Vísbending - 30.12.1993, Side 1
sHisbending
Hr i t u m viðskipli o g efnahagsmál
30.
desember
1993
50. tbl. 11. árg.
Stöðugleiki og
nýsköpun
Jón Sigurðsson
Þegar litið er til baka er greinilegt að
aflvaki framfara í upphafi þessarar aldar
var dugur og áræði einstaklinga og
samtaka þeirra, innstreymi erlends
fjármagns í fjárvana hagkerfi og opnir
markaðir fyrir utanríkisverslun. Til að
nýta miklarnáttúruauðlindir og markaðs-
möguleika sárvantaði þjóðina fjármagn:
Starfsfé fyrir Island, eins og Einar skáld
Benediktsson komst að orði. Að því
fengnu var hrcyfiafl framfaranna leyst úr
læðingi. Þannig varð 20. öldin fram-
faraöld.
Þetta er rifjað upp vegna þess að
íslenskt atvinnulíf stendur nú í ýmsum
skilningi á krossgötum þegar 20. öldinni
er að ljúka. Þjóðin hefur hreppt nokkurra
ára andbyr. Stöðnun og svartsýni hafa
sett mark sitt á þjóðlífið og umræður um
efnahagsmál. A slíkum tímum reynir á
hæfileika til endurskoðunar og endur-
nýjunar.
Hagþróun síðustu ára
Síðustu sex ár hefur ríkt stöðnun í
íslenskum þjóðarbúskap. Árin 1989,
1990,1991 og 1993 sýnaað vísudálítinn
hagvöxt, en árið 1992 og spáin fyrir 1994
nokkru meiri afturkipp. Landsfram-
leiðslan á mann hefur hins vegar dregist
saman á hverju ári frá 1987.
Þessi óhagstæða þróun á sér tvær
meginskýringar; annars vegar skerðingu
á aflaheimildum til verndar fiskstofnum,
hins vegar erfiðleika á erlendum mörk-
uðurn fyrirhelstu útflutningsvörur, bæði
fisk- og málmafurðir. Þessir markaðs-
erfiðleikar hafa ekki einungis valdið
verðlækkun og þannig skert útflutnings-
tekjur, heldur einnig tafið mikilvægar
framkvæmdir til frekari nýtingar orku-
lindanna. Þráttfyrirþessaerfiðleikahefur
þó náðst mikilvægur árangur á ýmsurn
sviðum efnahagsmála á síðustu árum.
✓
Arangur og erfiðleikar
Belra jafnvægi er nú í viðskiptum við
önnurlöndenumlangtárabil. Verðbólgu
hefur verið haldið í skefjum og fer nú
lækkandi. Hjöðnun hennar er ef til vill
athyglisverðasta breytingin í íslensku
efnahagslífi á síðustu árum. Ekkert dæmi
er um það að öðru OECD-landi en Islandi
hafi tekist að lækka verðbolgu úr meira
en 20% á ári í um 4% á aðeins þremur
árum.
Þá hafa á síðustu árum verið gerðar
miklar endurbætur á umgjörð alls við-
skiptalífs í landinu. Sett hafa verið ný
lög um innflutning, gjaldeyrisviðskipti
og gengismál, um verðbréfaviðskipli og
fyrirtæki á fjármagnsmarkaði. Þá hafa
verið sett ný samkeppnislög. Með
þessum umbótum hefur verið lagður
grundvöllur að frjálsari viðskiplunt
innanlands og milli Islands og annarra
landa, og þar með að virkari markaðs-
verðmyndun og belri nýtingu fram-
leiðsluþáttanna.
Þótt markverður árangur hafi náðst
blasa enn við ýmis torieyst vandantál.
Halli á ríkissjóði er meiri en fær staðist
til lengdar, og nátengt honum er annað
vandamál, háir raunvextir. Umi'angs-
mikill skipulagsvandi í sjávarútvegi og
landbúnaði bíður enn úrlausnar. Fjár-
munamyndun er í sögulegu lágmarki í
hlutfalli við landsframleiðslu. Þessi
vandamál torvelda eflingu atvinnu sem
ernú mikilvægasta verkefnihagstjórnar,
en atvinnuleysi á bilinu 4-5% af mannafla
er mikið áhyggjuefni..
Síðast en ekki síst hefur skuldsetning
þjóðarbúsins vaxið á síðustu árum.
