Vísbending


Vísbending - 30.12.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 30.12.1993, Blaðsíða 3
Langtímavextir og banka- vextir 1993: ISBENDING Langtímavextir 1992-1993 Raunávöxtun hvers mánaðar (%) Vextir lækka þrátt fyrir verðtryggingu Ólafur K. Ólafs Athyglisverður árangur náðist við lækkun vaxta verðtryggðra skuld- bindinga á innlendum fjármagnsmarkaði á árinu 1993. Undir lok ársins voru vextir verðtry ggðra ríkis verðbréfa á V erðbréfa- þingi 4,7-5,4% og hafa ekki verið lægri fráþví að skipulagðureftirmarkaðurvarð til árið 1986. A frummarkaði voru vextir spariskírteina um 5%, sem eru lægstu vextir þeirra frá 1983, og meðalvextir verðtryggðra bankalána hafa ekki verið lægri í fjögur ár. Hins vegar héldust raunvextir óverðtryggðra bankalána verulega háir. Vextir spariskírteina lækka meira en húsbréfavextir Avöxtun spariskírteina í viðskiptum á Verðbréfaþingi lækkaði verulegaáárinu 1993. Hún var7,7% íjanúar, 6,7% íjúlí en um 5% í desember. Nokkur vaxta- hækkun varð í júnímánuði. Seðlabanki hafði haldið vöxtum spariskírteina niðri með miklum kaupum á spariskírteinum. Aukiðframboð þeirraíbyrjunjúníleiddi til þess að vextir þeirra hækkuðu. Eftir gengisfellinguna28.júníjóksteftirspurn eftir spariskírteinum sem áttu tiltölulega skamman tíma í innlausn og olli hún vaxtalækkun íjúlí og ágúst. I september hækkaði ávöxtun spariskírteina síðan aftur á þinginu, var 6,9% að meðaltali. Talsverð umræðahefur verið áárinu um samband vaxta og verðtry ggingar. Menn hafa haldið því fram að vegna verðtryggingar væri erfitt að ná fram vaxtalækkun. Undanfarin ár hefur markaðurinn illa geta sætt sig við að vextir spariskírteina færu undir 7 %. Með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 29. október sl. um aðgerðir í vaxtamálum má segja að sá múr hafi verið rofinn. Þar kemur meðal annars fram að stefnt skuli að því að vextir spariskírteina lækki fyrst í stað í 5 % og síðan enn frekar í áföngum. Þessu á meðal annars að ná fram þannig að ríkissjóður leiti í auknum mæli á erlendan markað, ef ekki fást viðunandi kjör innanlands, og Seðlabanki beiti sér með öflugum hætti á eftirmarkaði. Enn fremur var stefnt að því að rýmka reglur um bindi- og lausa- fjárskyldu banka og sparisjóða til að stuðla að lækkun vaxta hjá þeim. I kjölfar yfirlýs- ingar ríkisstjórn- arinnar lækkuðu vextirríkisverðbréfa verulega. Sölu- ávöxtun nýjustu llokka spariskírteina á Verðbréfaþingi hefur frá 25. október lækkað um 2,25 prósentustig, úr 6,95% í 4,7%, og ávöxtun spari- skírteina í við- skiptum á þinginu verður undir 5% að meðaltali í desem- ber. Raunvextir spariskírteina á eftirmarkaði eru í lok ársins þeir lægstu frá upphafi Verðbréfaþings Islands. Avöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði ekki eins mikið og spariskírteina 1993. í desember er útlit fyrir að ávöxtun húsbréfa verði að meðaltali 0,7 pró- sentustigum hærri en ávöxtun spari- skírteina. Þrátt fyrir þetta er ávöxtunar- krafa á nýjustu flokkum húsbréfa í lok ársins 1993 sú lægsta frá upphafi, eða 5,45% í kaupum en 5,40% í sölu. Bæði er þar um að ræða flokka með 5 og 6% nafnvöxtum. Talsvert yfirverð er því á þeim flokkum sem bera 6% nafnvexli en hins vegar nokkur afföll í flokki húsbréfa með 5% nafnvöxtum. Athygli vekur að sama ávöxtunarkrafa er á nýjustu flokkunum þrátt fyrir að óvissuálag ætti að hækka við það að yfirverð komi í stað affalla. Ef bréf, sem keypt eru á yfirverði, eru dregin út snemrna á binditíma (innan 10 ára) fæst verulega lægri ávöxtun en á þeim bréfum sem keypt eru með afföllum miðað við ríkjandi ávöxtunarkröfu á markaðnum. Það er því ekki hyggilegt fyrir fjárfesta að kaupa bréf á yfirverði þegar í boði eru á sama tíma flokkar með afföllum (ávöxtunarkröfu yfir nafn- vöxtum) með sörnu ávöxtunarkröfu. Meðalávöxtun á uppboðum spari- skírteina og húsnæðisbréfa var 7-7,5% fyrstu 10 mánuði ársins 1993. Á upp- boðum í nóvember og desember var meðalávöxtun tekinna tilboða um 5%, sem er um 2,2 prósentustiga lækkun frá uppboði um miðjan október. Raunvextir spariskírteina í frumsölu hafaekki verið lægri frá því árið 1983. Með síðustu uppboðum hefur verið staðfestur sá ásetningur stjórnvalda að taka ekki tilboðum með hærri ávöxtunarkröfu en 5%. Vextir verðtry ggðra bankalána lækka Bankar og sparisjóðir fylgdu eftir vaxtalækkun verðtryggðra ríkisskulda- / Dæmi um raunávöxtun verðbréfa á verðbréfamarkaði í árslok 1993 (%)' 1992 1993 Breyt. Spariskírtcini ríkissjóðs: Bein sala 6,5 Áskrift 6,5 4,5 -2,0 Uppboð 7,7 5,0 -2,7 VÞI, ávöxtunarkrafa (K)2 7,8 5,0 -2,8 VÞl, ávöxtunarkrafa (S)2 7,5 4,7 -2,8 Meðalávöxtun í desember 7,6 4,9 -2,7 Húsbréf: Uppboð 20 ára bréfa 7,9 5,0 -2,9 VÞI, ávöxtunarkrafa (K)2 7,6 5,45 -2,2 VÞÍ, ávöxtunarkrafa (S)2 7,5 5,4 -2,1 Meðalávöxtun í desember 7,5 5,6 -2,0 Hankahréf 7,0 5,5 -1,5 Skuldabréf: Eignaleiga3 8,8 6,5 -1,5 Fj árfesti ngalánasj ? 8,8 7,0 -1,8 Sveitaifélaga3 8,5 7,0 -1,5 Traustra fyrirtækja3 8,5 7,5 -1,0 F asteignatr. skuldabréf’ 12,0 10,0 -2,0 1 Raunávöxtun miðað við breytingar lánskjaravísitölu. 2 Tilboð í nýjustu llokka. 3 Heimild: Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans. V_______________________________________________________________________) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.