Vísbending - 31.01.1991, Qupperneq 4
ISBENDING
Dr. Guðmundur
Magnússon:
Sá árangur sem náðst hefur í því að
draga úr verðbólgu að undanförnu er
ánægjulegur og gefur vonir um að
okkur sé ekki alls varnað. Hin
margumtalaða þjóðarsátt hefur slegið
á væntingar um verðbólgu og veitt
stjórnvöldum svigrúm til að beita
nýjum aðferðum í hagstjórn.
Eins og ég fjallaði um nýlega á
spástefnu Stjórnunarfélags íslands tel
ég ýmislegt benda til þess að
svigrúmið verði ekki notað sem skyldi
og að ýmsar blikur séu á lofti í
baráttunni við verðbólguna.
Eg tel að þjóðarsáttin svonefnda
felist ekki hvað síst í gerð
skynsamlegra kjarasamninga og að
hagstæð ytri skilyrði hafi hjálpað til
við að hún skilaði þeim árangri sem
að var stefnt.
En þau atriði sem koma til með að
ráða úrslitum í glímunni við
verðbólguna til langframa eru þessi:
1. Svo virðist sem engin ríkisstjórn
fái hamið aukningu ríkisútgjalda og
hallarekstur ríkisins. Tekjujöfnuður
fjárlaga hefur ekki verið jákvæður
síðan 1984. Verra er að skuld-
bindingar utan fjárlaga aukast stöðugt
og munu gjaldfalla á næstu árum.
2. Peningamálastærðir vaxa mun
hraðar en verðlag. Þetta getur gengið
um hríð en ekki til lengdar. Með
greiðslum í Verðjöfnunarsjóð er þó
að nokkru leyti hantlað gegn
þensluáhrifum af þessurn toga. Lítil
fyrirstaða virðist hins vegar gegn því
að leysa vanda ýmissa sjóða með
lántökum.
3. Tekjuaukning sjómanna hefur
verið mikil og hlýtur að hafa áhrif út
frá sér á aðra launasamninga, valda
meiri kaupgetu í þjóðfélaginu og þar
með meiri innflutningi. Að óbreyttu
gengi eykst viðskiptahallinn strax og
útflutningstekjur hætta að aukast eða
lækka.
4. Brigðmæli á vinnumarkaðnum
eiga eftir að hefna sín í framtíðinni.
5. Reynsla annarra þjóða er sú að
verðbólgan verði ekki knésett netna
með því að draga úr ríkisafskiptum af
framleiðslunni og efla sjálfstæði
seðlabanka. Svo virðist sem
stjórnmálamenn hafi ekki skilið þetta
enn þá. Ef við tökum ekki upp
svipaðar aðferðir á sviði samkeppni
og hagstjórnar og gert hefur verið í
flestum löndum Vestur-Evrópu munum
við dragast aftur úr þeim í lífskjörum.
Um horfur í verðlagsmálum á
næstunni er ég ekki meiri spámaður en
hver annar. Eg tel þó ólíklegt að
verðbólgan verði undir tveggja stafa
tölu á þessu ári.
______________________________I
/
Dr. Ragnar Arnason:
Ýmis merki eru um það, að sú
lækkun verðbólgu, sem átti sér stað á
árinu 1990, sé skammgóður vermir.
Kentur þar ýmislegt til. Mestu máli
skiptir þó tvennt: í fyrsta lagi voru
aðstæður til að draga tímabundið úr
verðbólgu um margt óvenjulega
hagstæðar á árinu 1990. Þessar
aðstæður eru ekki til langframa og
sjást þess nú reyndar þegar merki, að
þær séu að breytast. I öðru lagi hafa
peningastærðir vaxið verulega umfram
verðlag. Því er fyrir hendi uppsafnaður
kaupmáttur, sem getur von bráðar
brotist út í verðlagið. Verður nú vikið
nánar að þessurn atriðum.
