Vísbending - 04.12.1992, Síða 4
ISBENDING
Hagtölur
s v a r G
lækkun
r a u t t
Fjármagnsmarkaður hækkun fráfyrra tbl.
Peningamagn (M3)-ár 7% 30.07.
Ver5tryggö bankalán 9,1% 11.11.
Overðtr. bankalán 12,3% 11.11.
Lausafjárhlutfall b&s 15,4% 09.92
Verðbrsj (VÍB) 346 11.92
Raunáv.3 mán. 6%
ár 7%
Hlutabréf (VÍB) 659 18.11.
Fyrir viku 659
Raunáv. 3 mán. 13%
ár -13%
Lánskjaravísitala 3239 12.92
spá m.v. fast gengi 3268 01.93
oe ekkert launaskrið 3305 02.93
3309 03.93
Verðlag og vinnumarkaður
Framfærsluvísitala 161,4 11.92
Verðbólga- 3 mán 0% 11.92
ár 1% 11.92
Framfvís.-spá 163,3 12.92
(m.v. fast gengi. 164,3 01.93
ekkert launaskrið) 164,7 02.93
Launavísitala 130,4 10.92
Árshækkun- 3 mán 1% 10.92
ár 2% 10.92
Launaskr-ár 1% 03.92
Kaupmáttur 3 mán 0% 10.92
-ár 2% 10.92
Dagvinnulaun-ASÍ 84.00092 2.ársfj
Heildarlaun-ASI 111.00092 2.ársfj
Vinnutími-ASI (viku) 46,9 92 2,ársfj
fyrir ári 46,5
Skortur á vinnuafli -1,4% 09.92
fyrir ári 0,8%
Atvinnuleysi 2,9% 10.92
fyrir ári 1,2%
Gengi (sala síðastl. mánudag)
Bandaríkjadalur 63,5 29.11.
fyrir viku 63,6
Sterlingspund 95,6 29.11.
fyrir viku 96,1
Pýskt mark 39,5 29.11.
fyrir viku 39,5
Japanskt jen 0,509 29.11.
fyrir viku 0,512
Erlendar hagtölur
Bandaríkin
Verðbólga-ár 3% 10.92
Atvinnuleysi 7,4% 10.92
fyrir ári 6,9%
Hlutabréf (DJ) 3.296 01.12.
fyrir viku 3.232
breyting á ári 12%
Liborvext. 3 mán 3,9% 28.11.
Bretland
Verðbólga-ár 4% 10.92
Atvinnuleysi 10,1% 10.92
fyrir ári 8,8%
Hlutabréf (FT) 2778 01.12.
fyrir viku 2723
breyting á ári 14%
Liborvext. 3 mán 7,5% 01.12.
V-Þýskaland
Verðbólga-ár 4% 10.92
Atvinnuleysi 7,0% 10.92
fyrir ári 6,3%
Hlutabréf (Com) 1715 01.12.
fyrir viku 1718
breyting á ári -8%
Evróvextir 3 mán 8,8% 01.12.
Japan
Verðbólga-ár 2% 09.92
Atvinnuleysi 2,2% 09.92
fyrir ári 2,2%
Hlutabréf-ár -26% 28.11.
Norðursjávarolía 19,1 01.12.
fyrir viku 19,1
Bandaríkin:
3,9% hagvöxtur á þriðja
ársfjórðungi
Landsframleiðsla í Bandaríkjunum
jókst með 3,9% árshraða á þriðja
ársfjórðungi. Þetta er mun meiri vöxtur
en búist var við, en stuttu fyrir
forsetakosningar í nóvember voru gefnar
út bráðabirgðatölur sem sýndu 2,7%
hagvöxt. Sennilega má einkum þakka
vöxtinn mjög lágum vöxtum að undan-
fömu. A einu ári hefur landsframleiðsla
vaxið um 2,2%. Framleiðni hefur aukist,
því að atvinnajókst aðeins um 0,2%. Þó
eru Iíkur á að atvinnuleysi sé á hægri
niðurleið, því að umsóknum um
atvinnuleysisbætur hefur fækkað að
undanfömu. Clinton, sem tekur við
embætti bandaríkjaforseta í janúar,
hugðist hefja starf sitt á aðgerðum til
þess að örva hagvöxt, en nú getur verið
að hann breyti þeim áætlunum sínum. I
nýrri skýrslu um Bandaríkin varar
Efnahags- og framfarstofnunin, OECD,
við því að fjárlagahalli sé aukinn til þess
að auka hagvöxt í landinu.
