Vísbending


Vísbending - 31.01.1991, Side 6

Vísbending - 31.01.1991, Side 6
aðurinn fái að þróast sem frjálsast, þ.m.t. á sviði vaxtamála og að aukin samkeppni verði milli peninga- stofnana. Búast má við aukinni eftir- spurn eftir lánsfé á þessu og næsta ári. Þótt ríkissjóðshalli á síðasta ári sé áhyggjuefni, þá er það jákvætt að fjármögnunin var nær öll innanlands. Það getur hins vegar orðið erfitt á þessu ári samfara aukningu láns- fjárþarfar atvinnulífsins. Sú þróun getur auðveldlega knúið vexti upp á við á þessu ári. Húsbréfakerfið veldur einnig áhyggjum. Því má vel velta fyrir sér hvort of mikið fjármagn sé bundið til of langs tíma í einni grein eins og húsnæðislánakerfið er skipulagt. Sveiflur í innflutningsverðlagi ráðast verulega af tveimur þáttum. Annars vegar af stríðinu við Persaflóa og áhrifum þess m.a. á olíuverð og á stöðugleika á mörkuðum og hins vegar af þróun í Austur-Evrópu. Hvort tveggja eru svið sem nær ógerlegt er að spá um með nokkurri vissu. Gera má ráð fyrir samningum um álver og að framkvæmdir í tengslum við það verði aðallega á árinu 1992 og síðar. Þessu verður að fylgja samdráttur á öðrum sviðum, til dæmis á verksviði ríkis og sveitarfélaga, þannig að ekki myndist umfram- eftirspum, m.a. eftir vinnuafli sem getur raskað jafnvægi á launa- og vinnumarkaði. Ekki virðist vera alvarleg umræða í gangi um að líta á væntan-legar framkvæmdir með hliðsjón af álveri á Keilisnesi og draga saman seglin á öðrum sviðum. Byggðamál og launastefna Eitt erfiðasta verkefnið verður að endurmeta byggðastefnuna og leita sátta milli dreifbýlis og þéttbýlis. Slíkt gerist ekki nema með stórfelldri sam- einingu sveitarfélaga á landsbyggðinni og skapa þannig einingar sem geta atvinnu-, mennta- og félagslega verið eðlilegt og eftirsóknarvert mótvægi við þéttbýliskjarnana á Suðvestur- landi. Víðáttumikil sveitarfélög sem ekki ná 1.500 fbúum munu eiga erfitt uppdráttar á næstu árum. Byggðastefna sem byggist á lánum til atvinnurekstrar án þess að líta til ytri aðstæðna hefur ekki og mun ekki skila því sem til er ætlast. Lausnir á þessu sviði verða mjög erfiðar í framkvæmd og umdeildar. Þótt sá sjór sem við siglum nú í sé tiltölulega lygn, þá eru blikur á lofti. Ytri aðstæður eins og olíuverðs- hækkanir og loðnubrestur eru okkur óhagstæðar og draga úr lífskjörum, þannig að líklega næst ekki sá hagvöxtur sem vonast var eftir á þessu ári. í fyrra var lækkun kaupmáttar stöðvuð, en 1989 eða árið fyrir þjóðarsátt rýrnaði kaupmáttur ráðstöfunartekna um 10%. Hófsamir kjarasamningar í haust og aukin markaðsvæðing peningamála eru nauðsynlegir þættir í áframhaldi þjóðarsáttar. Fyrsta þætti þjóðarsáttar, sem lýkur í september, var aldrei ætlað annað en að ná jafnvægi til nokkurs tíma til að gefa ráðrúm til nýrrar sóknar til hagvaxtar. Það kraumar undir vegna launakjara margra hópa og núverandi láglaunastefna gagnvart ríkisstarfs- mönnum er mjög varhugaverð. Þetta verður að breytast til að ekki komi til atgervisflótta til útlanda á næstu árum. Fólksflutningar og efnahagsstefna Þróunin er ör í kringum okkur. Landamæri hverfa og breytingar á búsetu eftir lífskjörum munu verða miklu almennari, ekki aðeins hér innanlands heldur líka gagnvart útlöndum. Fólk hefur undanfarin ár flust frekar til Suðvesturlands vegna þess að þar eru lífskjör betri að mati