Vísbending


Vísbending - 14.06.1990, Side 3

Vísbending - 14.06.1990, Side 3
VÍSBENDING fækka starfsfólki eða auka umsvif félaganna. Lík- lega þarf hvort tveggja að gerast, því að fólk getur vantað á sumum sviðum þótt yfrið nóg sé af starfsmönnum annars staðar. Aðlögunin gæti tekið nokkurn tíma, því að oftast veigra menn sér við uppsögnum. Starfsfólk var heldur fleira 1989 en árið á undan, eða rúm 4 hundruð. Þessa fjölgun má þó ekki taka of hátíðlega, því að margir unnu að sjálfri sam- e i n i n g u n n i . Búast má við að starfsfólki í greininni fækki á næstu árum. Ráðgert er að starfsmenn V átry gginga- félagsins verði tæpum þriðjungi færra en var í m ó ð u r - félögunum. Hjá S j ó v á - Almennum hefur fækkað um 12% frá samein- ingunni. Markaðs- hlutdeild markaðsins og hefur því stærsta markaðshlutdeild tryggingarfélaga. Þótt afkoma tryggingarfélaganna hafi batnað í fyrra er enn ekki byrjað að uppskera hagnað af sameiningunni. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður félaganna var 22% af rekstrartekjum félaganna árið 1989 eins og árið áður. Ef sameiningin á að leiða til hagræðis í rekstrinum verður annað hvort að Markaðs- hlutdeild Sjóvá jókst á árunum 1984 til 1988 úr tæpum 15% í rúm 20%. Sú sókn stöðvaðist 1989 og var markaðs- hlutdeild Sjóvá- Almennra mjög svipuð og samanlögð hlutdeild stolnfélaganna árið á undan. Þrjú fyrirtæki eru langstærst. Vátryggingafélagið var með 35% af bókfærðum iðgjöldutn 1989. Með hluldeild móðurfélaganna verður hlutfallið 38%. Sjóvá-Almennar eru með tæplega 31 % markaðshlutdeild. í þriðja sæli er Tryggingamiðstöðin með 16%. Þetta eru alls um 85% af Trygging Trygginga- miðstöðin 1988 Markaðshlutdeild í frumtryggingum Bókfærð iðgjöld 1989 Almennar tryggingar (12%) (21%) Sjóvá (6%) Trygging S j ó v á - Almennar Brunabótafélagið Samvinnu- tryggingar Trygginga- miðstöðin sam- steypa Önnur félög markaðnum og afgangnum skipta fimrn lítil félög á milli sín. Horfur Nú er bati í rekstri tryggingarfélaga í fyrsta skipti síðan 1985. Hagur greinarinnar hafði versnað ár frá ári. Mikil samkeppni ríkti og félögin spilltu hvert fyrir öðru með undirboðum. Þetta átti einkum við um ökutækja- tryggingarnar, þar sem tapið var mest. Hér hefði Tryggingaeftirlitið ef til vill átt að taka \ taumana og stöðva undirboðin. Arið 1988 stórhækkuðu bifreiðatryggingarfélögin iðgjöldin í sameiningu og hafa taxtarnir hækkað með verðlagi síðan. Það er ekki í anda l'rjálsrar samkeppni og vonandi ekki til frambúðar, að félögin hafi nánast sömu gjaldskrá í þessari grein. Annað atriði sem ekki er í samkeppnis- anda í tryggingum hér á landi eru brunatryggingar fasteigna. Menn eru nauðbeygðir að semja við eilt félag, sent sveitarfélögin sömdu við fyrir mörgum árum eða áratugum. Slíkt fyrirkomulag hvetur ekki til hagræðis. Eitt af markmiðum sameiningarinnar er að reyna að vera betur búinn undir erlenda samkeppni, sem má búast við að aukist á næstu árum, þegar Evrópumarkaðurinn þróast. Urn þetta er fjallað í skýrslu Sjóvá-Almennra. Þar segir að engin ástæða sé til að halda að erlend félög geti boðið ódýrari tryggingar en innlend félög geri. Hins vegar gætu þau komið með ýmsar nýjungar. Nú starfar hér eitt tryggingarfélag í sænskri eigu, Ábyrgð, tryggingarfélag bindindismanna. Hækkun á hlutabréfum Sjóvá- Almennra hefur vakið nokkra athygli. i' upphafi árs 1988 var gengið 2,4 en hækkaði í 4,0 í árslok. Þegar nær dró aðalfundi hækkaði gengið enn. í skýrslu Sjóvá-Almennra segir að þetta sýni trú markaðsins á fyrirtækinu. Vera má að hún sé mikil, en þessi gengishækkun stafar þó að miklu leyti af baráttu urn áhrif í fyrirtækinu. Þegar hlutabréfamarkaður þróast hér á landi mun gengi hlutabréfa sífellt belur sýna raunverulegt verðmæti fyrirtækjanna og horfur í rekstrinum. Sameining tryggingarfélaganna ætti að stuðla að því að batinn í rekstrinum verði varanlegur. Fyrir nokkrum árum sagði forstjóri Bruna- bótafélagsins að félagið gæti vel tekið að sér allar bílatryggingar í landinu án þess að bæta við starfsmanni. Þessi orð benda til þess að vel hafi mátt spara í rekstrinum. Á næstu árum verður spennandi að fylgjast með því hvort litlu félögin láta undan síga í baráttunni. Það er alls ekki víst, því að lítil félög geta verið léttari í vöfum en hin stóru og skapað sér sérstöðu.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.