Vísbending


Vísbending - 15.03.1990, Blaðsíða 4

Vísbending - 15.03.1990, Blaðsíða 4
VÍSBENDING NORÐURLÖND: Sameiginleg verðvísitala fyrir hlutabréfamarkaðina Á hlutabréfamarkaðinum í Osló er farið að birta reglulega sameiginlega verðvísitölu fyrir alla hlutabréfa- markaðina á Norðurlöndunum, þ.e. markaðina í Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki. Hlutabréfa- vísitala Norðurlanda (The Nordic stock index) lækkaði um 1,5% í febrúar eftir að hafa hækkað um 1,3% í janúar. Pað var aðeins hlutabréfavísitalan í Osló sem hækkaði í febrúar, eða um 7%. Vísitalan lækkaði í Kaupmanna- höfn um 1,4%, í Helsinki um 1% og í Stokkhólmi um 4,7%. Oslóarvísitalan hefur þá hækkað um 15,3% samanlagt frá áramótum og þar með heldur áfram sú þróun sem varð í fyrra þegar vísitalan hækkaði um 54,5%. Reyndist það vera ein mesta hækkun á hluta- bréfamarkaði í heiminum. Sænski hlutabréfamarkaðurinn er lang stærstur markaðanna á Norður- löndunum, en markaðsvirði hluta- bréfanna þar nemur næstum 114 milljörðum dollara. Viðskiptin voru hins vegar líflegust á Oslóarmarkað- inum í febrúar s.l. þar sem kaup og sala nam 1,6 milljörðum dollara. JAPAN: Meiri hömlur á innflutning bíla til EB en til Japans Margvíslegar hömlur eru á innflutningi japanskra bfla til landa Evrópubandalagsins, sem oft hafa verið rökstuddar með því að ýmsar hömlur væru á innflutningi til Japans. Þessu hafa forráðamenn Honda bílafyrirtækisins nýlega mótmælt harðlega og segja engar hömlur lengur vera á innflutningi bfla til Japans. Ekki séu lengur fyrir hendi ýmsar hömlur fyrir utan tolla sem Evrópumenn kvörtuðu gjarnan yfir. Honda menn segja sem dæmi um mismuninn að 10% tollur leggist á innflutta japanska bíla á meðan tollar eru engir á innflutning bíla til Japans. Þar að auki eru í gildi kvótar í hinum ýmsu löndum EB. ítalir takmarka innflutning japanskra bíla til dæmis við 1% af markaðinum og Frakkar lakmarka þá við 3% af markaðinum. Bretar gefa kost á 10% markaðarins en V. Þjóðverjar hafa á hinn bóginn engar takmarkanir. I Evrópu allri var markaðshlutdeild japanskra bíla 10,8% á síðasta ári sem FMND FRÉTTABROT samsvarar 13,4 milljónum bifreiða. Hins vegar var hlutdeild erlendra bíla í Japan 4,5% á síðasta ári sem samsvarar fjórum milljónum bíla. BANDARÍKIN:__________________ Bandaríkjastjórn undirbýr rýmkun auðhringalöggjafar Það hefur lengi verið á döfinni að slaka eilítið á þeim kröfum sem gerðar eru gagnvart auðhringamyndun í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðuneytið hefur haft endurskoðun á sinni könnu og viðskiptaráðuneytið gefið álit sitt og niðurstaðan er sú, að eðlilegt sé að lina á þeim kröfum sem nú eru gerðar um fyrirtækjasamsteypur eða samstarf á milli fyrirtækja. Ástæðan fyrir þessari fyrirhuguðu breytingu er fyrst og fremst sú, að með hcnni reikna Bandaríkjamenn með að standa betur að vígi gagnvart erlendri samkeppni. Það kunni einfaldlega að reynast nauðsynlegt að bandarísk fyrirtæki vinni saman til að geta staðist erlendum keppinautum sínum snúning og þá l'yrst og fremst japönskum. Áætlunin er sú, að hvert og eitt tilfelli samvinnu eða samruna verði kannað sérslaklega og það metið með tilliti lil kostnaðar og ávinnings. ÍSRAEL:_____________________ IMF mælir með gengisfellingu eða auknu frjálsræði á fjármagnsmarkaði ísraelsmenn standa l'rammi fyrir stórauknum innflutningi fólks frá Sovétríkjunum og er jafnvel búist við 100.000 manns á þessu ári. Viðbúið er, að svo mikil aukning á skömmum tíma geti haft veruleg áhrif á efnahagslífið til góðs eða ills eftir því hvernig staðið verður að málum. Seðlabankastjórinn, Michael Bruno, metur þetta svo að innflutningur 100.000 manns eða þau viðbrögð sem hann kallar á muni örva efnahagslífið og framkalla 6% hagvöxt. Á hinn bóginn er efnahagsástandið fremur bágborið og litlu má muna að verðbólga rjúki upp úr öllu valdi. Hún hefur verið á bilinu 15 til 20% undanfarin fimm ár, en þar áður var hún 450%. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega gefið álit sitt á því hvaða ráðstafanir séu heppilegastar fyrir ísraelsk stjórnvöld. Sjóðurinn segir að um tvo kosti sé að ræða. Annars vegar að fella gengi gjaldmiðilsins, shekel, mjög verulega, eða mun meira en þau 6% sem gengið var fellt um fyrir tveim vikum. Síðan ætti að halda genginu föstu. Áhrifin á verðbólgu færi eftir launaþróuninni, en gera mætti ráð fyrir að innflutningur fólks eða meira framboð á vinnuafli héldi launa- hækkunum í skefjum. Hinn kosturinn er sá, að auka verulega frjálsræði á fjármagnsmarkaði, fara af stað með víðtæka einkavæðingu og gefa gengisskráningu frjálsa. Þessi síðari koslur myndi örva fjárfestingar og skapa fleiri störf auk þess sem viðskiptastaðan gagnvart Banda- ríkjunum og EB myndi batna. TYRKLAND:__________________ Illa gengur að hemja verðbólguna Stjórnvöld í Tyrklandi eiga sér það takmark að ná verðbólgu niður í 43% á þessu ári. Flestir hagfræðingar eiga þó von á að hún verði einhvers staðar í kringum 70% eða svipuð og hún var á síðasta ári. Mikill halli á ríkissjóði er talinn vera aðalorsök verðbólgunnar, en hann fór talsvert fram úr áætlun á síðasta ári vegna aðgerða í tengslum við kjarasamninga. Þó er hallinn að mestu fjármagnaður innanlands og til dæmis er afgangur á viðskiptum við útlönd. Ritstj. og ábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Prentun: Gutenberg. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.