Vísbending - 31.01.1991, Qupperneq 2
og hyggist hækka verð í haust þegar
kjarasamningar renna út. Ekki er þó
reiknað með áhrifum af þessu hér.
í dæmunum þremur, sem öll verða
að teljast líkleg, er ársverðbólgan á
bilinu 8-14%. En hvað af þessum
dæmum er líklegast?
f Þjóðhagsáætlun, sem lögð var fram
í haust, var því spáð að þriggja ára
samdráttarskeið væri á enda og hægur
hagvöxtur framundan. Miklu hættara
er við launaskriði þegar efnahagslífið
er í uppsveiflu, en á samdráttarskeiði.
í spá Þjóðhagsstofnunar var ekki gert
ráð fyrir áhrifum af nýju álveri, en
Landsvirkjun hefur áætlað að í suntar
muni 850 manns vinna við virkjana-
gerð vegna álvers. Að auki má búast
við að fyrirtæki flýti framkvæmdum
vegna þess að sennilega vantar
iðnaðarmenn á næstu árum, þegar
álversframkvæmdir verða í fullum
gangi. í könnun Þjóðhagsstofnunar og
Félagsmálaráðuneytisins í haust kom
fram nokkur skortur á vinnuafli.
Atvinnuleysi er að vísu óvenjumikið á
íslenskan mælikvarða, en það hefur
minnkað þó nokkuð á einu ári. Þá má
nefna að kauphækkanir sjómanna og
hópa háskólamanna að undanförnu
stuðla að launaskriði annarra stétta.
Halli á ríkisrekstri hefur aukist (sjá
til dæmis Vísbendingu 1. nóvember
síðastliðinn) og það stuðlar að
þenslu. Ýmsir spá því, að mjög þrengi
að lánamarkaði og raunvextir hækki,
ef ríkið fjármagni hallann að mestu
innanlands, eins og nú er ráðgert. Slíkt
myndi slá á þensluna. En sem stendur
virðist ólíklegt að stjórnvöld umberi
mikla hækkun raunvaxta.
Mikill vilji virðist vera fyrir því, að
halda áfram á sömu braut þegar
kjarasamningar renna út í haust. En að
undanfömu hefur talsvert verið rætt um
að hækka laun hinna lægstlaunuðu
sérstaklega. Slíkar hækkanir hafa
jafnan gengið upp launastigann og
líklegt er að svo verði einnig nú. Þá er
ótalið að enn er ógenginn dórnur í máli
BHMR og ríkisvaldsins vegna bráða-
birgðalaganna í sumar. Sem stendur
virðist ekki líklegt að háskólamenn
hafi mikinn áhuga á að beygja sig undir
þjóðarsáttina í haust.
Nú er óvíst hvað verður úr
loðnuveiði og nýlega fréttist að
álverssamningum kunni að verða
slegið á frest vegna Persaflóastríðs. Sú
von. að verðbólga haldist enn um sinn
lág hér á landi, kann nú einkunt að
styðjast við þetta tvennt, að
loðnuveiði bregðist og virkjanagerð
verði slegið á frest.
Hér er því spáð að þróunin verði
líkust því sem lýst er í dæmi II,
verðbólga aukist heldur og verði
nálægt 12% á árinu.
___________________________________I
Er
verðbólgan
liðin hjá?
Dr. Þorvaldur Gylfason
Verðbólgan hefur hjaðnað verulega
hér heima undanfarna mánuði og er
minni nú en hún hefur verið um langt
skeið. Meðfylgjandi mynd lýsir ferl-
inurn. Framfærsluvísitalan hefur
hækkað um innan við 10% síðustu
tólf mánuði. Sama máli gegnir um
aðrar verðvísitölur svo sem neyzlu-
vöruvísitöluna og lánskjaravísitöluna.
Þessi þróun er langþrátt fagnaðarefni,
svo langt sem hún nær.
Við upphaf nýs árs gefst tilefni til
að líta yfir farinn veg og velta því fyrir
sér, hvort varanlegur sigur hafi nú
loksins náðst í viðureign stjórnvalda
við verðbólguna eða hvort við eigum
það á hættu, að verðbólgan blossi upp
á ný innan tíðar. Hvort virðist
líklegra?
Betra jafnvægi
Hér er að ýmsu að hyggja. Margt
hefur tekizt betur en áður við stjórn
efnahagsmála og við kjarasamninga-
gerð undanfarin misseri, auk þess sem
ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa verið
hagstæð. Um árangurinn, sem hefur
náðst, má hafa margt til marks.