Erlendar skuldir hafa hækkað í hlutfalli
við landsframleiðslu. Jafnframt hefur
meðalendurgreiðslutími útistandandi
erlendra skuldaþjóðarbúsins í heild styst,
en því fylgir vaxandi greiðslubyrði,
jafnvel þótt vextir erlendis haldist áfram
lágir.
Þegar rætur þessa vanda eru kannaðar
er ástæða til að hafa í huga að erfið-
leikarnirsemfylgjastöðnunog afturkipp
íþjóðarbúskapnumkomaíkjölfarmikils
gróskuskeiðs sem lyfti framleiðslu og
tekjum þjóðarinnar á hærra stig árið 1987
en nokkru sinni fyrr - og raunar hærra en
varanlegur grundvöllur var fyrir. Þá er
enn fremur nauðsynlegt að hafa í huga að
efnahagsástandið hefur verið miður gott
í flestum iðnríkjanna undanfarin ár og
litlar líkur eru á kröftugri uppsveiflu í
bráð.
Lánastofnanir
Erfiðri afkornu mikilvægra atvinnu-
greina, skuldaaukningu og lækkandi
eignaverði hafa óhjákvæmilega fylgt
aukin útlánatöp innlánsstofnana og
fjárfestingarlánasjóða á síðustu árum.
Reynst hefur nauðsynlegt að grípa til
sérstakra ráðstafana vegna hennar.
Þannig var eigið fé Landsbanka Islands
aukið um 4,3 milljarða króna með sér-
stakri lagasetningu fyrr á þessu ári. Jafn-
framt voru tryggingasjóðir innláns-
stofnana efldir tii þess að takast á við
vandamál af þessu tagi ef á þyrfti að halda.
Þegar horft er fram á veginn virðist
mikilvægt að breyta skipulagi banka og
sparisjóða þannig að þeir geti allir átt
þess kost að styrkja eiginfjárstöðu sína
með útboði á markaði. Islenska lána-
kerfið hefur að undanförnu gengið í
gegnum verulegar skipulagsbreytingar
og framundan eru án efa frekari breytingar
vegna opnunar markaða, aukinnar sam-
keppni og örra tæknibreytinga sem
krefjast enn meiri hagræðingar í rekstri
en þegar hefur náðst.
Fjármál hins opinbera
Ljósl er að samdráttur þjóðartekna og
atvinnu undanfarin ár hefur þrengt hag
ríkisins. Skatttekjur hafa minnkað og
atvinnuleysisbætur aukist en auk halla
sem tengist hagsveiflunni glímir ríkis-
sjóður nú við vaxandi útgjöld vegna
ýmissa lögbundinna útgjaldakerfa og
verkefna til langs tíma. Þetta er lang-
tímavandi sem m.a. tengist breytingu á
aldursskiptingu þjóðarinnar og ónógri
tekjuöflun lil að rnæta margvíslegri
opinberri þjónustu.
Þrálátum hallarekstri hins opinbera
fylgir skuldasöfnun. Skuldir hins
opinbera hafa vaxið hröðum skrefum
síðustu ár. Auk þess hafa beinar og
óbeinar ríkisábyrgðir vaxið rnikið.
Trúverðugur og fyrir fram ákveðinn ferill
í átt að jöfnuði í ríkisfjármálum er ein
mikilvægasta forsenda lægri vaxta og
aukins svigrúms til vaxtar atvinnu-
veganna.
Peningamál og vextir
Tæki og aðferðir Seðlabankans við
framkvæmd peningamálastefnu hafa
tekið umtalsverðum breytingum. Mikil-
vægur þáttur þeirra var samningur Seðla-
bankansog fjármálaráðuneytisinsfráþví
í febrúar í ár sern fól í sér að dregið er úr
notkun yfirdráttar og beinna lána frá
bankanum til ríkissjóðs og er ætlunin að
taka alveg fyrir þau á næsta ári. Ríkis-
sjóður aflar nú skammtímalána með
reglulegum uppboðum ríkisvíxla og
ríkisbréfa. Þessi skammtímabréf eru
skráð á Verðbréfaþingi Islands og leggja
þannig grunn að skipulegum peninga-
markaði. Þessi aðferð við lánsfjáröflun
ríkisins breytirmiklu við stjórn peninga-
mála, einkum því er snýr að vaxla-
myndun. í slað þess að ríkissjóðurákveði
• Stöðugleiki og nýsköpim
• Fjármagnsmarkaður 1992