Vísbending


Vísbending - 29.02.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.02.1992, Blaðsíða 2
vöruverð lækkaði. Gæti hugsast að rétta verkefnið í sjávarútvegi sé ekki að reka meðaltalið á sléttu? Kannski er réttara að spyrja: Er svo illa búið að út- vegi hér á landi að enginn nenni að sækjafiskinn útá sjó? Eðaergróðavonin kannski svo mikil að allt of margir séu að vasast í þessu? A mörgum er það að skilja að þjóðarhag væri betur borgið ef togurum og frystihúsum fækkaði um 20%. Jafnvægi í viðskiptum við útlönd I Austur-Evrópu var þjónusta lengi vel ekki talin til þjóðarframleiðslu. Þetta leiddi til þess að lestakerfi var látið drabbast niður, en allt kapp lagt á að efla iðnað. Þannig geturrangt verðmætamat stjómvaldabrenglaðáherslurþeirra. Hér á Iandi hafa stjórnvöld metið gjaldeyrissköpun meira en flest annað. Af þeirri ástæðu meðal annars hafa þau stuðlað að of ntiklum fjárfestingum í sjávarútvegi. Þótt mikilvægt sé að afla gjaldeyris má ekki halda að það þurfi að verameira virði en önnuratvinna. Fiskur sem Vestfirðingar selja Reykvíkingum er ekki ómerkilegri en sá sem þeir flytja til útlanda. Samternauðsynlegtaðhaga efnahagsstjórn þannig að útflutningur og innflutningur verði ekki of ódýr miðað við vörur og þjónustu sem verslað er með innanlands. Ef svo ferer hættaáaðhalli verði á viðskiptajöfnuði og skuldir safnist erlendis. Hallann má jafna með því að lækka gengi krónunnar, en einnig má reyna að koma á jafnvægi með því að draga úr innlendri eftirspurn, til dæmis með því að draga úr halla á ríkisrekstri. Fast gengi er skilyrði þess að stöðugleiki haldist í verðlagi og því verðúr að mæla með því að síðarnefnda leiðin sé farin. Hér verður líka að hafa íhuga aðjafnvægi á viðskiptajöfnuði er langtímamarkmið og óþarfi er að rjúka til ef útflutningur dregst aðeins saman í stuttan tíma. Atvinnubætur Mikilvægi fiskvinnslu fyrir atvinnu á landsbyggðinni séstáatvinnuleysistölum fyrir janúarmánuð, en þá höfðu mörg fiskvinnslufyrirtæki sagt upp fólki vegna hráefnisskorts. Tap áfrystingu og söltun er nú um 8% af tekjum el' marka má könnunÞjóðhagsstofnunar. Víðavirðist rekstur fremur stundaður til atvinnubóta en af gróðavon. Fólk í sjávarþorpum gcrirþákröfu til útvegsfyrirtækjaað þau haldi atvinnu uppi, enda yrði byggð víða í hættu ef þau hættu rekstri. Slæm afkoma fiskvinnslu hefur þó komið fram í því að hún hefurekki verið samkeppnis- fær í launum. Störf við að vinna fisk hafa því ekki freistað nægilega margra ISBENDING heimamanna. Fyrirtækin hafa ráðið erlent starfsfólk, sem kemur hingað í ævintýraleit, lil þess að fylla í skörðin. Fiskvinnslan hefur einnig átt erfitt með að bjóða nógu hátt fiskverð. Skorður eru settar við siglingum með afla til erlendra hafna og útflutningi á ferskum fiski og er það meðal annars gert til þess að vernda fiskvinnslu í landi (sjá Vísbendingu 12. september 1991). Kvótaálag vegna útttutnings á ferskum þorski og ýsu var hækkað úr 15% í 20% í byrjun árs 1991. Þetta á þátl í því að ísfiskútflutningur minnkaði mikið á þessum tegundum í fyrra, en hlutur landfrystingar jókst (sjá mynd á forsíðu). I haust kynnti sjávarútvegs- ráðherra lillögur að nýjum reglum um frystitogara. Þær eiga að tryggja