Vísbending


Vísbending - 31.01.1991, Blaðsíða 3

Vísbending - 31.01.1991, Blaðsíða 3
ISBENDING úr verðtryggingu lánsfjár og sparifjár er ótímabær að svo stöddu í ljósi þeirrar verðbólguhættu, sem enn steðjar að. Svo er annað. Fyrirhugaðar orku- framkvæmdir og bygging nýs álvers geta leitt til nýrrar verðbólguöldu, verði þess ekki gætt vandlega að afla lánsfjár til framkvæmdanna hér innan lands að verulegu leyti og láta aðrar framkvæmdir bíða á meðan til að halda aftur af eftirspurn eftir fjármagni og vinnuafli hér heima. Innflutningur erlends vinnuafls gæti verið nauðsyn- legur til að draga úr spennu á vinnu- markaði, meðan framkvæmdirnar standa sem hæst. Betri kjör, bjartari framtíð Svo er eitt enn að endingu. Stjórn- völd eiga eftir að ráðast í nauðsynlega og löngu tímabæra hagræðingu í landbúnaði og sjávarútvegi, þótt nú sé loksins farið að rofa aðeins til á þeim vettvangi. Svo lengi sem það verk er óunnið, er miklum verðmætum kastað á glæ, ýmist með því að halda uppi of mikilli og óhóflega dýrri búvöru- framleiðslu í landi og með því að halda úti of stórum fiskiskipaflota til sjós. Fólkið í landinu sýpur seyðið af þessari sóun. Að vfsu er nokkur von til þess, að frjáls viðskipti með veiði- heimildir í skjóli núgildandi kvótalaga geti leitt til umtalsverðrar hagræðingar í útgerð smám saman, en margt bendir þó til þess, að innheimta veiðigjalds eða sala veiðileyfa á frjálsum og heil- brigðum uppboðsmarkaði sé forsenda frjálsra veiðileyfaviðskipta og um leið nauðsynlegrar hagræðingar í sjávar- útvegi. Auk þess virðist það ólíklegt, að friður geti náðst á vettvangi stjórn- málanna um þá gríðarlegu eigna- tilfærslu og meðfylgjandi söfnun auðs og valda á fáar hendur, sem nú eiga sér stað í skjóli kvótalaganna. Inn- flutningur landbúnaðarafurða í einhverjum mæli í samræmi við þróun mála á alþjóðlegum búvörumarkaði ásamt frjálsri verzlun með fullvirðis- rétt er með líku lagi forsenda nauðsyn- legrar hagræðingar í landbúnaði hér heima. Flagræðing í landbúnaði og sjávar- útvegi ásamt eflingu annarra atvinnu- vega í takt við tímann er nauðsynleg, ekki aðeins til að koma í veg fyrir áframhaldandi verðmætasóun, heldur lfka vegna þess, að annars geta vinnuveitendur í landinu, þar á meðal ríkisvaldið, ekki orðið borgunarmenn fyrir betri launum. Svo lengi sem íslenzkir launamenn halda áfram að bera mun minna út býtum en starfsbræður þeirra í nálægum löndum, þar sem þjóðartekjur á mann eru svipaðar og hér, er hætt við því, að launþegar hér missi þolinmæðina á endanum og heimti hærra kaup. Þetta hefur gerzt oft áður, síðast 1986. Stjórnvöld verða að skapa skilyrði til þess, að vinnuveitendur og ríkisvald geti brugðizt við réttmætum kröfum launþega um betri kjör og bjartari framtíð án þess að þurfa að hleypa kauphækkuninni beint út í verðlagið eins og endranær. Annars getum við átt von á því að lenda í sama fari og áður. f ^ Yerðbólga og sparnaður , 1970-90 (í prósentum) Verðbólga 2)Peningamagn og sparifé (M3) sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. N Heimild: Seðlabanki Islands og Þjóðhagsstofnun.______________________ Hagtölur Fjármagnsmarkaður Meðalútlánsvextir banka og sparisjóða Yerðtryggð 8,2% 21.jan Óvcrðtryggð 14,0% 21.jan Verðbréfiý IB) 285,7 jan Raunáv. 3 mán 5% ár 7% Hlutabréf( HMARK) 715 24.jan fyrir viku 715 Raunáv. 3 mán 39% jan ár 69% jan Verðlag og vinnumarkaður F ramfœrsluvísitala 149,5 jan Verðbólga- 3 mán 6% jan ár 7% jan Framfvís.-spá 149,9* feb (m.v. fast gengi, 150,7* mars ekkert launaskr) 151,7* apríl Laimavísitala 120,1 des-útr. Árshækkun- 3 mán 13% des-útr. -ár 7% des-útr. Kaupmáttur 3 mán 2% des -ár -1% des Laun Alþýðusambandsfólks Dagvinnulaun 73.000 90 3.ársfj Heildarlaun 95.000 90 3.ársfj Vinnutími-ASI (viku) 45,8 90 3.ársfj fyrir ári 46,3 Skorlur á vinnuafli 0,4% sept fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 1,7% des fyrir ári 2,1% Gengi (sala síðastl. mánudag) Bandaríkjadalur 54,7 28.jan fyrir viku 55,2 algeng spá 51-53* mars-maí Sterlingspund 107,4 28.jan fyrir viku 107,1 Pýskt mark 36,8 28.jan fyrir viku 36,7 Japanskl jen 0,414 28.jan fyrir viku 0,416 Erlendar hagtölur Bandaríkin: Verðbólga-ár 6% des Atvinnuleysi 6,1% des fyrir ári 5,3% Hlutabréf (DJ) 2.650 25.jan fyrir viku 2.639 breyting á ári -1% 22.jan Liborvextir 3 mán 7,1% 22.jan Bretland Verðbólga-ár 9% des Atvinnuleysi 6,5% des fyrir ári 5,7% Hlutabréf(FT) 2.103 25.jan fyrir viku 2.103 breyting á ári -9% 22.jan Liborvext. 3 mán 14,0% 25.jan Þýskaland Verðbólga-ár 3% des Atvinnuleysi 6,6% des fyrir ári 7,8% Hlutabréf(Com) 1.675 25.jan fyrir viku 1.701 breyting á ári -24% 22.jan Evróvexlir 3 már i 9,1% 25.jan. Japan Verðbólga-ár 4% nóv Atvinnuleysi 2,1% nóv fyrir ári 2,2% Hlutabréf-ár -38% 22.jan Norðursjávarolía 20,3$ 25.jan fyrir viku 18,8$ mánuði 25,9$ Ath.: Rauntölur eru m.v. framfærsluvís. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.