Vísbending - 30.12.1993, Side 2
vaxtakjör á verðbréí'um, sem hann býður
til sölu, ráðast vextirnir á markaði.
Vandinn í vaxtamyndun hér á landi er
ekki síst sá að bankavextir taka lítt mið
af þróun skammtímavaxta á markaði. Hér
veldur einkum fernt: útlánatöp og erfið
afkoma bankanna um þessar mundir,
fákeppni á fjármagnsmarkaði, ann-
markar á skipulagi á fjármagnsmarkaði
og síðast en ekki síst mikil lánsfjárþörf
hins opinbera.
Bindiskylda innlánsstofnana var
lækkuð um sl. áramót, vextir af lána-
fyrirgreiðslu Seðlabankans voru lækkaðir
í apríl og aftur í október. Aðgangur banka
og sparisjóða að fyrirgreiðslu í Seðla-
bankanum var rýmkaður, bæði um mitt
ár og í október. I september gerði Seðla-
bankinn umfangsmikla vaxtaskipta-
samningaviðbankaogsparisjóði til þess
að eyða rekstraráhættu sem fylgt hefur
svonefndunt verðtryggingarhalla í
reikningum innlánsstofnana. Vextir
Seðlabankans voru lækkaðir tvívegis í
október og eru nú svipaðir eða lægri en í
nálægum löndum. Þessar aðgerðir allar
voru þættir í viðleitni bankans til
lækkunar vaxta á árinu.
Sem kunnugt er kynnti ríkisstjórnin
sanrræmdar ráðstafanir til lækkunar
vaxta í lok október sl. en raunvextir voru
augljóslega orðnir of háir í ljósi ríkjandi
efnahagsástands. Kjarni þeirra er að
ríkissjóður hyggst ekki selja spari-
skírteini gegn hærri ávöxtunarkröfu en
5%, en takaerlend lán ella. Seðlabankinn
tekur þátt í þessum aðgerðunt, bæði með
markaðsaðgerðum, þ.e. meðþví að lækka
ávöxtunarboð sín á eftirmarkaði spari-
skírteina, og með því að lækka bindi-
skyldu og lausafjárhlutfall innláns-
stofnana. Til þess að liðka til á markaði
fyrir húsbréf ákvað Seðlabankinn
jafnframt að heimila innlánsstofnunum
að telja húsbréfaeign lil lauss fjár með
sama hætti og spariskírteini ríkissjóðs.
Auk þess tvöfaldaði bankinn mögulega
fyrirgreiðslu sína við viðskiptavaka á
Verðbréfaþingi íslands.
Frá því aðgerðirnar voru kynntar hafa
raunvextir spariskírteina lækkað um 2%,
bæði á eftirmarkaði og í frumsölu.
Raunvextir spariskírteina á eftirmarkaði
eru um þessar ntundir lægri en nokkru
sinnifráþvíað skipulagðureftirmarkaður
varð til árið 1986 og raunvextirífrumsölu
nú lægri en þeir hafa verið allt frá árinu
1983. Þá hafa bankar og sparisjóðir
lækkað vexti sína um nálægt 2%.
Peningakerfið hefur skilað sínu og nú
er nauðsynlegt að aðrir leggi sitt af
mörkum. Enginn vafi virðist á því að
þessar aðgerðir til vaxtalækkunar eru
trúverðugar á markaði, en nauðsynlegt
er að vaxtaaðgerðunum fylgi ákveðin
stefnumörkun í ríkisfjármálum.
Gengi og gjaldeyrismál
I maílok sl. hófust millibankaviðskipti
með gjaldeyri hér á landi fyrir tilstilli og
með þátttöku Seðlabankans, á grundvelli
lagasetningar frá árinu 1992. A þessum
markaði hefurframboð og eftirspurn eftir
gjaldeyri meiri og beinni áhrif á ákvörðun
gengis en áður, og þaðan fást mikil vægar
vísbendingar um gengi krónunnar. Þegar
viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði var
ákveðið að gengisstefnan yrði óbreytt í
þeim skilningi að stöðugt gengi yrði
áfram eitt helsta markmið stefnunnar í
peningamálum. Jafnframt var sú
ákvörðun staðfestað Seðlabankinn skyldi
halda genginu innan markanna 2Va% til
hvorrar handar frá miðgengi.
Um þær ntundir sem millibanka-
markaður með gjaldeyri hóf göngu sína
voru teknar ákvarðanir um niðurskurð
aflaheimilda á nýju fiskveiðiári 1993-
1994, og skýrari niðurstöður en áður
komu frarn um verulega rýmun viðskipta-
kjara. Af þessum sökum var ákveðið að
lækka gengi krónunnar unt 7,5% hinn
28. júní sl. Eftir gengislækkunina er
raungengi krónunnar í lágmarki miðað
við síðustu þrjá áratugi. Hin nýja
gengistilhögun stóð af sér snarpan
s vipti vind þegar gengissamstarf Evrópu-
bandalagsríkja gliðnaði í ágústbyrjun.
Að því gefnu að stöðugt verðlag sé
framvegis sem hingað til meginmarkmið
stefnunnar í peningamálum, verður ekki
séð að önnur viðmiðun í stjórn peninga-
ntála sé betri en stöðugt gengi. Slíkt
millimarkmið verður að hafa sterkt
samband við hið endanlega markmið sem
er stöðugt verðlag.