OPEC:
Samkomulag um að draga
lítillega úr olíuframleiðslu
Olíuverð mælt í bandaríkjadölum féll
um nálægt 10% á heimsmarkaði frá
miðjum október til seinni hluta
nóvembermánaðar. Gengi bandaríkja-
dals gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum
hækkaði í október og nóvember og það
á vafalaust þátt í lækkuninni. Verðið
þokaðist örlítið upp á við eftir að
ráðherrar samtaka olíuútflutningsríkja,
OPEC, komu sér saman um að minnka
framleiðslukvóta á fundi í Vín 27.
nóvember síðastliðinn. Framleiðslu-
kvótinn minnkar þó aðeins um ríflega
hálft prósent. Kúveit er undanþegið
kvóta á meðan verið er að endurreisa
olíuvinnslu landsins og landsmenn
hyggjast á næstunni auka framleiðslu
sína meira en nemur skerðingu
framleiðslukvóta OPECs. Það veikir
líka samtökin að Ekvador hefur gengið
úr þeim. Nokkrir forsvarsmanna OPEC
töldu þó að olíuverð gæti hækkað um 1-
2 bandaríkjadali á tunnu til áramóta í
framhaldi af samkomulaginu. Aðrir
þóttust góðir ef verðið hætti að lækka.
Þýskaland:
Mikil aukning peninga-
magns dregur úr líkum á
að vextir lækki
MargirteljaaðháirvextiríÞýskalandi
séu meginástæða óróleika á gjaldeyris-
mörkuðum að undanfömu. Háir vextir
auka spum eftir þýskum mörkum og
stjómvöld í öðrum löndum Evrópska
gengissamstarfsins verða að halda
vöxtum háum hjá sér ef gengi gjaldmiðla
þeirra á ekki að falla. Undanfarnar vikur
hefur verið sótt að gengi írsks pundSj
danskrar krónu og fransks franka. I
þessum löndum er mikill vilji til þess að
örva hagvöxt, en menn vilja aftur á móti
halda stöðugu gengi. Þess vegna hefur
verið þrýst á Þjóðverja að lækka vextina.
Þýski seðlabankinn leggur aftur á móti
ofuráherslu á að halda aftur af verðbólgu.
Heldur hefur dregið úr verðhækkunum í
Þýskalandi að undanfömu. I október
hafði verðlag hækkað um 3,8% á einu
ári. Seðlabankinn hefur sett það takmark
að peningamagn aukist um 3,5-5,5% á
ári, en tölur fyrir október sýna að
ársvöxturinn er um 10%. Þessi háa tala
gerir að engu vonir um vaxtalækkun í
landinu á næstunni.
Lífeyrissjóðir:
Rýmri heimildir til þess
að kaupa hlutabréf
Samband almennra lífey rissjóða hefur
samþykkt að sjóðir innan sambandsins
megi hér eftir kaupa hlutabréf fyrir 10%
ráðstöfunarfjárístað 10% iðgjalda. Ekki
munar miklu að þetta tvöfaldi svigrúm
sjóðanna til þess að kaupa hlutabréf.
Ovíst er þó að nein stökk verði í kaupum
þeirra við þessa breytingu. Búast má við
að þeir hafi með sér samvinnu um kaupá
hlutabréfum á næstunni. Þá er reglum
sjóðanna brey tt þannig að þeir geta keypt
fleiri tegundir skuldabréfa en áður, meðal
annars mega þeir nú eiga bréf
eignaleigufyrirtækja.
Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson.
Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5,
103 Reykjavík. Sími 689080. Myndsendir:
812824. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun
Háskólans. Prentun: Prentsmiðjan
Gutenberg. Öll réttindi áskilin. Ljósritun er
óheimil en mikill afsláttur veittur af
viðbótareintökum.
4