Vísbending - 04.12.1992, Qupperneq 2
á grundvelli fyrri reynslu. Almennur
innflutningur hefur minnkað mikið að
undanförnu, en komið hafa fram
veikleikamerki í þjónustujöfnuði og
útflutningi að undanfömu að því er segir
í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar í
nóvember. Stofnunin spáir nokkru minni
viðskiptahalla 1992 en í fyrra, 3,3%
landsframleiðslu. Fyrir gengisfellingu
bjóst Þjóðhagsstofnun við að
viðskiptahalli héldist svipaður næsta ár
og yrði 3,1% landsframleiðslu.
Ráðstafanir: Rýra kaup-
mátt og auka verðbólgu
Taflan á forsíðu sýnir mat Þjóðhags-
stofnunar á áhrifum efnahagsráðstafana
ríkisstjómarinnar á nokkrar hagstærðir.
Ekki er gerð ný atvinnuleysisspá, en bent
á, að þar eð ráðstafanimar bæti hag
fyrirtækja hljóti atvinnuhorfur að vera
betri en áður. Spáð er mun meiri
samdrætti ráðstöfunartekna á mann en
áður, eða 4,4% í stað 0,8%. Raungengi
lækkar um rúmlega 5% í stað 1,6%.
Viðskiptahalli minnkar úr 3,1% í fyrri
spá í 2,1% vegna minni innflutnings.
Þetta þýðir að búist er við að erlendar
skuldir vaxi aðeins um 0,4% að raungildi
í stað 2,5%. Nokkra athygli vekur að
stofnuninspáirnú4,5%hækkun verðlags
frá 1992 til 1993, þrátt fyrir að ekki sé
reiknað með að laun hækki á árinu.
Spá Vísbendingar: Áhrif
kauphækkana og meiri
ríkishalla
Aftasti dálkurinn í töflunni á forsíðu
sýnir áhrif breyttra forsendna á spá
Þjóðhagsstofnunar. Þama er gert ráð
fyrir nokkru minni verðhækkunum á
næsta ári en Þjóðhagsstofnun spáir.
Stuðster við þjóðhagslíkan Vísbendingar.
Langoftasthefurhalli áríkisrekstri orðið
meiri en stefnt hefur verið að. Hér eru
könnuð áhrif þess að auka ríkisútgjöld
um 3 milljarða króna frá því sem nú er
ráðgert. Fæstir búast í raun við að laun
haldist óbreytt næsta ár. Ef þau hækka
ekki í kjarasamningum er sennilegt að
eitthvert launaskrið fari af stað. Kannað
er hvaða áhrif það hefði ef laun hækkuðu
um 3% í maí, 1,5% í ágúst og 1% í
nóvember. Hér er miðað við að stefnt
yrði að því að kaupmáttur frá undirritun
nýrra kjarasamninga í apríl til ársloka
yrði svipaður því sem hann var nú í
byrjun nóvember. Verðbólga á árinu
gæti þá orðið um 5% en hækkun verðlags
frá fyrra ári 4%. Miðað við þessar for-
sendur yrði kaupmáttur meiri en í spá
Þjóðhagsstofnunarog viðskiptahalli ykist
heldur frá því sem hún gerir ráð fyrir.
Hækkar gengi
sjávarútvegsfyrirtækja?
Með aðgerðum stjórnvalda er fé fært
frá einstaklingum til fyrirtækja og gengi
hlutabréfa ætti því að hækka. Einkum
á þetta við um sjávarútvegsfyrirtæki.
Þar kemur tvennt til:
1) Afkoman batnar strax vegna
lækkunar gengis og skattabreytinga.
2) Fránæsta fiskveiðiári verðurkvóta
Hagræðingarsjóðs úthlutað ókeypis í
stað þess að selja hann. I þrjú fiskveiðiár
verður ekkert samsvarandi gjald lagt á.
Þjóðhagsstofnun telur að gengis-
lækkunin bæti meðalafkomu
sjávarútvegsfyrirtækja um 3,2% veltu
og afnám aðstöðugjalds bæti hana um
1,2%. Efþettamalerréttbatnarafkoman
að meðaltali um 4,4% veltu vegna að-
gerðanna. Ókeypis kvóti Hagræðingar-
sjóðs bætir afkomu útgerðar að auki um
500 milljónir króna á ári. Þetta veldur
því að tapfyrirtæki færast nær núlli, en
gróði hinna eykst.
Gengi hlutabréfa í útgerðar-
fyrirtækjum lækkaði þegar skýrt var frá
slæmu ástandi þorskstofnsins og kvóta-
skerðingu í sumar. Lítil hreyfing hefur
aftur á móti orðið á genginu eftirnýjustu
tíðindi og kemur það nokkuð á óvart.
Hér gæti valdið nokkru að afli hefur
verið rýr að undanlörnu og það gæti
hafa dregið úr áhuga á þessari atvinnu-
grein. A næstunni er von á greiningu á
gengi hlutabréfa í sjávarútvegs-
fyrirtækjum hér í blaðinu.