þess. Hér er ekki eingöngu átt við efnahagsleg lífskjör heldur ekki hvað síst félagslega betri stöðu, betri aðstöðu til mennta, á sviði heilbrigðismála, tómstunda og þannig mætti lengi telja. Alveg eins og Suðvesturland hefur dregið til sín fólk vegna betri lífskjara í víðum skilningi, verða það útlönd sem taka við hlutverki Suðvesturlandsins, ef við gætum okkar ekki. Þess vegna verður efnahags- stjórnunin á þessu ári fyrir atbeina næstu ríkisstjórnar að miðast við að festa árangur ársins 1990 í sessi, sækja fram og jafna kjör með heilbrigðara og frjálsara efnahagskerfi að leiðarljósi. Þetta er mikilvægt til að við höldum okkar hlut í lífskjörum, ekki á þessu eða næsta ári heldur árið 2000. Þetta er lífsnauðsynlegt svo að við getum tekið þátt í sífellt nánara fjölþjóðlegu samstarfi af styrkleika og reisn. Hvort fylgt verður skynsömum ráðleggingum hagfræðinga eða ekki og hvort þrek og hugrekki sé til staðar að ráðast að rótgrónum vandamálum er ómögulegt að segja til um. Prófessor Parkinson, sem Parkinsonslögmálið er kennt við sagði líka. “Það er ekki í verkahring grasafræðings að reyta illgresi úr görðum manna. Hann gerir skyldu sína, ef hann segir til, hve hratt það vex”. ÍSBENDING Atvinnuleysi óvenjumikið árið 1990 en virðist fara minnkandi Atvinnuleysi var óvenjumikið árið 1990, eða 1,7% af framboði vinnuafls. Er það nokkru minna en Þjóðhags- stofnun hafði gert ráð fyrir, en í Þjóð- hagsspá var reiknað með 2% atvinnu- leysi á árinu. Til samanburðar má nefna að 1989 var atvinnuleysi 1,4% og 0,6% 1988. Atvinnuleysi virðist fara minnkandi núna. Framan af árinu 1990 var atvinnuleysi mun meira en árið á undan, en á síðustu mánuðum ársins var það minna en þá. Atvinnuleysi minnkaði mest í september og þá einkum í Reykjavík. í desember síðastliðnum var atvinnu- leysi 1,7%, en 2,1% árið á undan. Þetta er í samræmi við vinnumarkaðs- kannanir Þjóðhagsstofnunar og Félagsmálaráðuneytisins, en þar mældist í fyrra nokkur skortur á vinnu- afli (0,2-0,4%) en það hafði ekki gerst áður síðan 1988. Atvinnuleysi var 2,3% meðal kvenna árið 1990, en 1,4% hjá körlum. Á Vesturlandi og Suðurlandi var atvinnuleysi mest, eða 2,6%. Atvinnuleysi hjá konum var mest á Vesturlandi, eða 5,1%. Atvinnuleysi kvenna minnkaði meira á árinu en hjá körlum. y Samdráttur í Bandaríkjunum Þjóðarframleiðsla í Bandarfkjunum dróst saman með rúmlega 2,1% árshraða á fjórða ársfjórðungi 1990. Lauk þá samfelldu hagvaxtarskeiði sem staðið hafði frá því seint á árinu 1982. Atvinnuleysi var rúm 5% árið 1989, en það hefur nú stigið í 6,1%. Peningayfirvöld hafa létt á peninga- stefnu að undanfömu til þess að draga úr samdrættinum. Vextir þriggja mánaða ríkisvíxla hafa á nokkrum misserum lækkað úr tæpum 8% í rúm 6%. Ársverðbólga er nú rúm 6% í Bandaríkjunum, en heldur virðist hafa dregið úr verðhækkunum að undan- förnu. Það bendir til þess að óhætt hafi verið að lækka vextina. Gengi bandaríkjadals hækkaði nokkuð þegar tölur um þjóðarframleiðslu á fjórða ársfjórðungi birtust, því að búist hafði verið við meiri samdrætti, en almennt er þó spáð fallandi gengi dalsins á næstunni. Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson. Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg hf. Öll réttindi áskilin. Ljósritun óheimil. 6

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.