Vinnumarkaður er til dæmis í mun
betra jafnvægi en áður. Fyrir 2-3 árum
skorti vinnuafl um allt land.
Vinnuaflsskorturinn nam þá um 2%-
3% af mannaflanum. Við bjuggum
með öðrum orðum við “neikvætt
atvinnuleysi”, sem þessu nam. Nú er
manneklan hins vegar að mestu úr
sögunni, í bili að minnsta kosti, og
skráð atvinnuleysi nemur l%-2% af
mannafla. Það er þó að vísu minna en
talið er samrýmast fullri atvinnu í
nálægum löndum, til dæmis á öðrum
Norðurlöndum. Af þessu má engu að
síður sjá, að mikil umskipti hafa átt
sér stað á vinnumarkaði. Stjórnvöld
hafa átt nokkurn þátt í þessu með því
að stuðla að fjárhagslegri endur-
skipulagningu og sameiningu fyrirtækja
meðal annars, auk þess sem gengi
krónunnar hefur verið haldið stöðugu
í skjóli ákjósanlegra ytri skilyrða. Hitt
er líka mikils vert í þessu viðfangi, að
kauplagi hefur verið haldið mjög í
skefjum fyrir tilstilli verklýðsfélaga og
ÍSBENDING
vinnuveitenda.
Aðra mikilvæga vísbendingu um
betra jafnvægi í efnahagslífinu en áður
er að finna á peningamarkaði. Þegar
verðbólgan rauk upp úr öllu valdi hér á
árunum eftir 1970, dróst peningasparn-
aður verulega saman. Hlutfall peninga-
magns og sparifjár (M3) af þjóðar-
framleiðslu lækkaði úr 40% niður í
fjórðung á fáum árum, en þetta hlutfall
hefur þokazt upp á við aftur í skjóli
verðtryggingar sparifjár undanfarin ár.
I árslok 1989 var peningamagn og
sparifé komið aftur í fyrra horf, þ.e.
upp í 40% af þjðarframleiðslu (sjá
mynd). Vísitölubindingin hefur endur-
vakið trú almennings á gildi sparnaðar
smám saman, og minnkandi verðbólga
hefur lagzt á sömu sveif. Hér hafa þvi
orðið mikil umskipti, eins og að var
stefnt.
Blikur á lofti
Enn eru þó ýmsar blikur á lofti.
Margt bendir til þess, að enn lifi í
verðbólguglæðunum, þótt logarnir hafi
lækkað um hríð.
Aframhaldandi hallarekstur ríkisins
er til dæmis afar óheppilegur við
núverandi aðstæður, og þá er ekki átt
við fjárlagahalla ríkissjóðs í þröngum
skilningi, heldur þensluhallann, sem
svo er nefndur. Þensluhallinn er hafður
til marks um væntanleg þensluáhrif
ríkisumsvifanna í víðum skilningi,
einkum vegna skuldasöfnunar innan
lands og utan langt umfram afborganir
af eldri lánum og vaxtagreiðslur og
afborganir til útlanda á næsta ári. Þessi
vandi er að vísu minni nú en hann væri
að öðrum kosti vegna þess, að meiri
áherzla er lögð á það nú en áður að
afla lánsfjár á innlendum markaði.
Það er framför frá fyrri tíð. Hitt er
lakara, að skuldir okkar erlendis halda
áfram að aukast engu að síður og
skuldabyrðin þyngist að santa skapi.
Hvað sem því líður er betra jafnvægi í
fjármálum ríkis og byggða forsenda
þess, að hægt sé að vinna varanlegan
bug á verðbólgunni í landinu á næstu
árum.
I peningamálum er líka við
verulegan vanda að etja. Hér er ekki
átt við það fyrst og fremst, að ýrnsar
peningastærðir hafa aukizt of hratt að
undanförnu með auknum umsvifum í
efnahagslífinu, heldur líka hitt, að
stjórnvöld kunna að telja sig knúin til
að mæta fyrirsjáanlegum erfiðleikum
lánastofnana vegna veikrar fjárhags-
stöðu ýmissa viðskiptavina þeirra með
fyrirgreiðslu gegnurn Seðlabankann,
þ.e. með peningaprentun. Af þeirri
ástæðu meðal annarra ríður á því nú,
að stjórnvöld haldi vöku sinni í gengis-
málum og vaxtamálum. Asetningur
ríkisstjórnarinnar að draga enn frekar
2