% á næstunni. Með þessu móti er
vænst að ekki þurfi að koma til
samdráttar jafnhliða því að ekki verði
ýtt undir frekari verðbólgu.
Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson.
Útg.: Kaupþing hf., Kringlunni 5,
103 Reykjavík. Sími 689080.
Prentun: Gutenberg, ríkisprentsmiöja.
Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita
meö neinum hætti svo sem meö Ijósritun
eða á annan hátt aö hluta eða í heild sinni án
leyfis útgefanda.