Vísbending


Vísbending - 19.03.1992, Síða 1

Vísbending - 19.03.1992, Síða 1
V Vi k u ÍSBENDING rit u m viðskipti og efnahagsmál 19. mars 1992 12. tbl. 10. árg. Hrein skuld íslendinga við útlönd, % af vergri landsframleiðslu Viðskiptahalli, % af vergri landsframleiðslu Samkvæmt opinberum tölum var viðskiptahalli 3,5% vergrarþjóðarframleiðslu 1982-1991. Ef sá hluti vaxtagreiðslna sem samsvarar verðbótum er dreginn frá lækkar talan í 1,5%. Heimildir: Seðlabanki, Þjóðhagsstofnun, eigin útreikningar, 1992: Spá. ViðskiptahaUi er ofmetinn Sjávarútvegsráðherra benti á það í ræðu um helgina að í áratugi hefði verið nær samfelldur halli á viðskipta- jöfnuði. Þetta notaði ráðherrann til þess að rökstyðja þá skoðun sína að gengi krónunnar hefði jafnan verið of hátt skráð. I framhaldi af þessum orðum er við hæfi að skoða betur tölur um halla á viðskiptum Islendinga við útlönd. Á liðnu ári var viðskiptahalli ríflega 18 milljarðar, eða tæp 5% vergrar landsframleiðslu. Áriðáðurvarhallinn tæplega3%. IáætlunÞjóðhagsstofnunar frá því í deseinber 1991 (þeirri nýjustu sem hefur verið birt) er þvf spáð að hann verði enn mikill 1992, eða rúm 4% landsframleiðslu. Að meðaltali var hallinn 3,5% vergrar lands- framleiðslu áratuginn 1982-1991. Þetta lítur ískyggilega út, og því kemur kannski á óvart að hlutfall hreinnar skuldar við útlönd af landsframleiðslu hefur lítið breyst frá miðjum níunda áratugnum (sjá mynd). Þó ferþví fjarri að ástandið sé gott, skuldahlutfallið jókst mjög framan af 9. áratugnum og er mun hærra en áratuginn á undan. Þáerþetta hlutfall mun hærra en annars staðar á Norðurlöndum. Árið 1989 var það lægst í Finnlandi, 17%, en hæst utan íslands í Danmörku, 39%. Á íslandi var skuldahlutfallið þá 48%. En þróunin hér er þó ekki eins slæm og mætti halda þegar opinberar tölur um viðskiptahalla eru skoðaðar. í GreinarumhlutafélögN Vísbending hyggst á næstunni birta greinar um afkomu og horfur allra hlutafélaga á almennum hlutabréfa- markaði í kjölfar aðalfunda þeirra. í niðurlagi hverrargreinarkemurfram ábending höfundar um hlutabréfa- viðskipti og getur hún orðið á þrjá vegu: Kaupa, halda óbreyttu eða selja. Er þá tekið mið af því hvort búast megi við að afkoma og eignabreytingar réttlæti hækkun eða lækkun á verði hlutabréfanna á næstunni. Þegar hafa birst greinar um Sæplast og Hampiðjuna og í þessu tölublaði er fjallað um Eimskip. Verðbólgureikningsskil í utanríkisverslun? Eftir að verðbólga jókst á áttunda áratugnum varalgengtaðfyrirtæki væru gerð upp með tapi árum saman þótt hagur þeirra færi í raun batnandi. Fyrirtæki sem skulduðu mikið færðu háar vaxtagreiðslurtil gjalda íbókhaldi sínu þótt raunvextir væru jafnan undir núlli og sannleikurinn væri sá að þau högnuðust á því að skulda. Þetta var lagfært árið 1979 þegar tekin voru upp verðbólgureikningsskil í bókhaldi fyrirtækja hér á landi og verðbreytinga- færsla innleidd. Opinberar tölur um utanríkisverslun hafa ekki verið lagfærðar á þennan hátt. íslendingar miða þjóðhagsreikningagerð sína við alþjóðlegan staðal, þjóðhagsreikninga- kerfi Sameinuðu þjóðanna, en þar er miðað við nafnvexti en ekki raunvexti. I Sögulegu yfirliti Iwgtalna frá Þjóðhagsstofnun má finna mat á raunvaxtagreiðslum Islendingatil ársins 1988 ásamt tölum um nafnvexti. Sú röð var framlengd með því að beita svipuðunt aðferðum og Þjóðhags- stofnun. Misntunur raunvaxta og nafnvaxta er dreginn frá viðskipta- hallanunt (sjá mynd). Með slíkri leiðréttingu hefði hallinn aðeins verið um 1,5% landsframleiðslu á árunum 1982-1991, en ekki 3,5% eins og opin- berar tölur gefa til kynna. Þetta eru ekki nákvæmir útreikningar en óhætt er þó að fully rða að lægri talan er mun nær sanni en hin. Árið 1991 greidduíslendingartæplega 15 milljarða króna í vexti til útlanda umfram vaxtatekjur. Sennilega er um helmingur, 7-8 milljarðar, aðeins uppbót fyrir verðbólgu. Viðskiptahallinn varí fyrra rúmir 18 milljarðar, en þegar þessar verðbætur hafa verið dregnar frá, er hann kominn niður í 10-11 milljarða. Þetta má orða á annan hátt: Á meðan sömu uppgjörsaðferðir eru notaðar og nú, er engin ástæða til þess að hafa áhyggjuraf 7-8 milljarða viðskiptahalla. # Viðskiptahalli er ofmetinn # Opinher rekstur: Hagrœðing Kerfið er samkeppnistœki Þjóðarhókhlaða # Eimskipafélagið

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.