Vísbending


Vísbending - 19.03.1992, Qupperneq 4

Vísbending - 19.03.1992, Qupperneq 4
Þjóðarbókhlaða: Langur byggingartími eykur kostnað um 30% Meðal skýringa, sem nefndar hafa verið á því að Flugstöð, Perla og Ráðhús reyndust miklu dýrari en áætlað var í upphafi, eru of lítill undirbúningur og mikill framkvæmdahraði. Miklu al- gengara er þó að opinber mannvirki séu allt of lengi í smíðum. Fimmtán ár liðu frá því að farið var að grafa fyrir Borgar- spítalanum og þartil fyrstu sjúklingamir lögðust inn. Núna er hluti hússins ófullgerður og ekki séð hvenær farið verðurað notahann. Sjúkrahús á Isafirði var búið að vera tíu ár í smíðum þegar sjúklingar voru fluttir þangað, en áður var reyndar byrjað að nota hluta þess. Þá má nefna K-byggingu Landspítalans, en ætla má að tuttugu ár líði frá því að smíði hússins hófstog þar til henni lýkur. Stór hluti hússins verður ónotaður allt þartil það erfullbúið. Þekktasta dæmið um seinagang er þó Þjóðarbókhlaðan, en að minnsta kosti 17 árlíða frá því að byrjað var að reisa hana þar lil hún verður opnuð. Slfkur seinagangur er dýr af ýmsum ástæðum: Mikið fé er bundið í hálfkláruðum mannvirkjum, sem standa ónotuð og engum til gagns. Þau slitna og eyðast á byggingartímanum, þannig að þau endast skemur eftir að þau eru tilbúin. í þriðja lagi hljóta mjög smáir verkáfangar jafnan að vera óhagkvæmir, því að flytja þarf tæki og fólk á staðinn og setja sig inn í aðstæður í hvert skipti sem hafist er handa. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir að þetta eru ekki skynsamleg vinnubrögð, en þeim er jafnan mjög í mun að geta bent kjósendum sínum á að eitthvað hafi gerst í sem flestum nauðsynja- málum. Því hallast margir þeirra að því að gaufa f mörgu í stað þess að sinna nokkrum verkefnum af krafti. Lög um opinberar fram- kvæmdir: Aðeins skal ráðist í nýtanlega áfanga Síðla árs 1965 skipaði fjármála- ráðherra nefnd til þess að vinna að tillögum um hvernig framkvæmdafé ríkisins mætti nýtast beturen vcrið hefði. Nefndin skilaði skýrslu vorið 1966 og segir þar ineðal annars: „Ráðizt er í fleiriframkvæmdiríeinu entjármagnið leyfir, sem til þeirra er veitt, svo að unnt sé að halda hverju verki áfram með þeim hraða, sem er nauðsynlegur til að hagkvæm framk væmd verkanna geti átt sérstað...Sífelldurfjárskorturveldur töfum, sem verða beinn kostnaðarauki, og draga auk þess verk óeðlilega á langinn og valda þannig óbeinum aukakostnaði. Fjárskortur veldur því, að hugsun þeirra, sent framkvæma verkin, beinist rneir að fjáröflun en góðri nýtingu fjárins...Tímasetning verður ónákvæm. Verkið hefst strax og eitthvert fé er til, en að jafnaði veit enginn, hvenær því lýkur og það verður nothæft.“ Upp úrtillögum nefndarinnar um úrbætur var samið frumvarp um opinberar framkvæmdir sem varð að lögum árið 1970. Eitt meginmarkmið laganna er að tryggja sem stystan framkvæmdatíma. Þarermeðal annars kveðið á um að í upphafi verks skuli gerð nákvæm kostnaðar- og tímaáætlun. Aðeins skuli hafist handa við nýtanlega áfanga verka. 1 fjárlaga- frumvarpi skal tilgreina fjárveitingar sem falla á seinni fjárlagaár, allt til verkloka. í fyrstu var reynt að haga opinberum framkvæmdum í samræmi við það sem hér var ákveðið, en fljótlega sótti aftur í sama farið. Þjóðarbókhlaða: Auka- kostnaður vegna seina- gangs er 800 milljónir Árið 1970 ályklaði alþingi að reist skyldi Þjóðarbókhlaða, sem myndi rúma Landsbókasafn og Háskóla- bókasaln, í tilefni ellefu hundruð ára afmælislslandsbyggðar 1974. Ánæstu árum var húsið hannað, en í fram- kvæmdaáætlun, sem gerð var um mitt ár 1973, var gert ráð fyrir að verkinu skyldi lokið á fjórum árum og ÍSBENDING bókhlaðan yrði þvífullgerð 1977. Ekki var þó byrjað á smíðinni fyrr en 1978. Nú, fjórtán árum síðar, er aðeins lokið ríflega 40% verksins. Rúmlega einum milljarði króna hefur verið veitt í smíðina, en alls er gert ráð fyrir að verkið kosti rúmlega tvo og hálfan milljarð. Nú er ætlunin að setja kraft í verkið og ljúka því á þremur árum. Á fjárlögum fyrir 1992 er 335 milljónum veitt til bókhlöðunnar, mun meira en nokkru sinni fyrr (við þettabætist svo fé semllystfrá 1991,sjámynd). Ætluniner að veita enn meira í smíðina næstu tvö ár, en gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið 1994. En þótt nú sé ætlunin að hespa verkið af er ekki enn ljóst hverjar efndir verða. Árið 1986 voru til dæmis sett lög um sérstakan eignarskatt sem skyldi standa straum af smíðinni. Aðeins lítill hluti skattsins hefur farið í bók- hlöðuna. Árið 1990 voru til dæmis tæplega 170 milljónir innheimtar (á verðlagi 1992), en minnaen helmingur, eða um 75 milljónir, rann til verksins. Hér á eftir er þó gert ráð fyrir að framkvæmdaáætlun standist og verkinu ljúki 1994. Fjármagnskostnaður af því fé sem bundið er í húsinu er miðaður við vexti spariskírteina á byggingartíma. Enn fremur er húsið afskrifað um 2% á ári á meðan verið er að koma því upp. Algengt er að húsnæði sé afskrifað með þeirn hraða í reikningum fy rirtækja, en þess má geta að nú þegar er viðhaldskostnaður bókhlöðunnar orðinn töluverður. Bókfærður kostnaður við húsið, að þessum tveimur liðum viðbættum, er svo borinn saman við kostnað við að reisa það á tveimur árum. Fróðir menn telja að vel hefði mátt vinna verkið á þeim tíma, ef vel hefði verið að því staðið. Mis- munurinn er um 800 milljónir, en það þýðir að of langur byggingartími hefur aukið kostnað við húsið um 30%. 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.