Vísbending


Vísbending - 15.03.1990, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.03.1990, Blaðsíða 3
VÍSBENDING Baldurssonar í Vísbendingu 27. júlí 1989). Nær væri hins vegar að skrá gengið þannig að jafnvægi væri á utanríkisviðskiptum. Þetta kunni að kalla á lækkun raungengis, sem leiðir til hærra innflutningsverðs og þar með lakari kjara fyrir almenning. A móti kemur, að veiðigjaldið mætti nota til að lækka skatta. Þorkell reiknar með að raungengi þyrfti að lækka um 15% til að tryggja viðskiptajöfnuð, sem að öðru óbreyttu gerði útgerðinni kleift að greiða gjald sent svarar til 14% af aflaverðmæti. Ef úlgerðarkostnaður lækkaði um 10% gæti útgerðin greitt 18% af aflaverðmæti. Ef útgerðar- kostnaður lækkaði unt 25% og afli ykist um 10%, eins og reikna mætti með þegar til lengri tíma væri litið, þá gæti útgerðin greitt 33% af afla- verðmæti í veiðigjald. í þessari “óskastöðu” hagkvæms flota og hámarksafla gæti veiðigjaldið staðið undir lækkun söluskatts unt 14 prósentustig og þurrkað um leið út áhrif gengislækkunar á verðbólgu. Og það sem meira er, raungengislækkunin mun bæta mjög mikið hag annarra útflutnings- og samkeppnisgreina. Þetta síðastnefnda tekur Þorvaldur Gylfason upp í Vísbendingu 8. mars 1990 lil að leggja áherslu á að skipulag fiskveiða sé ekki einkamál útvegsmanna heldur varði almannahag. Guðmundur Magnússon kemst einnig að svipaðri niðurstöðu (Vís- bending 19. október 1989): “Það liggur beint við að álykta að sjávarútvegurinn hafi að verulega leyti tekið út hlunnindaarðinn í umfram- fjárfestingu og hærri launum eða hreinni ofveiði....Utgerðin hefur að litlu leyli notið auðlindarentunnar en gæti hæglega greitt hana eða hirt hana ef sóun er útrýmt.” Og þegar upp er staðið mun útvegurinn ekki koma til með að bera skattinn nema að litlu leyti að mati Guðmundar. Alþjóðlegt samhengi I umræðunni um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnunar hefur borið lítið á því að litið sé á málið í alþjóðlegu samhengi. Sjálfsagt helgast það af því að menn ganga út frá^ óskoruðunt yfirráðum og nýtingu íslendinga á fiskimiðunum. Menn leita heldur ekki erlendra fyrirmynda um fiskveiði- skipulag nema í mjög takmörkuðum ntæli vegna þess einfaldlega að aðrar fiskveiðiþjóðir eru yfirleitt skammt á veg komnar í því að nýta fiskimið sín á hagkvæman hátt. Hins vegar er verl að hafa í huga að krafa íslendinga um svo til ótakmark- aðan rétt þeirra til nýtingar á fiski- miðunum getur auðveldlega staðið í veginum fyrir því að samkomulag takist um fríverslun við Evrópu- bandalagið. Sá möguleiki er fyrir hendi að íslendingar dæmi sjálfa sig frá þátttöku í hinum stóra sameiginlega markaði sem er að myndast í Evrópu ef þessari kröfu er haldið lil streitu. Þorvaldur Gylfason hefur hins vegar bent á að samningsstaða íslendinga væri allt önnur ef tekin yrði upp sala á veiðileyfum (Vísbending 5. október 1989). Utlendingum yrði þá gefinn kostur á veiðileyfakaupum lil jafns við Islendinga eftir að Islendingum hefði verið tryggður viss forgangur eins og tíðkast t.d. með Dani gagnvart hinurn GREINAR UM SKIPULAG FISKVEIÐA SEM BIRST HAFA í VÍSBENDINGU 1987: 5. og 12. ágúst: Aflakvótar og hagkvæmni í fiskveiöum, Ragnar Ámason 28. október: Vangaveltur um sölu aflakvóta, Þorkell Helgason 9. desember: Fiskveiðistefnan: Á að selja veiðileyfi?, Þorvaldur Gylfason 16. desember: Fiskveiðistefnan: Kostir og gallar kvótakerfisins, Þorvaldur Gylfason 1988: 10. ágúst: Veiðar og viðskipti, Þorvaldur Gylfason 1989: 11. janúar: Verðmæti fisks í sjó, Þorkell Helgason 18. janúar: Þorskhausar í kvótann, Þorkell Helgason 27. júlí: Auðlindaskattur og gengisstefna, Friörik Már Baldursson 28. september. Höfuðstóll í hættu, Þorvaldur Gylfason 5. október: Sala veiðileyfa og 1992, Þorvaldur Gylfason 19. október: Hver ber auðlindaskatt? Guömundur Magnússon 23. nóvember: Auðlindaskattur fyrr og nú, Þorkell Helgason 30. nóvember: Veiðigjald í stað vágengis, Þorkell Helgason 21. desember: Auðlindarenta og auðlinda- skattur, Rögnvaldur Hannesson 1990 11. janúar: Sala veiðileyfa eða veiðigjald, Rögnvaldur Hannesson 18. janúar: Sala veiðileyfa er forsenda frjálsra veiðileyfaviðskipta, Þorvaldur Gylfason 8. mars: Sala veiðileyfa eða takmörkun veiðiréttinda, Steingrímur Ari Arason EB þjóðunum. Þegar til kastanna kærni, og að því tilskyldu að opinberir styrkir væru úr sögunni, væri mjög ólíklegt að erlend fyrirtæki yrðu samkeppnisfær við íslensk vegna þekkingar og reynslu íslenskra sjómanna og nálægðar við rniðin. Þar að auki sé efling íslensks sjávarútvegs í heilbrigðri samkeppni innan lands og við aðrar þjóðir besta tryggingin fyrir því að við hölduni þeim yfirburðum sem við höfum í samanburði við aðrar þjóðir. ÞORSKAFLI Á ÍSLANDSMIÐUM 1950 - 1989 (10 ára meöaltal) 500 400 300 200 100 0 1950-59 1960-69 1970-79 1980-89* 1990-7 * Áætlað fyrir árin 1988 360 þús.tonn og 1989 300 þús.tonn. Heimild: Hafrannsóknastofnun

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.