Vísbending


Vísbending - 10.05.1990, Qupperneq 2

Vísbending - 10.05.1990, Qupperneq 2
VÍSBENDING áhættu myndu hafa sömu kosti í orkubúskap þjóðarinnar og annars staðar í atvinnulífinu við núverandi aðstæður. Mörgum einstaklingum og fyrirtækjum hér heima og erlendis fyndist það trúlega fýsilegur kostur að festa fé í arðvænlegum orkufram- kvæmdum í landinu. Væri erlent hlutafé laðað til landsins íþessu skyni, yrði þó jafnframt að gera Islendingum kleift að festa fé í erlendum fyrir- tækjum til mótvægis, því að innstreymi erlends hlutafjár til landsins myndi kynda undir verðbólgu með sama hætti og innstreymi erlends lánsfjár að öðru jöfnu, ef nauðsynlegt viðnám væri ekki veitt til mótvægis. Dýrkeypt reynsla Þensluhættan, sem stafar af nýju álveri og meðfylgjandi orku- framkvæmdum, er þó ekki eingöngu bundin við of mikið innstreymi nýs framkvæmdafjár inn í hagkerfið. Nýtt álver mun hafa ýmis önnur áhrif. Raunvextir og raungengi munu til dæmis hækka með auknum framkvæmdum að öðru jöfnu. Þessu verða stjórnvöld að una. Þau mega ekki bregðast við með því að knýja raunvexti og raungengi niður á við með því að herða á verðbólgunni til að hjálpa óarðbærum fyrirtækjum að halda áfram rekstri. Þvert á móti: tilgangurinn með áframhaldandi upp- byggingu arðvænlegs orkubúskapar er einmitt að leysa annan óhagkvæmari atvinnurekstur af hólmi. En fyrst og fremst mega nýjar orkuframkvæmdir þó með engu móti verða til þess að kynda undir peninga- þenslu og verðbólgu eins og áður, því að verðbólgan er ærin fyrir af öðrum ástæðum, þótt hún dyljist nú um skeið í kjölfar nýgerðra kjarasamninga: það lifir í glæðunum, þótt logarnir hafi lækkað í bili. Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuðmáli í þessu sambandi, hvort orkuframkvæmdaféð er innlent eða erlent. Það er hins vegar lykilatriði, að fjárstreymi til þessara framkvæmda bætist ekki við það framkvæmdafé, sem er í umferð fyrir, heldur verði séð til þess, að minna fé verði aflögu til annarra verkefna, svo að heildar- fjárstreymi og framkvæmdir standi nokkurn veginn í stað. Þessu mikilvæga hlutverki hafa stjórnvöld að vísu brugðizt hvað eftir annað á liðnum árum. Þau hafa ráðizt í stórframkvæmdir af ýmsu tagi án þess að gæta nauðsynlegs aðhalds á öðrum sviðum til mótvægis. Þau verða að læra af reynslunni; til þess er hún. Annars fer verðbólgan aftur á fulla ferð. LÍFSKJÖR AÐLANI Dr. Guömundur Magnússon Á hve traustum grunni stendur íslenska velferðaríkið? Veilurnar birtast m.a. í halla á fjárlögum og á viðskiptajöfnuði við útlönd. Árið 1989 var vaxtajöfnuður við útlönd neikvæður um rösklega 13 milljarða króna en afgangur á vöruskiptum nam tæpum 7,5 milljörðum króna, þannig að segja má að það séu vaxtagreiðslur af erlendum lánum sem ullu neikvæðum viðskiptajöfnuði það ár sem nam liðlega 4,5 milljörðum króna. Halli hefur reyndar verið á viðskiptum við útlönd öll ár frá 1980 utan árið 1986 og halli er einnig áætlaður í ár. Fjárfesting eða neysla? Halli á viðskiptajöfnuði getur átt rót sína að rekja til mikils innflutnings vegna fjárfestinga sem skila sér í aukinni verðmætasköpun þjóðarbúsins og útflutningi síðar meir. Þetta á t.d. við um Blönduvirkjun og hinar nýju flugdísir Flugleiða. Gott dæmi er einnig fyrirhugaðar framkvæmdir vegna nýs álvers. Halli um stundarsakir kynni einnig að stafa af skyndilegum aflabresti, verðlækkun á útflutningi eða mikilli verðhækkun á erlendum aðföngum, sbr. olíuskellina á áttunda áratugnum. Þótt erfitt sé að skipta erlendum skuldum þjóðarbúsins ntilli fjárfestingar og neyslu bendir þrálátur halli á viðskiptajöfnuði til þess að við lifum um el'ni fram. Lífskjörin eru því að nokkru leyti að láni. Lán á sérkjörum Hér á eftir verður reynt að meta annars vegar hve mikla ívilnun lán á sérkjörunt og skattafrádráttur fela í sér í fjárfestingu í húsnæði og hins vegar hvað vaxtafrelsi námslána kostar. 1. tafla sýnir áætlaðan kostnað ríkissjóðs vegna Húsnæðisstofnunar ríkisins, vaxtafrádráttar í skattkerfi vegna öflunar eigin húsnæðis og kostnaðar vegna Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) árin 1984 - 1988. Er þá kostnaður vegna lánanna skil- greindur sem munur á vaxtatekjum þeirra og kostnaði ríkisins við lántöku á innlendum markaði. Tölurnar eru áætlaðar út frá ársreikningum Hús- næðisstofnunar ríkisins og LIN en færðar til verðlags^ ársins 1989 með lánskjaravísitölu. I skattkerfinu er stuðst við upplýsingar frá Þjóðhags- stofnun um einstök ár og gert ráð fyrir að virkt skatthlutfall einstaklinga sé að meðaltali 22%, þ.e. að ríkið tapi 22 krónum af hverjum eitt hundrað sem 1. tafla NIÐURGREIDD VAXTAGJÖLD á verölagi ársins 1989 m.v. raunvexti ríkisskuldabréfa Bygg.sj. ríkisins Bygg.sj. ríkisins Húsnæðis- stofnun Skatt- kerfi LÍN Samt. 1984 31.,6 291,1 422,8 782,1 428,3 1.633,2 1985 894,3 355,3 1.249,6 716,8 534,4 2.500,9 1986 1.383,6 516,8 1.900,4 956,7 786,9 3.644,4 1987 1.057,8 581,4 1.639,2 1.044,7 840,9 2.524,9 1988 807,2 715,2 1.585,4 1.113,2 1.040,4 3.739,0 2. tafla VAXTAÍVILNANIR á verölagi ársins 1989 m.v. meðalraunvexti útlána í bankakerfi 1984 -140,7 219,1 78,6 782,1 335,1 1.195,8 1985 493,5 246,6 740,1 716,9 390,1 1.847,1 1986 686,3 317,5 1.004,3 956,8 531,9 2.474,9 1987 1.216,1 627,0 1.843,1 1.044,7 899,4 3.787,2 1988 1.482,3 886,8 2.369,1 1.113,2 1.261,1 4.743,4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.