Árin 1988 og 1989 voru veruleg
samdráttarár í efnahagslífinu. Lftil
breyting virðist hafa orðið til
batnaðar á árinu 1990. Það virðist því
hafa verið þriðja ár umtalsverðrar
efnahagskreppu á íslandi - þeirrar
lengstu, sem komið hefur síðan 1948-
52. Þessi samdráttur í efnahagslífinu
hefur að sjálfsögðu dregið beinlínis
úr þrýstingi á innlent verðlag. Hin
óbeinu áhrif hafa þó reynst mun
veigameiri. Vegna kreppunnar hefur
svo mjög dregið úr eftirspurn eftir
vinnuafli, að atvinnuleysi er nú meira
en nokkru sinni sfðan 1968-9.
Samningsstaða launþega hefur því
versnað stórlega. Þessar aðstæður á
vinnumarkaðnum eru meginforsendan
fyrir því.að unnt reyndist að ná og
standa við samkomulag það, sem
kennt er við þjóðarsátt. “Þjóðar-
sáttin”, sem er fyrst og fremst
samkomulag um að hefta launa-
hækkanir og lækka þannig hlutdeild
launþega í þjóðartekjunum, er hins
vegar ein helsta ástæðan fyrir minni
verðbólgu á árinu 1990.
Mikilvægt er að átta sig á því, að
“þjóðarsáttin” er í rauninni aðeins
verðstöðvun í nýjum búningi. Hinn nýi
búningur felst í beinni þátttöku aðila
1991
vinnumarkaðarins í verðstöðvuninni.
Þessi aðferð við verðstöðvun er því
talsvert skilvirkari en ella. Sem aðferð
við verðstöðvun er “þjóðarsáttin” á
hinn bóginn háð öllum annmörkum
verðstöðvana. Hún er félags-pólitísk
en ekki hagræn aðgerð. Hún felur í sér
frestun og uppsöfnun án hagrænna
forsendna. Því eru hverfandi líkur á því,
að hún geti orðið varanleg. Nær víst
ntá telja, að jafnskjótt og rofar til í
efnahagsmálum og eftirspurn eftir
vinnuafli vex, muni launþegar freista
þess að bæta sér kjaraskerðinguna og
auka lilut sinn í þjóðartekjunum.
Atvinnurekendur myndu þá sem
endranær verja hlut sinn með
verðhækkunum. Þar með tæki
verðbólguhjólið að snúast á ný með
hefðbundnum hætti.
Enda þótt lítið hafi rofað til í
efnahagsmálum, sjást nokkur rnerki um
að brestir séu að koma í “þjóðar-
sáttina”. Ýmsir hópar launþega hafa
gert kröfur urn meiri kjarabætur og
sumir, eins og t.d. sjómenn, hafa náð
þeim fram. Þá eru uppi áform um
stórkostlegar fjárfestingar í álbræðslu
og orkumannvirkjum. Framkvæmdir
þær, sem fyrirhugaðar eru, ntunu
vafalaust auka eftirspurn eftir vinnuafli
og auka þenslu, jafnvel þótt stjórnvöld
legðu kapp á að hamla gegn slíku.
Þetta hefði tvíþætt áhrif. Þenslan yrði
til að hækka vinnulaun, hvað sem
öllum samningum liði og forsendur
þjóðarsáttar brystu.
Það eina sem getur hugsanlega
viðhaldið þjóðarsáttinni í núverandi
mynd er áframhaldandi kreppuástand
eða í það minnsta verulegt
efnahagslegt aðhald í efnahagslífinu.
Þar sem slíkri efnahagsstefnu fylgdi
auðvitað, að lífskjör hér á landi héldu
áfram að dragast aftur úr lífskjörum í
nágrannalöndum, er hins vegar ólíklegt,
að urn hana skapaðist þjóðarsátt.
Hin meginástæðan fyrir því, að
vænta má vaxandi verðbólgu á
komandi misserum er aukningin í
raunvirði peningamagns í hagkerfinu.
Vöxtur peningastærða hefur allt árið
1990 og fram á þennan dag verið
verulega yfir verðbólguhraðanum.
Þetta þýðir, að heimili og fyrirtæki búa
nú yfir miklu rneira lausafé en t.d. í lok
árs 1989. Eina ástæðan fyrir því, að
þetta aukna peningamagn hefur ekki
enn kynt undir verðbólgunni er, að
aðilar hagkerfisins hafa verið
reiðubúnir til að auka raunvirði þeirra
peninga, sem þeir hafa undir höndurn.
4