Vísbending


Vísbending - 30.04.1993, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.04.1993, Blaðsíða 4
ISBENDING ^tt j •• T s v a r t\ Hagtolur“t frá íyrra tbl. Fjármagnsmarkaður Peningamagn (M3)-ár 3% 31.01 Verðtryggð bankalán 9,2% 11.04 Overðtr. bankalán 13.1% 11.04 Lausafjárhhttfall b&s 12.8% 01.02 Húsbr.,kaup VÞI 7,48-7.49% 26.04 Sparisk kaup VÞÍ 7,05-7,15% 26.04 Hlutabréf (VIB) 598 26.04 Fyrir viku 603 Raunáv. 3 mán. -42 %o ár -18% Lánskjaravísitala 3.278 05.93 spá m.v. fast gengi 3.281 06.93 og ekkert launaski ið 3.281 07.93 3.283 08.93 3.285 09.93 3.286 10.93 3.288 11.93 3.290 12.93 Verðlag og vinnuniarkaður Framfærsluvísitala 165,9 04.93 Verðbólga- 3 mán 4% 04.93 ár 3% 04.93 Framfvís.-spá 166.2 05.93 (m.v. fast gengi. 166,4 06.93 ekkert launaskrið) 166,5 07.93 166.7 08.93 166.8 09.93 166,9 10.93 167.0 11.93 Launavísitala 131,1 03.93 Arshækkun- 3 mán 1% 03.93 ár 2% 03.93 Launaskr-ár 0% 03.93 Kaupmáttur 3 mán -2% 03.93 -ár -1% 03.93 Skortur á vinnuafli -1.1% 01.93 fyrir ári -0,7% Atvinnuleysi 5,4% 03.93 fyrir ári 3,0% Gengi (sala) Bandaríkjadalur 62,4 27.04. fyrir viku 63,0 Sterlingspund 98.8 27.04. íyrir viku 97.6 Þýskt mark 39.6 27.04. fvrir viku 39,6 Japanskt jen 0,565 27.04. íyrir viku 0,569 Erlendar hagtölur Bandaríkin Verðbólga-ár 3% 03.93 Atvinnuleysi 7,0% 03.93 fyrir ári 7,3% Hlutabréf (DJ) 3.412 26.04. fyrir viku 3.461 breyling á ári 2%, Liborvext. 3 mán Bretland 3,1 %o 20.04. Verðbólga-ár 2% 03.93 Atvinnuleysi 10,5% 03.93 fyrir ári 9.4% Hlutabréf (FT) 2822 26.04. fyrir viku 2830 breyting á ári 7% Liborvext. 3 mán 6.2% 26.04. V-Þýskaland Verðbólga-ár 4% 03.93 Atvinnuleysi 7,8% 03.93 ÍVrir ári 6,3% Hlutabréf (Com) 1850 26.04. týrir viku 1897 breyling á ári -8% Evróvextir 3 mán 7,8%o 26.04. Japan Verðbólga-ár 1% 02.93 Atvimiuleysi 2,3% 02.93 fyrir ári 2.0% Hlutabréf-ár 18% 20.04. N orðursj á varol í a 18,9 26.04. fyrir viku 18.8 y Þýskaland: Eim læklca vextir Þýski seðlabankinn lækkaði enn vexti 22. apríl. Grunnvextir lækkuðu um 0,25% og eru nú 7,25%. Þetta er í þriðja skipti sem þeir eru lækkaðir frú ársbyrjun. Lombard-vextir eru mikil- vægari, en þeir voru lækkaðir um 0,5% og eru nú 8,5%. Bæði grunnvextir og Lombard-vextir hafa nú lækkað um 1% frá áramótum. Búist hafði verið við vaxtalækkun, en ekki alveg svona fljótt, því að seðlabankinn hafði nýlega greint frá tölum um meiri vöxt peningamagns en búist hafði verið við. Þá töldu ýmsir líka að bankinn myndi bíða eftir að verðbólga hjaðnaði meira. Ársverð- bólga samkvæmt opinberum tölum er 4,2%, en seðlabankinn stefnir að 2% verðbólgu. Ekki bætti úr skák að nýlega hafði verið skýrt frá því að halli á ríkisrekstri á árinu yrði sennilega 20% meiri en áður hafði verið talið. Almennt er nú spáð 1 -2% samdrætti í framleiðslu Þjóðverja á árinu og er það heldur meiri samdráttur en spáð var í upphafi árs. Seðlabankar víðs vegar um Evrópu lækkuðu vexti í kjölfar ákvörðunar þýska seðlabankans. Verð hlutabréfa hækkaði víða í álfunni. Gengi marksins lækkaði um tíma gagnvart bandaríkja- dal, en hækkaði síðan aftur. y Bretland: Fæn i atvinnulausir Atvinnulausum í Bretlandi fækkaði flestum að óvörum í mars og eru þeir nú rúmlcga 2,9 milljónir. Nú vantar 