Þróunarsjóðisjávarútvegsinserætlað
að kaupa fasteignir sem óvíst er að
kæmust í verð að öðrum kosti. Með
þessu móti er dregið úr vanda
lánaslofnana eins og vikið var að í 47.
tölublaði. Eini bankinn á hluta-
bréfamarkaði, sem stendur, er Islands-
banki, en um áramót var um fimmtungur
útlána hans til sjávarútvegs.
Vonir bundnar við
Evrópskt efnahagssvæði
Helstu hagvaxtarvonireru nú bundnar
við Evrópskt efnahagssvæði, sem
væntanlega verður komið á fót um
áramót. Gert er ráð fyrir að 93%
útflutnings sjávarafurða til annarra
landa á efnahagssvæðinu verði tollfrjáls.
í Þjóðhagsáætlun frá þvt í haust segir að
athuganir sýni að þegar til lengdar lætur
sé bein aukning landsframleiðslu vegna
Efnahagssvæðisins allt að 1,5%. Þá
segir að verðlag gæti lækkað um allt að
1,7% og raunvextir um allt að 0,7%.
Kaupmáttur launa gæti aukist um 2-
3%. Rétt er að leggja áherslu á að
þessar breytingar kæmu að líkindum
fram á löngum tíma. |
ÍSBENDING
Iðnaður og
auglýsingar
I bréfi frá Sveini Hannessyni,
framkvœmdastjóra Félags íslenskra
iðnrekenda, segir:
í [46. tbl.] Vísbendingar er greinarkorn sem ber
y firskriftina Vaxtarbroddar í iðnaði. Þar er meðal
annars fjallað um auglýsingar, þar sem
almenningur er hvattur til að kaupa íslenskar
vörur fremur en erlendar. Félag íslenskra iðn-
rekenda hefur reyndar um langt árabil hvatt
íslenska neytendur til að velja íslenskt eða „setja
íslenskt í öndvegi" eins og segir í slagorði
félagsins. Við segjum t.d. í okkar auglýsingum:
„Setjum íslenskt í öndvegi... alltaf þegar það er
betra“, eða „Setjum íslenskt í öndvegi... alltaf til
að tryggja atvinnu". Nú að undanfömu hafa
ýmsir aðilar, þar á meðal samtök launþega, tekið
undir þessa hvatningu þannig að eftir hefur verið
tekið.
Tilefni þessa bréfs ... er sú einkennilega
niðurstaða... að með þessum auglýsingum sé FII
að hvetja fólk til að kaupa íslenskar vörur sem
séu verri eða dýrari en erlendar vörur. Þetta á
ekki við nein rök að styðjast. Síðan er haldið
áfram í greininni að leggja út af þessu og tekur þá
steininn úr: „Samtök atvinnurekenda hafa stutt
samninga um frelsi í millilandaviðskiptum. Það
er varla í samræmi við þessa afstöðu að Félag
íslenskra iðnrekenda skuli nú hvetja fólk til þess
að kaupa vörur, bara af þvl að þær séu íslenskar.“
Hér er sett fram nýstárleg kenning í virtu v ikuriti
um viðskipti og efnahagsmál. Þeir sem auglýsa
íslenskar vörur geta ekki með góðri samvisku
stutt frelsi í milliríkjaviðskiptum! Því ekki að
taka í hnakkadrambið á Flugleiðum næst. Þeir
auglýsa að þeir séu íslenskt flugfélag. Það hlýtur
samkvæmt nýju kenningunni að þýða að þeir
séu á móti frjálsræði í viðskiptum og veiti auk
þess sennilega bæði dýrari og lakari þjónustu en
erlendir samkeppninsaðilar.
Það er síður en svo neitt séríslenskt fyrirbæri að
framleiðendur veki athygli á framleiðslulandi
vörunnar. Bretarauglýsahiklaust„BuyBritish“,
og Danir eru þekktir fyrir að skreyta vörur sínar
með danska fánanum. Það er ekki vegna þess að
þessar þjóðir telji sína vöru lakari eða dýrari
hvað þá að þeir séu andsnúnir frelsi í viðskiptum.
Tilgangur okkar hjá FÍI eins og væntanlega
flestra auglýsenda er sá að vekj a athygli ney tenda
á okkar vöru sem í þessu tilviki er íslensk. Við
reynum að vekja athygli á þeirri niðurstöðu úr
skoðanakönnun að þrír af hverjum fjórum
íslendingum telja að fremur eigi að öðru jöfnu
að kaupa íslenskar vörur en erlendar. Rúmlega
85% telja raunar að íslenskar vörur standist
gæðasamanburð við erlendar. Það er enginn að
biðja fólk um að kaupa íslenskt ef það er lakara
eða dýrara. Við bendum hins vegar óhikað á að
það hefur áhrif á atvinnuástand hér á landi hvort
valin er íslensk eða erlend vara. Vakin er athygli
á staðreynd sem talið er að neytandinn láti sig
máli skipta. Tilgangurinn er að auka sölu.
Flóknara er það nú ekki og hefur ekkert með að
gera hvort samtökin styðja milliríkjasamninga
um EES og GATT.
2