Vísbending


Vísbending - 31.01.1991, Side 1

Vísbending - 31.01.1991, Side 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 31. janúar 1991 5.tbl. 9. árg. Verðbólgan 1991 Framfærsluvísitala hækkaði aðeins um 7% á nýliðnu ári. Það er miklu minna en verið hefur, en frá 1987 til 1989 var verðbólga um og yfir 20%. Leikur ekki vafi á að lækkun verð- bólgu er þegar farin að bera árangur. Fólk man verð betur en áður og veltir því meira fyrir sér, í stað þess að borga í hugsunarleysi það sem upp er sett. En hvað stendur þessi stöðugleiki lengi? Þjóðhagsstofnun spáði 7% verðbólgu 1991 í Þjóðhagsáætlun sem lögð var fram í október. Spá Seðlabanka er svipuð. Gallinn er að þær spár, sem þessar stofnanir hafa sent frá sér, hafa oftast verið líkar þessum, og má segja að það sé hluti af starfi þeirra að spá lítilli verðbólgu. Slíkt þjónar litlum tilgangi til lengdar, því að menn hætta að taka mark á álitsgerðum og spám, þegar vafi leikur á um hlutleysi höfundanna. Hér á landi hafa Háskóla- menn öðrum fremur haft það hlutverk að gagnrýna efnahagsstefnuna. I blaðinu birtast hugleiðingar um verðlagshorfur eftir fjóra prófessora við Viðskipta- og hagfræðideild. Guðmundur Magnússon telur ólíklegt að verðbólga verði undir tveggja stafa tölu á árinu og Ragnar Arnason segir ekki fjarri lagi að hún verði komin yfir 15% í lok ársins. Ragnar segir þjóðar- sáttina aðeins vera verðstöðvun í nýjum búningi. Samdráttur í efnahags- lifinu skapi hagstæðar aðstæður til þess að draga úr verðbólgu og nær víst megi telja að hún aukist þegar rofar til. Þorvaldur Gylfason og Ágúst Einars- son eru ekki eins afdráttarlausir, en benda á ýmis hættumerki. Þorvaldur nefnir meðal annars þensluhalla ríkisins og það að stjórnvöld kunni að mæta fyrirsjáanlegum erfiðleikum lánastofnana með peningaprentun. Þá segir hann að kröfur launþega urn svipuð kjör og tíðkast í nágranna- löndum okkar hljóti að leiða til verðbólgu á meðan sóun viðgangist í sjávarútvegi og landbúnaði. Rétt er að staldra við þau orð Guðnrundar Magnússonar að verðbólga verði ekki knésett nema sjálfstæði Seðlabanka aukist. Ef Seðlabanka væri gefið f Verðbólga 1991 'N DÆMl I DÆMI II* * DÆMI III Verðbólga Verðbólga Verðbólga sl. 3 mán. sl. 3 mán. sl. 3 mán. mars 151 8% 151 8% 151 8% júní 155 9% 155 10% 156 12% sept. 158 8% 160 13% 162 16% des. 161 9% 165 14% 168 17% Verðbólga: jan.91-jan.92 8% 12% 14% Milli árs- meðalt. 90-91 7% 9% 10% * Spá Visbendingar Forsendur: I Ekkert launaskrið, 2% kauphækkun l.sept. og 2,5% 1. des., alls 10% launahækkun á árinu. Fast gengi. II Sama og I nema 0,5% launaskrið á mánuði frá og með apríl. Kauphækkun alls 15% á árinu. III Sama, nema maí-ágúst 1% launaskrið á mánuði, launahækkun ágúst- janúar 8%, alls 18% launahækkun á árinu. 3% gengislækkun seint á árinu. frjálst að halda uppi harðri peninga- stefnu árum saman, ef þörf krefur, hvað sem líður kosningaskrekki stjórnmála- manna, ykjust að mun sigurlíkur í baráttunni við verðbólgu. Dæmi um verðbólgu Hér eru sýnd þrjú dæmi um það hvernig verðbólga gæti orðið miðað við misjafnar forsendur, samkvæmt verðbólgulíkani Vísbendingar, en höfundur þess er Helgi Tómasson tölfræðingur. * OECD spáir um það bil 5% verðbólgu í aðildarlöndum sínum á næstu mánuðum. Hér er gert ráð fyrir að olíuverðslækkunin valdi rúmlega eins prósents lækkun innflutningsverðs og að það hækki því aðeins um tæp 4% á árinu. Reyndar hefur viðskipta- ráðherra lagt til að bensínverð lækki ekki, en liklegt er að kosningar og rautt strik í maf dragi úr fylgi við tillöguna. * I fyrsta dæminu er gert ráð fyrir að áfram takist að koma í veg fyrir launaskrið og að samið verði um litlar launahækkanir þegar kjarasamningar eru lausir í haust. I öðru dæntinu er gert ráð fyrir að launaskrið verði hálft prósent á mánuði frá apríl til ársloka. í þriðja dæminu er launaskrið rúmlega eitt prósent frá maímánuði. * Nú virðist vera nokkurt svigrúm til þess að halda gengi stöðugu, þótt verðlag hækki heldur meira en í öðrum löndum. I dæmi 1 og II er gert ráð fyrir stöðugu gengi allt árið, en í dæmi III lækkar gengi um þrjú prósent á lokamánuðum ársins. * Næsta rautt strik framfærsluvísitölu er í maí og er þá 151,9. I öllum þeim dæmum, sem hér eru tekin, er búist við að verðlag fari meira en hálft prósent fram úr þeirri viðmiðun. Að vísu gæti hugsast að stjórnvöld reyndu niður- greiðslur til þess að komast undir strikið, en ólíklegt er að slíkt beri árangur til langframa. * Að undanförnu hafa verkalýðs- félög haft strangt eftirlit með verðlagi. Vera má að fyrirtæki hafi slegið sumum hækkunum á frest vegna þessa Efni:__________ • Verðbólguspá • Verðlagshorfur: Þorvaldur Gylfason Guðmundur Magnússson s Ragnar Arnason Ágúst Einarsson

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.