Vísbending


Vísbending - 08.10.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 08.10.1992, Blaðsíða 2
íslenskir lífeyrissjóðir: Hvers vegna hlutabréf og erlend verðbréf? Guðbjörn Maronsson Lífeyrissjóðir annarra landa hafa í flestum tilfellum fjárfest í margfalt fjöl- breyttara safni eigna en lífeyrissjóðir hér á landi. Sem dæmi þá hafa bandarískir lífeyrissjóðir tvöfalt meira af eignum sínum í fasteignum en þeir íslensku hafa í hlutabréfum. Lífeyrissjóðir annarra landa hafa valið að kaupa hlutabréf af þeirri ástæðu að þau hafa yfirleitt skilað betri ávöxtun en skuldabréf. Ef litið er til Bandaríkjanna þá skiluðu hlutabréf þar í landi að jafnaði 10,0% ársávöxtun á tímabilinu 1926 - 1988, en langtíma ríkisskuldabréf að jafnaði 4,4%.Þetta þýðir að sá sem fjárfesti íhlutabréfum íbyrjunársinsl926 hefði í lok ársins 1988 staðið uppi með um 28 sinnum hærri upphæð en sá sem fjárfesti í ríkisskuldabréfum á sama tíma. Hlutabréf hafa skilað hærri ávöxtun en skuldabréf þar sem þau eru áhættusamari. Það sem gerir hlutabréf álitlegan fjár- festingarkostfyrirlangtímafjárfestaeins og lífeyrissjóði, er sú staðreynd að þó arðsemi hlutabréfa geti verið verulega sveiflukennd til skemmri tíma litið er hún þvíjafnari sem litiðertil lengri tíma. The Vanguard Group gerði athugun á þessu í Bandaríkjunum og niðurstaðan varð eins og sést á meðfylgjandi mynd. Sá sem kominn er á eftirlaunaaldur og hefur í hyggju að lifa af sínum eignum þolir ekki sömu sveiflur í arðsemi og sá sem er yngri. Þannig yrði þeim sem kominn er á eftirlaunaaldurinn alls ekki ráðlagt að fjárfesta eingöngu í hluta- bréfum. Alll öðru máli gegnir um þann sem enn er á besta aldri og enga þörf hefur fyrir sinn spamað fyrr en eftir 30 til 50 ár. Sá fjárfestir skyldi einmitt fjárfesta í hlutabréfum, erlendum verðbréfum og þeim eignum sem hann yfirleitt telur líklegar til að skila góðri ávöxtun til lengritímalítið. Sjóðsfélagarííslenskum lífeyrissjóðum eru flestir á miðjum aldri. Islenskir lífeyrissjóðir ættu því skilyrðislaust að fjárfesta í innlendum hlutabréfum og því meir sem sjóðs- félagamir eru yngri að árum. Ef íslenskir lífeyrissjóðir vilja auka arðsemi eigna sjóðanna með því að kaupa innlend hlutabréf ættu þeir skilyrðislaust einnig að kaupa erlend verðbréf. Stærð r ISBENDING Ávöxtun hlutabréfa miðað við mislangan eignarhaldstíma V___________________________________J erlendra verðbréfamarkaða er ein og sér fullgild ástæða til þess. Samanlögð stærð erlendra hlutabréfamarkaða í lok ársins 1989 er talin hafa numið 560.000 milljörðum króna. Ef stærð íslenska hlutabréfamarkaðarins ernú áætluð um 35 milljarðar króna þá þýðir það að 99,99% af þeim fjárfestingartækifærum sem fjárfestar hafa völ á liggja í erlendum hlutabréfum. Það sama er að segja um erlend skuldabréf. Þetta þýðir að von fjárfesta um háa ávöxtun liggur að 99,99% hluta úti í hinum stóra heimi. Erlend verðbréf eru áhættusamari en innlend þarsem þeim íýlgiróhjákvæmi- lega gengisáhætta. Islensk hlutabréf eru áhinn bóginn áhættusamari en erlend sökum þess hversu íslenskur hluta- bréfamarkaður er lítill að umfangi og ófullkominn. Eitt einkenni virks fjár- magnsmarkaðar er að kaupendur og seljendur geta keypt og selt verðbréf með litlum tilkostnaði, tiltölulega skjótt og á verði sem er nálægt gildandi markaðsverði. Þetta á almennt ekki við um íslenskan hlutabréfamarkað. Markaðsverð allra hlutabréfa sem verslað er með á íslenskum hlutabréfa- markaði var 39 milljarðar í lok mars. Þá voru eignir lífeyrissjóðanna um 158 milljarðarkrónaoghefðuþeirekkiþurft að ráðstafa nema fjórðungi af sínum eignum til að kaupa þau öll. Það er því nokkuð ljóst að lífeyrissjóðimir gætu orðið mjög fy rirferðarmikl ir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Hins vegar er hætt við að þeir gætu ekki keypt eða selt mikið magn hlutabréfa á gildandi markaðsverði og yrðu að sætta sig við mun hærra verð við kaup og mun lægra verð við sölu. Islenskurhlutabréfamarkaðurerekki aðeins lítill að umfangi, hann er líka mjög ófullkominn að því leyti að markaðsverðmæti tíu stærstu hluta- félaganna samsvarar nálægt 80% af markaðsverðmæti allra hlutabréfa á markaðnum. Þegar svo fá fyrirtæki bera uppi markaðinn er ljóst að möguleikartil áhættudreifingar eru mjög takmarkaðir. Fyrir lífeyrissjóði er áhættudreifing mjög mikilvægt atriði og þvískyldu hérlendirlífeyrissjóðirforðast að fjárfesta um of í íslenskum hluta- bréfum. Meginmarkmiðið með því að eiga fjöl- breytt safn eigna, þ.m.t. erlend verðbréf, er að draga úr áhættu án þess að fóma arðsemi. Forsenda þess að það sé hægt er að fylgnin á milli hinna ólíku markaða sé lág. A þessu hafa verið gerðar fjöl- margar athuganir erlendis og ber þeirn öllum saman um að nær enginn verðbréfamarkaður sveiflast algerlega í takt við annan. Það er engin ástæða til að ætla að staðreyndin sé önnur varðandi fylgni á milli íslenskra og erlendra verðbréfa. Fjárfestir sem kaupir einungis innlend verðbréf tekur óþarfa áhættu. Honum má líkja við þann sem einungis fjárfestir í einni atvinnugrein heima fyrir. Ef arðsemi hlutabréfa í öðrum atvinnu- greinum er sambærileg getur sá keypt fjölbreyttara safn eigna með því að fjár- festa einnig í öðrum atvinnugreinum og með því dregið úr áhættu án þess að fórna arðsemi. Sama gildir um fjárfesti sem einungis fjárfestir á heimamarkaði. Hann getur fjárfest í fleiri löndum og dregið úr áhættu án þess að fóma arðsemi. Ástæðaþessaer auðvitað sú að líklegter að verð á einum markaði hækki á sama tíma og verð á öðrum lækkar. Verð á íslenskum hlutabréfum hefur hækkað mikið á síðustu árum. Það er nokkuð ljóst að erfitt hefði verið að ná svipaðri ávöxtun með því að kaupa erlend verðbréf yfirleitt. Það sem mestu máli skiptir þó er að til lengri tíma litið ættu íslenskir lífeyrissjóðir að geta dregið verulega úr áhættu af því að eiga safn áhættusamra bréfa, án þess að fóma arðsemi, með því að kaupa erlend verð- bréf og ekki bara innlend. Höfundur hefur lokið meistaraprófi ífjármálum I 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.