Vísbending


Vísbending - 15.03.1990, Blaðsíða 2

Vísbending - 15.03.1990, Blaðsíða 2
VÍSBENDING Enn öðrum finnst ótækt að ríkið slái eign sinni á miðin. Ríkið, skv. þessari skoðun, hefur tilhneigingu til að misnota vald sitt og þar að auki sé það réttlætismál að útgerðarmenn fái veiðiréttindin til eignar á grundvelli sögulegs réttar þeirra. Hagkvœmnismál. Bæði fylgismenn séreignar og sameignar á fiskimiðunum nefna að auki hagkvæmnisrök til stuðnings málstaði sínum. Sameignarmenn segja veiðileyfasölu til dæmis sjá til þess að fengsælustu skipin fái að gera út. Þegar áhafnir og skip þeirra útvegsfyrirtækja sem geta greitl hæst verð fyrir veiðileyfin fengju að sækja á miðin veiddist leyfilegur hámarksafli með minnstum tilkostnaði (Þorvaldur Gylfason, Vísbending 9.des. 1987). Séreignarmenn segja á hinn bóginn að sama niðurstaða fáist með því að hafa óheft viðskipti með veiðileyfi. Hagkvæmustu útgerðirnar munu sækjast eftir að kaupa veiðileyfi og hinar óhagkvæmari munu sjá sér hag í því að selja. Þessu svarar Þorvaldur á þann veg, að til að dæmið gangi upp með þessum liætti þurfi að vera til staðar mjög fullkominn markaður fyrir veiðileyfi. Viðskipti með veiðileyfi séu á hinn bóginn feimnismál í hugum fjölda fólks þar sem seljendum finnist óréttmætt að selja dýrum dómum það sem þeir hafa fengið ókeypis og kaupendur skirrist við að greiða stórfé fyrir leyfi sem seljendum hefur verið afhent endurgjaldslaust (Þorvaldur Gylfason, Vísbending 18. janúar 1990). En hversu fullkominn getur uppboðsmarkaðurinn sjálfur orðið? Ýmsir hafa talið vafasamt að reikna með því að veiðileyfin lendi hjá þeim útgerðarfyrirtækjum sem hagkvæmast eru rekin. Til þess séu áhrif ríkis og sveitarfélaga á útgerðarrekstur of mikil. Hættan er sú, að þeir sem eiga greiðastan aðgang að sjóðum ríkis og sveitarfélaga fái leyfin cn ekki endilega þeir sem hagkvæmast gera út. Rögn- valdur Hannesson (Vísbending 11. jan. 1990) hefur m.a. af þessari ástæðu hallast að því að taka bæri upp veiði- gjald í stað sölu veiðileyfa í uppboðs- formi. Gjaldið legðist þá á landaðan afla og hefði m.a. þann viðbótarkost að mati Rögnvaldar, að því mætti beita til sveiflujöfnunar í sjávarútveginum. Minni skattbyrði eða meiri ríkisumsvif? Margir fylgismenn gjaldtöku af handhöfum veiðiíeyfa hafa talið henni til tekna að hún sé mjög hagkvæm tekjuöflun fyrir ríkið. Hún hafi það umfram aðra skatta að skekkja ekki efnahagskerfið og valdi ekki óhagkvæmni (Rögnvaldur Hannesson, Vísbending 21. desembcr 1989). Þvert á móti muni gjald af fiskimiðum hvetja til hagkvæmni með því að draga úr tilhneigingu til of mikillar sóknar á fiskimið. Gjaldið mætti svo nota til að lækka t.d. tekjuskatt eða virðisauka- skatt eða greiða landsmönnum beint í peningum. Gjaldtaka, hvort sem hún er í formi veiðileyfasölu eða veiðigjalds, hefur á hinn bóginn einnig vakið ótta um méiri ríkisumsvif en nú tíðkast. Tekjurnar af gjaldtökunni muni bara bætast við þá ærnu skattheimtu sem fyrir er, en ekki koma til samsvarandi lækkunar annarra skatta. Þessi ótti kemur t.d. fram í grein Steingríms Ara Arasonar í Vísbendingu frá 8. mars 1990. Rögnvaldur Hannesson viður- kennir að það kunni að vera nokkuð til í þessu, “enda þótt í slíkum rökum hljóti að felast mikil svartsýni, ekki sízt hvað varðar hið upplýsta almennings- álit og áhrif þess á breyzka stjómmála- menn”. Gengið og gjaldtakan En hefði sjávarútvegurinn efni á því að greiða gjald fyrir afnot af fiskimiðunum? Þessi spurning leiðir hugann að gengisstefnunni og sambandi hennar við afkomu sjávar- útvegs. Þorkell Helgason hefur kannað þetta samband tölulega fyrstur manna og birtir niðurstöður í Vísbendingu 23. og 30. nóvember 1989. Að mati Þorkels hefur útgerðin þurft að greiða nokkurs konar auðlindaskatt í formi hás raungengis. Gengisskráningin hafi þannig verið notuð til að beina auðlindaarði af sjávarútvegi til samfélagsins. (Þessi skoðun er studd frekari rökum í grein Friðriks Más ÚR FRUMVARPI TIL LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA Um takmörkun heildarafla: "Sjávarútvegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrannsóknarstofnunar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstöku nytjastofnum við Island sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á. Heimildir til veiða samkvæmt lögum þessum skulu miðast við það magn." Um úthlutun veiðileyfa: "Veiðiheimildum á þeim tegundum sem heildarafli er takmarkaður af skal úthlutað til einstakra skipa. Skal hverju skipi úthlutað tiltekinni hlutdeild af leyfðum heildarafla skips og helst hún óbreytt á milli ára. ... Skal Sjávarútvegsráðuneytið senda sérstaka tilkynningu vegna hvers skips um aflamark þess í upphafi veiðitímabils eða vertíðar." Um framsal veiðileyfa: a) Otímabundið "Heimilt er að framselja aflahlutdeild skips að hluta eða öllu leyti og sameina hana aflahlutdeild annars skips enda leiði flutningur aflahlutdeildar ekki til þess að veiðiheimildir þess skips sem flutt er til verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. Fyrirhugað framsal... skal tilkynnt með mánaðar fyrirvara ..." b) Innan veiðitímabils "Heimilt er að færa aflamark milli skipa sömu útgerðar eða skipa sem gerð eru út frá sömu verstöð ... sama gildir um skipti á aflamarki milli skipa sem ekki eru gerð út frá söntu verstöð ... Annar flutningur á aflamarki milli skipa er óheimill nema með samþykki ráðuneytisins og að fenginni umsögn sveitarstjórnar og stjórna sjómannafélags á viðkomandi verstöð."

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.