Vísbending - 08.10.1992, Blaðsíða 1
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
8.
október
1992
40. tbl. 10. árg.
Ríkið missir
ekki tök á
bönkunum
þótt það
selji þá
í nýju fjárlagafrumvarpi segir að selja
skuli ríkiseignir fyrir 1.500 milljónir
króna árið 1993. Engin áætlun hefur
verið birt um hvað eigi að selja og í
hvaða röð, en ljóst þykir að koma þurfi
stærri fyrirtækjum í verð en þegar hefur
verið gert, ef markið eigi að nást. Senni-
legt þykir að ráðamenn hafi Bánaðar-
bankann í huga. Að líkindum verður
frumvarp um að breyta ríkisbönkum í
hlutafélög lagt fyrir þing í haust þannig
að hægt yrði að byrja að selja bankann
fyrirárslokl993.
Því hefur verið haldið fram að bankar
séu svo mikilvæg fyrirtæki að ríkið geti
ekki sleppthendinni af þeim. Til dæmis
yrðu sparifjáreigendur vart látnir tapa
innstæðum sínum þótt einkabanki yrði
gjaldþrota. Margtertilíþessu. Glæfra-
menn gætu unnið mikinn skaða ef þeir
fengju að leika lausum hala í banka-
rekstri. En í raun hættir ríkið alls ekki
afskiptum af rekstrinum þótt það selji
bankana. Bankaeftirlit hefur aðgang að
öllu bókhaldi banka og sparisjóða og
getur sagt þeim fyrir verkum ef það telur
að ekki sé nægrar varúðar gætt í rekstri,
eða að reksturinn sé að öðru leyti í
ósamræmi við lög og eðlilega viðskipta-
hætti. Hinsvegarreynireftirlitiðekkiað
fá bankana til þess að lána einum fremur
enöðrum, efbáðiremjafntraustir, hvað
þá að það útvegi vanhæfum fyrirtækjum
lán, til þess að halda uppi atvinnu. Vitað
er að stjórnmálamenn hafa gert hvort
tveggja. Ætla má að pólitísk sjónarmið
hafi ekki lengur áhrif á lánveitingar
bankanna, en á hinn bóginn baka afskipti
• Sala ríkisbanka
• Lífeyrismál
• Vinnumarkaður
• Fasteignaverð
stjórnmálamannaafútlánum fyrráárum
Landsbankanum enn vandræði.
Eigendur lslandsbanka krefjast arðs
af eign sinni eins og eigendur annarra
einkafyrirtækja. Ríkisbankar greiða
aftur á móti engan arð. Getur verið að
þeir leggi minna upp úr að skila hagnaði
en einkafyrirtæki, og íslandsbanki þurfi
því að kljást við óeðlilega samkeppni?
Myndin sýnir að arðsemi eiginfjár hefur
verið mun minni hjá ríkisbönkum en
einkabönkum undanfarin ár. Hér verður
reyndar að gæta þess að arðsemin hefur
einkum verið lítil hjá Landsbankanum.
Þjónustugjöld hans hafa löngum verið
lægri en annars staðar. I könnun
Arðsemi eiginfjár
( Ávöxtun lífeyrissjóða 1991 A
1930 1991
Arðsemi einkabanka var meiri en hjá
ríkisbönkum 1987-1991. Athugið að hér
er 350 milijóiia króna aukaafskrifl, sem
Landsbankinn færði framhjá rekstrar-
reikningi árið 1989, færð á reksturinn.
Verðlagsstofnunar í upphafi árs 1991
voru tekin tvö dæmi um bankakostnað
einstaklings á einu ári. í báðum dæmum
reyndist kostnaðurinn 6% lægri hjá
Landsbankanum en íslandsbanka.
Vafalaust hefur Landsbankinn með
þessu haldið aftur af hækkunum annarra.
Isumarhækkuðu þjónustugjöldbankans
umtalsvert, þannig að nú er munurinn
minni en áður. Fyrir tveimur árum tók
Islandsbanki um skeið forystu í
vaxtaákvörðunum, og hækkaði vexti í
samræmi við verðbólguvæntingar. Þá
biðu ríkisbankarnir átekta að undirlagi
stjórnvalda. Pólitísk markmið um lága
vexti vógu þarna þyngra en markmið
um góða arðsemi. En að undanförnu
hefur ekki mátt merkja mikinn mun á
vaxtastefnu bankanna.
Að öllu samanlögðu virðist sennilegt
að fremur lítil breyting verði á rekstri
ríkisbankanna, þótt þeir verði seldir. Sú
spurning vaknar hvaða ástæða sé þá
orðin fyrir ríkið að binda fé sitt í þessari
starfsemi. s
IX 107. 20% 307» 40% 507. 607,
V Lán til félagsmanna, % eigna
Mismikill lífeyrir
Flestir lífeyrissjóðir á almennum
markaði lofa svipuðum lífeyri, en þeir
laga loforðin að eignum ef misræmi er
þar á milli. Ávöxtun og kostnaður ráða
því í raun lífeyrinum. A efri myndinni
sést að ávöxtun sjóða minnkar eftir því
sem lán til félaga aukast, en vextir þessara
lána eru jafnan undir markaðsvöxtum.
Neðri my ndin sýnir að ódýrara er að reka
stóra sjóði en litla. Þetta er aðalástæða
þess að nú er verið að sameina lífeyris-
sjóði. Ekki er greinilegt samhengi milli
ávöxtunar og stærðar sjóðanna.
Um lífeyrissjóði opinberra starfs-
manna gegnir öðru máli en almennu
sjóðina, ávöxtun þeirra skiptir félags-
menn engu máli, því að launagreiðendur
ábyrgjast lífeyrisgreiðslur. Ellilífeyris-
réttindi opinberra starfsmanna aukast um
2% af dagvinnulaunum á ári, að vissu
marki. Hjá almennum sjóðum er lofað
1,8% launa, en þetta er ekki eini munur-
inn. 139. tölublaði kom fram að lífeyris-
réttindi opinberra starfsmanna voru talin
70% meiri en réttindi SAL-sjóða. Þetta
mat er frá þeim tíma að greitt var af
dagvinnulaunum í flestalla lífeyrissjóði,
en nú er farið að borga af öllum launum
í sjóði á almennum markaði.
f Rekstrarkostn./eignum, 1991 ^\
, 47, 1,2X 1,0)! D,B!S 0. 6X 0,« 0, 27. n, nr. ¦
¦ . m
If
¦"¦ ¦ ^\-
15.000 20.000 25.000
Eignir, milljónir króna