10,5% vinnufærra Breta atvinnu en hlutfallið var 10,6%o í febrúar. Þetta er annar mánuðurinn i röð sem atvinnulausum fækkar í landinu. Hagfræðingar vilja þó ekki fullyrða að atvinnuleysið hafi náð hámarki, en áður hafði því verið spáð að atvinnulausir yrðu vel á fjórðu milljón áður en þeim tæki aftur að fækka. En nýjar tölur urn vaxandi framleiðslu og óvenjulitlar kauphækkanir gefa ástæðu til að ætla að líf sé að l'ærast i efnahags- lífið, án þess að verðbólga sé á uppleið. Þessar fréttir, sem bárust út 22. apríl ásamt fréttum af vaxlalækkun þýska seðlabankans, stuðluðu að hækkun punds á gjaldeyrismörkuðum. g Svíþjóð: Tillögur um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda Stjórn Svíþjóðar kynnti nýlega tillögur um mikinn niðurskurð ríkis- útgjalda. Jafnframt kom fram að útlit væri fyrir að halli ríkissjóðs á reiknings- árinu, sem hefst 1. júlí næstkomandi, yrði sennilega tæp 13% lands- framleiðslu. Hallinn er nú með því mesta sem gerist í Vestur-Evrópu og hefur hann þrefaldast undanfarin þrjú ár. Hagvaxtarhorfur eru nú lakari en þegar fjárlagafrumvarp var lagt fram í árs- byrjun og það hvatti stjórnvöld til þess að leita nýrra sparnaðarleiða. Ríkis- útgjöld verða fryst til aldamóta ef til- lögur ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. Auk þess er ætlunin að draga úr greiðslum lífeyris, atvinnuleysisbóta og annarra styrkja úr ríkissjóði. Greiðslur til atvinnulausra og sjúkra verða til dærnis um 80%o af launum, en núna fá menn 90-100%>. Búist er við að þjóðar- framleiðsla dragist saman urn 1,7%o árið 1993 en vaxi svo um 1,2% árið 1994. Samkeppnishæfi landsins hefur reyndar vaxið og útflutningur aukist eftir mikla gengisfellingu krónunnar í nóvember. Sænska krónan hefur fallið um tæp 20%o gagnvart þýsku marki síðan í haust. ______________J Viðskipti: Bráðabirgðasainlcomulag Bandaríkjamia og Evrópu- bandalagsins Ráðamenn Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna komust að bráðabirgða- samkomulagi um opinber útboð 21. april síðastliðinn. Samkomulagið kem- ur í veg fyrir viðskiptastríð urn sinn, en Bandaríkjamenn hyggjast þó grípa til nokkurra af þeim refsiaðgerðum gegn Evrópubandalaginu, sem þeir höfðu boðað. Upphaf þessarar deilu er að Evrópubandalagið opnaði fyrir tilboð útlendinga í vinnu á vegum stjórnvalda við fjarskipti, orkumál, ilutninga og vatnsveitur. Til þess að afla þessu stuðnings var ákveðið að ekki skyldi tekið tilboðum frá löndum utan Evrópu- bandalagsins nema þau væru að minnsta kosti 3%o lægri en önnur . Auk þess mátti hafna tilboðum sem væru að rneira en helmingi upprunnin utan Evrópu. Banda-ríkjamenn töldu sér hér mismunað. Evrópubandalagið hélt því fram á móti að bandarísk lög á þessu sviði væru enn fjandsamlegri út- lendingum. Samkomulagið felur í sér að öllum hömlum verður létt af sölu rafmagnsvara yfir Atlantshaf, en hindranir á flutningi annarra vara eru óbreyttar.____________________i Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson. Útgefandi.: Talnakönnun hf., Sigtúni 7,105 Reykjavík.Sími 688644. Myndsendir: 688648. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent Gutenberg. Upplag 500 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.