Vísbending


Vísbending - 06.10.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.10.1992, Blaðsíða 3
ISBENDING loforð sem þeir hafa þegar gefið er óvíst að þeir geti staðið undir því sem þeir eru núna að lofa rniðað við þær reglur sem víðast gilda. I greinargerð með frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóða, sem lagt var fyrir alþingi 1990, segir meðal annars: „Hversu mikið skortir á að iðgjöld dugi, fer eftir ávöxtun eigna. Hvað réttindi SAL-sjóðanna snertir virðist nauðsynlegt iðgjald vera 12%, ef unnt er að ávaxta eignir sjóðanna sem nemur til jafnaðar 2% á ári umfram launabreytingar allan iðgjaldsgreiðslu- tímann. Við 1% ávöxtun umfram laun virðist nauðsy nlegt iðgj ald vera nær 17 % en 23% ef ávöxtun eigna svarar nákvæmlega til launabreytinga. Þessar tölur eru miðaðar við kostnað af réttindum eins árgangs, en iðgjaldið þyrfti að vera enn hærra ef miðað væri við núverandi aldursskiptingu í sjóðunum. Réttinda- reglurLífeyrissjóðsstarfsmannaríkisins eru loks taldar vera um 70% dýrari en reglur SAL-sjóða.“ Sjóðir í Sambandi almennra lífeyrissjóða hafa nýlega dregið úr skuldbindingum sínum með tveim reglugerðarbreytingum. í fyrsta iagi hefur verið ákveðið að lífeyris- loforðin hækki með lánskjaravísitölu í stað þess að þau fylgi launaþróun. Reynsla undanfarinna áratuga bendir til þess að laun hækki að jafnaði um nálægt 1 % á ári umfram breytingar lánskjara- vísitölu. Þá hefur réttur karla og kvenna til makalífeyris veriðjafnaðurþannig að lífeyrir minnkar að jafnaði. Ávöxtun minnkar þegar önnur markmið hafa áhrif á reksturinn Stundum eru sjóðirnir notaðir til þess að þjóna hagsmunum stjórnenda (at vinnurekenda og verkalýðsfélaga) eða byggðasjónarmiðum með kaupum á hlutabréfum og skuldabréfum ákveðinna fyrirtækja. Unr þetta er betur fjallað hér á eftir. Stundum hafa þeir verið látnir kaupa fasteignir undir skylda starfsemi, til dæmis skrifstofur fagfélaga, og bera þær fjárfestingar sjaldnast góðan arð. I raun mega sjóðirnir ekki kaupa húsnæði undir annað en eigin starfsemi, nema fjármálaráðuneyti veiti sérstaka undanþágu. Um áramót áttu lífeyris- sjóðir fasteignir fyrir um 700 milljónir króna. Margsköttun lífeyris stuðlar að því að lífeyrissjóðir séu notaðir til að veila sjóðfélögum ódýr lán. Þeir sjóðir sem lána félögum sínum mikið ávaxtast verr en aðrir. Þá verður ekki annað séð en að önnur sjónarmið en rekstrarleg ráði þvf að sumir litlir sjóðir eru ekki sameinaðir öðrum, þrátt fyrir mikinn rekstrarkostnað. Alls starfa 88 lífeyrissjóðir hér á landi. Hlutabréfakaup mega ekki vera þáttur í valdatafli eða byggðastefnu Bréf í eignarhaldsfélögum íslands- banka voru um 45% hlutabréfaeignar lífeyrissjóðanna um áramót, samkvæmt samantekt Vinnuveitendasambandsins, sem fy rr er getið. í sj álfu sér er ekkert við það að athuga að lífeyrissjóðir kaupi hlutabréf í stöndugum banka en hitt virðist ekki eins viturlegt að svo stór hluti fjárfestingarinnar sé settur í sama fyrirtækið. Hér var ætlunin náttúrlega í og með að styrkja bankann og tryggja völd ákveðinna hópa í stjóm hans. Reglur smnra sjóða banna fjárfestingar í hluta- félögum sem ekki eru á hlutabréfa- markaði. A hinn bóginn eru dæmi um að sjóðir hafi sett fé í fyrirtæki í heimabyggð sem hvergi eru skráð á markaði. Með þessu leggjasjóðirnirfélagasínaí mikla hættu. Efillaferfyrirfyrirtækinuerekki nóg með að félagarnir missi vinnuna heldurrýrnar lífeyrisrétturþeirra um leið. Af svipuðum ástæðum er það óskyn- samlegt að lífeyrissjóðir einskorði fjárfestingar sínar við ísland. Um næstu áramót hverfa