Enginn vafi er á að ein helsta skýring
þess að úr viðskiptahalla hefur dregið á
árinu 1993 er lækkun á raungengi krón-
unnar í kjölfar tveggja lækkana á nafn-
gengi, þ.e. 6% í lok nóvember 1992 og
um 7,5% í lok júní sl. Það er sérstaklega
mikilvægt í þessu sambandi að í kjölfar
þessara gengisbreytinga fylgdi ekki
almenn launa- og kostnaðarhækkun
innanlands. Við þettahefur samkeppnis-
staða íslenskra atvinnuvega batnað.
Lækkun viðskiptahalla þrátt fyrir
rýrnun útflulningstekna ber voll um
mikilsverðan árangur. Lítil fjárfesting og
lækkun þjóðhagslegs sparnaðar varpar
þó skugga á þennan árangur, en endur-
reisn beggja þessara þátta í þjóðarbú-
skapnum er forsenda hagvaxtar. A næstu
árum þarf því að koma til efling út-
flutnings og nýjunga í atvinnulífinu. Lágt
raungengi krónunnar ætti að skapa slíkri
þróun æskileg skilyrði. Reyndarmáþegar
á þessu ári sjá vaxtarsprota í útflutningi
sem benda í þessa átt.
Horfur næstu ár
Við þær aðstæður sem ég hef nú lýst
þurfum við að horfa fram á veginn og
leggja grunn að nýrri framfarasókn. Það
er nú enn mikil vægara en áður vegnaþess
að með auknum alþjóðasamskiplum,
sókn íslenskra ungmenna í menntun
erlendis og auknum möguleikum til starfa
erlendis eykst samkeppni um hæfi-
leikaríkustu og dugmestu einstaklingana.
Verkefnið sem við glímum við er ekki
aðeins að fá þessu fólki störf við hæfi
ÍSBENDING
heldur einnig að skapa þær aðstæður að
sá kraftur sem í því býr fái að njóta sín
við arðbær og skapandi verkefni.
Eins og áður er fjármagn eitt af grund-
vallarskilyrðum þess að þetta takist. Án
fjármagns verður engin nýsköpun.
Stuðningur við hagnýtar rannsóknir og
þróunars tarf fyrirtækj a á s viði hönnunar,
vöruþróunar, framleiðslutækni og
markaðsaðgerða er í reynd einn mikil-
vægasti þáttur í atvinnustefnu stjórn-
valda. Það er ánægjulegt að þessir þættir
eru nú komnir upp á yfirborð efnahags-
og atvinnumálaumræðunnar og eru
rnetnir að verðleikum sem snar þáttur í
nauðsynlegum efnahagsaðgerðum.
Samkeppnisstaða íslenskra atvinnu-
vega hefur verið að batna að undanförnu
vegna lágrar verðbólgu, lágs raungengis,
lækkunar skatta á fyrirtækjum með af-
námi aðstöðugjalds og lækkun tekju-
skatts og vegna opnunar markaða, bæði
innan lands og milli landa. Þegar á þessu
ári má greina slík áhrif í auknum út-
flutningi nýrra greina á Islandi. Til þess
að bætt starfsskilyrði fái notið sín til fulls
er mikilvægast að milliríkjaviðskipti
glæðist. Nú liggurfyrirfarsæl niðurstaða
í GATT-viðræðum en staðfesting EES-
samningsins og NAFTA-fríverslunar-
samnings Norður-Ameríkuríkjanna
þriggja eru ekki síður mikilvæg skref til
að styðja batann í efnahag iðnríkjanna á
Vesturlöndum. Það sem sameinarflesta
ef ekki alla möguleika til framfara á
Islandi í framtíðinni er að þeir þurfa á
opnum mörkuðum og hagvexti í unt-
heiminum að halda.
Stöðugleiki og nýsköpun
Eg hef áður vikið að nauðsyn þess að
draga úr ríkissjóðshailanum og að
óley stum skipulagsvanda í hefðbundnum
atvinnugreinum, sjávarútvegi og land-
búnaði. I skipulagsumbótum í þessum
greinum eru reyndar fólgnir mikilvægir
möguleikar til framfara. Með umbótum
á fjármagnsmarkaði og minnkandi
lánsfjárþörf hins opinbera má stuðla að
lækkun verðbólgu, jal'nari og lægri
nafnvöxtum og lægri raunvöxtum til
frambúðar. Mikilvægustu skilyrðin til
framfara nú eru stöðugleiki í efnahags-
málum og örvun til nýsköpunar. í fljótu
bragði gæti virst að í þessu felist mótsögn,
það er að nýsköpun og stöðugleiki séu
andstæður. En svo er ekki. Peninga-
málastefnasem miðaraðverðstöðugleika
bætir skilyrði fyrir lágum langtíma-
vöxtum. Hún er snar þáttur í því að my nda
stöðugt efnahagsumhverfi sem hvetur til
nýjunga og fjárfestingar einstaklinga og
fyrirtækja sem er undirstaða hagvaxtar
þegar ti 1 lengdar lætur. Þetta á ekki aðeins
við um stöðugt verðlag, heldur einnig
gengi og vexti og önnur starfsskilyrði
atvinnulífsins. Þannig styður stöðug-
leikinn nýsköpun.
Höfundur er hagfrœðingur og
bankastjóri Seðlabanka Islands
1
2