Vísbending


Vísbending - 06.11.1992, Side 2

Vísbending - 06.11.1992, Side 2
ISBENDING Framlög í afskriftasjóði, % útlána og ábyrgða Alls Lands Bún- Isl- Spari- banki banki banki sjóðir 1990 1,5% 1,8% 0,9% 1,4% 1,7% 1991 1,3% 1,2% 1,0% 1,8% 1,4% Heimildir: Arsskýrslur bankaeftirlits 3,7%, 3% hjá Landsbanka, hjá Búnaðarbanka var hlutfallið 1,8% en 2,4% hjá sparisjóðunum. A mynd 1 á forsíðu sést að mikið fé var lagt í afskriftasjóð árið 1985. Þá tapaði Utvegsbankinn megninu af eiginfé sínu eftir gjaldþrot Hafskips. Árið á undan lagði bankinn ekki meira til hliðar en aðrir bankar og sparisjóðir. Það sýnir að áföll sem þessi gera ekki alltaf boð á undan sér. Framlag banka og sparisjóða í afskriftasjóð jókst nær óslitið frá 1986 til 1990. Það er í samræmi við hækkandi vexti og stöðnun í efnahagslífi frá 1988. Nokkra furðu vekur að framlagið minnkaði í fyrra. Þorskveiðikvóti minnkaði á árinu, smíði nýs álvers var frestað og raun vextir voru hærri en nokkru sinni fyrr. Þetta hefði átt að auka útlánatap en ekki draga úr því. I þessu sambandi má minna á að Þórður Olafsson, forstöðumaður bankaeftirlits Seðla- bankans, sagði íviðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins 2. júlí síðastliðinn, að ýmislegtbenti til þess, aðmati eftirlitsins, að útlánatap hefði verið vanmetið í fyrra og myndi frávikið koma fram á þessu ári. Ekki er víst að þessi orð eigi jafnt við um alla banka og sparisjóði. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að sumir lögðu í fyrra meira í varasjóð en áður, þótt framlagið minnkaði í heild (sjá töfluna hér fyrir ofan). Búnaðarbankinn og íslandsbanki lögðu meira á afskriftareikning 1991 enþeirhöfðuáður gert. Hins vegar minnkaði framlag Landsbankans og sparisjóða. Misræmið stafar líklega af því að beitt er mismunandi aðferðum við að ákveða hvemikiðskulilagttilhliðar. íársskýrslu Landsbanka fyrir 1991 segir að miklu skipti að meðferð þessara mála sé samræmd og minnt á að nýjar reglur um afskriftir taki að líkindum gildi hér á landi í upphafi næsta árs. Hjá Islands- banka er farið yfir öll útlán fjórum sinnum á ári og metnar horfur á að þau tapist. Framlag í afskriftasjóð ræðst af því mati. Ymislegt hefur áhrif á niðurstöðuna, einkum þó vanskil, eiginfjárstaða lánþega og efnahagsástand. Islandsbankamenn hafa hér hliðsjón af drögum að hinum nýju afskriftareglum. I ársskýrslum banka og sparisjóða er lítið fjallað um það hvað ræður framlagi í afskrifta- reikning, en ekki er vitað til þess að nokkur fari eins að og Islandsbanki. I yfirlitsgrein um banka og sparisjóði hér í blaðinu 24. apríl síðastliðinn var deilt á þá yfirlýsingu bankastjóra Lands- bankans að hundrað milljónir króna yrðu lagðar á afskriftareikning á mánuði á árinu. Einkennilegt væri að lýsa yfir slíku fyrirfram, því að framlögin hlytu að miklu leyti að ráðast af óvæntum atburðum. I ársskýrslu Landsbankans er gefið í skyn að ætlunin sé að taka upp nýtt verklag: „Með nýjum reglum um áhættuflokkun útlána og eiginfj árkröfur er viðbúið að veruleg breyting muni þurfa að eiga sér stað hjá bönkum í meðhöndlun og áhættumati útlána." Vafalaust mun ný reglugerð um framlag í afskriftasjóði verða til þess að auðveldara verður að bera saman stöðu bankastofnana en verið hefur. Áfram hljóta endurskoðendur þó að hafa