hömlur á langtíma- fjárfestingum íslendinga erlendis og má ætla að kaup sjóðanna á erlendum verðbréfum aukist jafnt og þétt. Sameining dregur úr kostnaði og eykur ávöxtun Rekstrarkostnaður lífeyri ssjóða var um hálfur milljarður króna í fyrra, 0,4% eigna. Ef hlutfallið hefði alls staðar verið jafnlágt og hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna hefðu um 250 millljónir króna sparast. Hlutfall kostnaðar af eignum lækkar oftast eftir því sem sjóðirnir stækka. Einnig má ætla að stórir sjóðir geti stundum náð betri ávöxtun en litlir. Oft erþvískynsamlegt að slá sjóðum saman. Það getur þó verið ýmsum erfiðleikum bundið. Til dæmis standa þeir sjóðir sem sameina á sjaldnast jafnvel. En auk þess hægja „hreppasjónarmið" á sameiningu. í nýjasta tölublaði Vinnunnar er fjallað um sameiningu Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða og Lífeyrissjóðs byggingar- manna og starfsmaður Lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna spurður urn ástæður þess að sjóðurinn tók ekki þátt í henni. Ein ástæðan er sú ,,að rafiðnaðarmenn töldu hættu á að missa áhrif á stjórn nýja sjóðsins og að tengsl sjóðfélaga við lífeyrissjóðinn yrðu núnni en nú er.“ Lífeyrissjóður málm- og skipasmiða og Lífeyrissjóður byggingarmanna sam- einuðu starfsemi sína í vor og stefnt er að þ ví að átta lífey rissjóðir á Norðurlandi hafi að fullu runnið saman eftir tvö ár. Séreignarsjóðir veita ekki tryggingu Frásagnir um óstjórn ýmissa lífeyrissjóða og laka ávöxtun hafa orðið til þess að séreignarsjóðir hafa notið vaxandi vinsælda. Þar sjá menn eign sína vaxa í stað þess að iðgjöldin hverfi í óskilgreinda hít. Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur verið með því mesta sem sést hefur hj á lífey rissj óðum. En því má ekki gleyma að trygginga- þáttinn vantarí séreignasjóðina. Sásem veldurbflslysi sem kostarmilljónirkróna væri illa staddur ef bótaskylda tryggingafélagsins næði einungis til þess sem hann hefði greitt í iðgjöld (þótt það geti verið talsvert). Á sama hátt duga séreignasjóðirnir þeim skammt sem missa starfsþrek ungir eða ná háum aldri. Séreignasjóðir eru langtímasparnaður en ekki lífeyristrygging. Þeir geta átt rétt á sér, en þá er nauðsynlegt að kaupa tryggingar að auki. Tryggingafélög bjóða nú tryggingu gegn örorku og jafnframt hafa þau boðað að ellilífeyristryggingar verði settar á markaðinn á næstunni. Dagar skylduaðildar senn taldir Nú er fyrir Mannréttindadómstól Evrópu mál manns sem kærði þann úrskurð íslenskra dómstóla að honum bæri sky lda til þess að vera í stéttarfélagi leigubílstjóra, ætlaði hann sér að stunda leiguakstur. Taldar eru líkur á að dómstóllinn úrskurði að maðurinn þurfi ekki að vera í félaginu. Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta hefði á skylduaðild að íslenskum verkalýðsfélögum yfirleitt. En þ ví hefur verið fleygt að ef dónturinn gangi eins og líklegt þykir sé stutt í að skylduaðildaðákveðnumlífeyrissjóðum verði úr sögunni. Og hvað sern því líður hlýtur hún brátt að hverfa því að sífellt fleiri gera sér lj óst að hún er ósky nsamleg og óréttlát. Nefna má að í 3. tölubiaði fréttablaðs Vinnuveitendasambandsins, Afvettvangi, færir Þórarinn V. Þórarins- son rök að því að stjórnarskráin verndi val á lífeyrissjóði. Þegar skylduaðildin hverfur verða margir sjóðir að breyta um stefnu. Litlir sjóðir senr eru dýrir í rekstri munu sækja á urn að sameinast öðrum. Þau sjónarmið rnunu vfkja sem miða að þvf að rýra hag félaga því að annars ganga þeir í aðra sjóði. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.