Vísbending


Vísbending - 14.06.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.06.1992, Blaðsíða 3
Nýtt fiskeldis- ævintýri? Tryggvi Þór Herbertsson I júlí n.k. gengur í gildi reglugerð sem ætlað er að draga úr loftmengun frá bif- reiðum. Reglugerð þessi gerir ráð fyrir að eftir fyrsta júlí 1992 verði allar bifreiðar sem fluttar eru til landsins búnar sk.hvarfakútumen þeirdragaúrmengun í útblæstri bifreiða. Greinarstúf þessum er ætlað að varpa ljósi á nokkrar athyglisverðar niðurstöður hvað varðar kostnað vegna reglugerðarinnar og einnig, ef vel tekst til, að koma af stað umræðu um málið. Þegar stemma á stigu við mengun eru flestir sammála um að hið opinbera verði að ganga frant fyrir skjöldu við stefnu- mótun, markmiðssetningu og sam- ræmingu aðgerða. Sú leið sem löggjafar- valdið hefur valið til að minnka loft- mengun af völdum bifreiða er annars vegar að skattleggja eldsneyti mis-mikið eftir því hve mikil mengun hlýst af því oghins vegarað skyldabifreiðaeigendur til að búa bifreiðar sínar hvarfakútum. En hversu áhrifaríkareru þessaraðgerðir og þá sérstaklega reglugerðin? Kostnaður vegna hvarfakúta Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hækkar innkaupsverð bifreiða um 60 þúsund krónur' pr. bifreiðsé hún búinhvarfakút. Ef skoðaðar eru tölur yfir innflutning bifreiða á tjögurra ára tímabili og þær margfaldaðar með kostnaðinum vegna hvarfakútanna má e.t.v. gera sér í hugarlund hver kóstnaðurinn af völdum reglugerðarinnar er fyrir þjóðfélagið. Kostnaður við hvarfakúta Ar Inn- Kostnaður flutningur í milljónum bifreiða króna 1986 14.676 881 1987 21.875 1.313 1988 13.817 829 1989 6.595 396 Eins og sjá má á þessum tölum er um verulegar upphæðir að ræða. Ef hvarfakútarnir gera það gagn sem menn gerðu ráð fyrirþegarreglugerðin varsett má segja að þetta sé sú fórn sem Islendingar eru tilbúnir til að færa fyrir minni loftmengun. 1 fréttum Ríkis- sjónvarpsins fyrir nokkru kom hins vegar fram að h varfakútar gera lítið sent ekkert gagn nema bílvélin gangi jafnan snúningshraða. Þarsent stórhluti keyrslu Islendinga fer frarn innanbæjar er hægt að álykta sem svo að kútarnir gagnist Islendingum lítið í baráttunni við loftmengun. Astæðan fyrir þessu er sú að í innanbæjarakstri gengur bílvélin nánast aldrei jafnan snúningshraða. Áhrif reglugerðar Reglugerðin er selt í þeirri trú að verið sé að stemma stigu við loftmengun og er það verðugt markmið, en sú spurning vaknar óneitanlega hvort kostnaðurinn sé meiri en ábatinn, þ.e. hver sé hinn raunverulegi hagnaður. Til að svara spurningum sem þessari hefurhagfræðin liltækt verkfæri eða öllu heldur aðferð sem kölluð hefur verið kostnaðar- nytjagreining. Kostnaðar-nytjagreining er fólgin í því að ábati af tiltekinni framkvæmd er skoðaður yfir tíma og borinn saman við þann kostnað sem af framkvæmdinni hlýst. Abati fram yfir kostnað, þ.e. hreinn ábati, er síðan færður til í tíma (núvirtur) með hæfilegum reiknivöxtum. Eftir að ábatinn hefur verið færður t i 1 í tíma stendur eftir fjárhæð sem ol't og tíðum er kölluð þjóðhagslegur hagnaður vegna framkvæihdarinnar. Hefðbundin kostnaðar-nytjagreining gerir ráð fyrir því að verkefni hins opinbera verði að fela í sér aukna velferð þegnanna ef ráðasl á í þau. Ef menn eru tilbúnir til að gefa sér ákveðnar einföldunarforsendurtilað skiljaþáfórn sem þjóðfélagsþegnarnir færa vegna reglugerðarinnar, er hægt að fá fram kostnaðinn vegna hennar um ófyrirsjáanlega framtíð. Einföldunar- forsendumar eru þessar: Að ávallt séu fluttar inn 15 þúsund bifreiðar á ári, að engar tæknibreytingar séu fy rirsjáanlegar og að verð hvarfakútanna sé ávallt hið sama, m.ö.o. að allar aðstæður verði ISBENDING sambærilegar við það sem þær eru nú. Til að geta reiknað núvirði kostnaðarins þarf eina forsendu í viðbót, þ.e. reiknivexti þjóðfélagsins sent í þessu dæmi eru 6%. Þess má geta að reiknivexlirþeirsem notaðireru viðmat á fjárfestingarkostum annars staðar á Norðurlöndum, eru yfirleitt á bilinu 5 - 7%. Það er skemmst frá því að segja að kostnaðurinn er um 15 milljarðar á núvirði. Þó að sumir kostnaðarliðirnir kunni að reynast ofreiknaðir eru 15 milljarðar trúlega nærri lagi þar sem annar kostnaður sent talið er að hvarfakútar leggi á bifreiðaeigendur vegur að verulegu leyti upp óvissuna, þ.e. talið er að hvarfakútar auki bensíneyðslu bifreiða og auk þess kalla kútamir á kostnaðarsamt viðhald. Niðurstöður Tölumarhér aðframan eru sláandi og efáðurgreindarfréttirRíkissjónvarpsins um að hvarfakútar virki lítið sem ekki neitl við íslenskar aðstæður eru réttar, er héralvarlegt mál áferðinni. 15 milljarðar eru umtalsverð upphæð og erfitt fyrir almenning að henda reiður á henni. Til að gera sér beturgrein fyrirhvaðhægt sé að nota upphæðina í er rétt að laka dæmi. Hægt væri að endurtaka loðdýra- og fiskeldisævintýrið eða kaupa hálft álvereðaminnka sóknina íþorskstofninn um 40% á einu ári eins og nú er talað um eða jafnvel greiða um 15% af erlendum skuldum íslendinga. Til að reynaað koma í veg fyrir mistök á borð við þessi í Bandaríkjunum gaf Ronald W. Regan fyrrverandi Bandaríkjaforseti út tilskipun árið 1981 um að allar nýjar reglugerðir yrðu að fara í gegnum kostnaðar-nytjagreiningu áðuren þærhlytu samþykki. Þvíekki að gefa út sambærilega tilskipun í íslenska stjórnkerfinu? Höfundur er iðnrekstrarfrœðingur 1 Þessi upphæð er í samræmi við það sem Carl Hahn forstjóri Volkswagen- bílaverksmiðjanna segir í viðtali við Tirne Magazine, 9. mars 1992. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.