visst svigrúm. Hér skiptir mestu að mat þeirra sé faglegt en ráðist ekki af óskum bankastjóra um „hæfilega" afkomu. Meiri afskriftir annars staðar á Norðurlöndum Á mynd 3 sést að bankar og sparisjóðir annars staðar á Norður- löndum lögðu mun meira í afskriftasjóði í fyrra en íslenskar bankastofnanir. Nú er talað um bankakreppu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. I Hagtölum októbermánaðar frá Seðlabankanum segir að opið markaðskerfi með frjálsar fjármagnshreyfingar virðist hafa í för með sér meiri áhættu í útlánum en lokað og verndað umhverfi. Nú er verið að opna íslenskt hagkerfi og létta hömlum af fjármagnshreyfingum. Þessu fylgir aukin samkeppni um innlán og lánþega. Breytingamar gætu haft í för með sér aukna áhættu í starfi íslenskra bankastofnana. I Hagtölum mánaðarins er bent á að bankakerfi hér á landi sé ekki að öllu sambærilegt við það sem ^ S Mynd 3 Afskriftaframlag banka og sparisj., % útlána og ábyrgða 1985 1 986 1 987 1 988 1 989 1 990 1 991 Heimildir: Hagtölur októbermánaðar, 1991- tölur með fyrirvara, Island: Mynd 1. gerist erlendis, því að hér hafi sérstakir fjárfestingarlánasjóðir sérhæft sig í að veitaáhættusöm stofnlán. I Vísbendingu kom fram 11. september síðastliðinn að framlög lánasjóða atvinnulífsins í afskriftasjóði námu ríflega 7% útlána og ábyrgðaífyrra. Annað, sem gerir saman- burð við önnur lönd erfiðan, er að óvíst er að útlánatap undanfarinna ára sé að fullu komið fram. H Slæmar horfur í iðnaði í fyrra tölublaði var greint frá því að hlutur iðnaðar í ársverkum hér á landi hefði minnkað úr 16%íum 13%áárunum 1981-1990 samkvæmt tölum Byggða- stofnunar. Von er á tölum fyrir 1991 á næstunni. Vísbendingar eru um að starfsfólki í iðnaði hafi stórlega fækkað að undanförnu og iðnrekendur hafa hugsað sér að segja upp mörgum starfsmönnumánæstunni. Ioktóberblaði Iðnaðarins, tímarits Landssambands iðnaðarmanna, er greint frá niðurstöðum viðamikillar könnunar sem sambandið og Félags íslenskra iðnrekenda gerðu. Könnuð var starfsemi íslensks iðnaðar fyrstu tíu mánuði ársins og niður- stöðurnar bornar saman við niðurstöður sams konar könnunar á sama tíma í fyrra. Velta á föstu verðlagi hefur dregist saman í öllum iðngreinum, mest í málm- og skipasmíði, um 11%, en minnstur er samdrátturinn í húsgagna- og trjávöruiðnaði, um 2%. Alls hefur velta í iðnaði dregist saman um 6% á föstu verðlagi. Starfsmönnum hefur fækkað um 800-1000 í iðnaði í heild, miðað við fulla atvinnu, eða um 6-7%. Og samdrátturinn heldur áfram. Könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi í september benti til að atvinnurekendur í heild hefðu þá viljað fækka starfs- mönnum um 1.200, en það samsvarar 1,4% mannafla. Mest er fækkunin í iðnaði, um 385 manns eða ríflega 3% mannafla. Starfsmönnum fækkar meira á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni. Samdráttur í útflutningi iðnaðarvara í fyrra var einkum skýrður með kreppu í Áustur-Evrópu. Samfelld fækkun starfa í iðnaði undanfarin ár og á næstunni á sér þó dýpri orsakir, einkum aukna sam- keppni, meðal annars frá láglauna- svæðumí Austur-Asíu. Meiraer fluttút af vatni, álpönnum og rafeindavogum en áður, en þessar vörur eru þó enn lítill hluti útflutnings héðan. ra 2

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.