að- búnað skipverja og vörugæði, en ekki var dregin dul á það að þeim væri einnig ætlað að sporna við því að frysting flyttist út á sjó. Eðlilegt er að fólk óttist atvinnuleysi, en fara verður mjög varlega í aðgerðir til atvinnubóta, því að þær geta dregið úr hagkvæmni framleiðslu og spillt samkeppnisstöðu íslenskraatvinnuvega. /Atvinnuleysi í janúar 1992, % Konur Karlar Alls Höfuöborgarsvæði 1,3 1,8 1,6 Vesturland 5,2 2,3 3,4 Vestfirðir 0,8 0,6 0,7 Norðurland vestra 6,9 6,9 6,9 Norðurland eystra 7,7 5,7 6,5 Austurland 7,9 4,2 5,6 Suðurland 8,5 5,1 6,4 Suðurnes 11,8 4,0 7,0 Landið alll 3,6 2,9 3,2 Landsbyggðin 7,3 4,3 5,5 Höfuðborgarsvœðið 1,3 1,8 1,6 Heimild: Félagsmálaráðuneytið ^ .1 Hlutverk launakerfa Þórólfur Matthíasson Kjarasamningar fara nú í hönd. Það er því líklegt að umræða næstu vikna snúist um laun og launaþróun, samanburð milli starfsstétta og annað hefðbundið karp á þeim vettvangi. Ég ætlaekki að blanda mér í þá umræðu nú. Þess í stað langar mig til að deila með lesendum Vísbendingar hugleiðingum um hlutverk launa og tilgang launakerfa. Hlutverk launa Við fyrstu sýn virðist ekki ýkja erfitt að svara þeirri spurningu hvert hlutverk launa sé. Staðlað svar rekstrarhag- fræðinnar hljómar eitthvað á þá leið að laun séu sú leigasem vinnveitandi greiðir launþega fyrir afnot af starfsgetu laun- þegans. En þegar kemur að því að kafa dýpra kemur í ljós að viðfangsefnið er erfiðara en leit út fyrir í fyrstu atrennu. Hver spurning sem svar fæst við fæðir af sér þrjár eða fjórar nýjar. Mér hefur virst skynsamlegt að reyna að átta sig á vandamálinu með því að skoða hvert hlutverk launa sé annars vegar gagnvart launþega og hins vegar gagnvart vinnuveitanda. Gagnvart almennum launþegaeru laun umbun fyrir þann tíma sem hann getur ekki notað í eigin þágu vegna skuld- bindinga sinna við vinnuveitandann. Launþeginn gæti nýtt tíma sinn til fram- leiðslustarfa í eigin þágu eða til tómstundaslarfa. Þannig má líta á launin sem umbun fyrir þá fórn sem launþeginn færir með þessu. Vinnuveitandinn hefur í fæstum tilvikum áhuga á tíma starfsmanna. Hann hefur fyrst og fremst áhuga á verðmæti framleiðslunnar sem eftir starfsmanninn liggur. Þannig eru launagreiðslur fyrst og fremst kostnaðarliður hjá vinnu- veitandanum. Sum launakerfi eru fyrst og fremst sniðin að því að greiða fyrir þann tíma sem launþeginn veitir vinnuveitandanum ráðstöfunarrétt yfir. Viku- og mánaðar- kaupskerfi eru af þessum toga. Önnur launakerfi eru fremur miðuð að því að greiða launþeganum fyrir það gagn, ímyndað eða raunverulegt, sem hann gerir vinnuveitandanum. Undir þennan flokk falla bónus- og ákvæðisvinnukerfi og hlutaskiptakerfi ýmiskonar. Hugtakið bónuskerfi verður reyndar að skilja nokkuð breiðum skilningi. Undir það má fella það sem við venjulega köllum fastlaunakerfi ef launþeginn getur unnið sig milli flokka með því að vera lengi í starfi hjá sama vinnuveitanda, eða á annan hátt haft veruleg áhrif á launaþróun með alferli sínu. Hverjir fá greidd föst laun? Yfirleitt virðist lægst launaða fólkið vera á fastlaunasamningi einhvers konar. Ein af ástæðunum fyrir því að þeir sem hærra eru launaðir eru oft á einhvers 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.