Vísbending


Vísbending - 30.04.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 30.04.1993, Blaðsíða 3
ISBENDING f Eimskip, gcngi hlutabrcfa Gengi V""" \ / Arður og jöfnun — >■ WHWHMHWWHHHwSðSSðSwððððSöwííS = iv;;ui4B««M = 3 = iii;:uMi»NN = ízaii Mánuðir, ár Efri línan sýnir gengið eins og það var á hverjum tíma en neðri línan sýnir breytingar á verði hlutabréfa eítir að tekin hafa verið fyrra ár. Bæði korna til minni flutningar svo og mikil verðsamkeppni, sem ríkti í sjóflutningum á síðasta ári.Tap var 41 milljón kr. á rekstrinum, þar af 214 milljónir fyrir skatta. Kvótaminnkun á þessu kvótaári þýðir væntanlega minnkun hefðbundins útflutnings og innflutningur hefur enn dregist saman. Ljóst er því að árið 1993 verður erfitl ár en félagið hyggst mæta því með kostnaðarlækkun og stefnir að því að skila hagnaði á árinu. Eignarhlutir Burðaráss í hlutabréfum hafa lækkað í verði, einkum í Flugleiðum hf, en markaðsverð er engu að síður hærra en bókfært verð. Horfur: Sjóflutningar munu ekki aukast að ráði nema með auknum afla og auknum kaupmætti. A meðan felast tækifæri félagsins í kostnaðarlækkun, hugsanlega aukinni markaðshlutdeild, svo og í auknum flutningum milli erlendra hafna. Einnig gæti orðið aukning í flutningum á afla erlendra fiskiskipa, sem landa hérlendis.Til lengri tíma má nefna uppbyggingu þjónustunets á Norðvestur-Atlantshafi. Abendingar um viðskipti: Frá aðalfundi hafa viðskipti með hlutabréf félagsins verið á gengi frá 3,63 upp í 4,05, sem jaihgildir 105% til 1 17% Q- hlutfalli. Síðustu viðskipti eru á genginu 3,9. Miðað við horfur í rekstrarumhverfi félagsins næstu misserin er fátt sem bendir til þess að gengi bréfanna hækki upp úr þessu verðbili. Eg tel því að fjáríestar ættu að selja bréfin lari gengiö upp í eða yfir 4,0 en halda núverandi stöðu ella. Hampiðjan Rekstur:ReksturHampiðjunnargekk betur á síðasta ári en árið 1991. Sala félagsins jókst nokkuð, svo og hagnaður af reglulegri starfsemi, en einnig kemur til söluhagnaður vegna fasteigna við Stakkholt, sem seldar voru á árinu. Útflutningur nam 21% sölunnar og er það aukningmilli ára. Lægð í sjávarútvegi hérlendis gerir söluaukningu innanlands erfiða, jafnframt því sem innheimta útistandandi krafna getur reynst erfiðari. Flugleiðir, gengi hlutabrcfa SllKE«NH = l = a>ii Mánuðir, ár Hampiðjan, gengi hlutabréfa ■ \ \ ArJnr \ \ Arður — > \ ^ n aaa aaaaaaaaaa Mánuðir, ár Á móti eru aukin tækifæri i útflutningi. Horfur: Hefðbundinn sjávarútvegur hérlendis er í lægð sem stendur og því mun sala á hefðbundnum framleiðslu- vörum fyrir-tækisins vart aukast innanlands. ITins vegar eru tækifæri í þróun veiðarfæra vegna sóknar í vannýtta fiskstofna. I kjölfar þátttöku Islendinga í útgerð er-lendis opnast einnig nýir markaðir fyrir framleiðsluvörur fyrirtækisins. Þá má nefna að opnað hefur verið að hluta fyrir landanir erlendra skipa hér á landi, sem getur þýtt aukin viðskipti við þau. Abendingarum viðskipti: Eftiraðal- fund hefur gengi hlutabréfa verið á bilinu 1,18 til 1,40, sem samsvarar 60 til 72% Q-hlutfalli og V/H hlutfallinu 10 til 11. Ég tel að fjárfestar ættu að halda núverandi stöðu sem stendur. Stefán Halldórsson: Skammtímahorfur: Ég reikna með nokkrum bata hjá Eimskipafélaginu 1993 (150 milljóna kr. hagnaði) og Flugleiðum (í nánd við núllið) en versnandi afkomu ITamp- iðjunnar (15 milljóna kr. hagnaði) þar sem ekki nýtur söluhagnaðar eigna. Forsenda batans er lækkun kostnaðar. Eimskip ælti að geta breytt áætlunum skipa og aðlagað framboð að el'tirspurn og stefnir að því að auka tekjumarnokkuð með minni aíslætti til stórra viðskiptavina enda er samkeppnin trúlega veikari en áður. Ég hef ekki trú á að Flugleiðir nái að lækka kostnað um 500 milljónir á ári eins og að er stefnt. Stéttarfélög flugliða og flugvirkja virðast ekki mjög samningafús en án samvinnu við þau ná Flugleiðir ekki að breyta kostn- aðarrammanum verulega. Hampiðjan hefur þegar hagrætt mikið og hefur þvi takmarkað svigrúm. Samkvæmt þessu ætti gengi hlutabréfanna heldur að versna því að ekkert félaganna mun skila viðunandi arðsemi á árinu. Hins vegar nýtur Eimskip mikils trausts meðal fjárfesta og með fréttum um batnandi afkomu gæti gengið hækkað lítilsháttar. Gengi Flugleiðabréfa gæti jafnvel lækkað i kjölfar neikvæðra afkomufrétta sem jafna koma á fyrrihluta árs en gengi Hampiðjubréfa verður sennilega á svipuðu reiki og nú. Langtimahorfur: Eimskip og Flugleiðir ættu að njóta uppsveiflunnar í efnahagslífinu þegar hún kemur en Hampiðjan má búast við samdrætti vegna fækkunar fiskiskipa og útgerðarfyrirtækja sem er ein af forsendum efnahagsbatans. Eimskip getur væntanlega einnig aukið erlend viðskipti sín. Meiri óvissa er um erlend viðskipti Hampiðjunnar og e.t.v. gera þau ekki meira en að vega upp samdráttinn í innlendum viðskiptum. Flugleiðir eiga mesta möguleika á að auka erlend viðskipti en þar er líka mest hættan á neikvæðri þróun. Þá er einungis eftir að meta áhrif stórfelldra breytinga á uppbyggingu eða stöðu félaganna. Ég sé litlar líkur á slíku hjá Éimskipa- félaginu. Olíklegt er að stjórnendur Hampiðjunnar vilji selja hluta- og skuldabréf félagsins til að lækka skuldir og greiða hluthöfum aukinn arð. Þeir fjárfestar sem vilja njóta uppsveiflunnar í gengi vænlegra sjávarútvegsfyrirtækja eins og Granda og ÚA gera betur í að kaupa bréfin beinl en að eiga þau í gegnum hlutabréfasjóð Hampiðjunnar. Flugleiðir eiga hins vegar möguleika á að styrkja stöðu sína myndarlega með samstarfi eða jafnvel eignatengslum/ samruna við SAS og samstarfsfélög þess. Sá möguleiki getur í mínum huga réttlætt kaup á Flugleiðabréfum á núverandi gengi. C Niðurstöður N Flug- Eim- Hamp- lciðir skip iðjan Gengi 28.4. 1,10 3,90 1,20 Davíð: Kaupa Óbr. Óbr. Stefán: Skammtíma Óbr. Óbr. Óbr. Langtíma Kaupa Kaupa Selja J H 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.