Vísbending


Vísbending - 27.01.1994, Qupperneq 1

Vísbending - 27.01.1994, Qupperneq 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 27. janúar 1994 4. tbl. 12. árg. Vandi skipasmíða- iðnaðarins Þann 14. janúar síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að veita um 76 milljónum króna á þessu ári til þess að niðurgreiða íslenskan skipasmíðaiðnað og stuðla að bættri samkeppnisstöðu greinarinnar gagnvart erlendum. Styrkurinn erveittur á grundvelli nefndarálits frá því í des- ember s.l. um verkefnastöðu og horfur í skipasmíðaiðnaði. Nefnd þessi varskip- uð af iðnaðarráðherra á seinni hluta árs 1991 að beiðni skipasmíðaiðnaðarins en í henni sátu fulltrúar frá ríkinu og hags- munaaðilum. Helstu orsakir slæmrar stöðu Mönnum hefur verið tíðrætt um vanda skipasmíðaiðnaðarins hér á landi að undanförnu. Afkorna atvinnugreinar- innar hefur verið sveiflukennd í gegnum tíðina en farið áberandi versnandi á síðustutveimurárum. Aárinu 1992 nam rekstrartap að meðaltal i um 8% af tekjum og þess er ekki að vænta að afkoman hafibatnaðáárinu 1993. Eigiðfégreinar- innar hefur að sama skapi minnkað hratt á fáurn árum eða úr 35% á árinu 1988 í tæplega 4% 1992. Fjárhagsleg staða skipasmíðaiðnaðarins í heild erþví mjög slæm og fer versnandi. N efndin skýrir þessa óhagstæðu þróun einkurn áþann veg aðhelstu samkeppnis- lönd okkar á sviði skipasmíðaiðnaðar (Pólland og Noregur) veiti styrkjum í einhverju formi til atvinnugreinarinnar í sínum heimalöndum og að íslenskur skipasmíðaiðnaður geti þess vegna ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við þessi lönd. Því til stuðnings er bent á að markaðshlutdeild hérlendra skipasmíða- stöðva í nýsmíði og endurbótum hafi farið síminnkandi á undanförnum árum. Þetta kemur vel fram á meðfylgjandi mynd sem sýnir skiptingu innlendra smíðaverkefna á milli heimamarkaðar ogutanlandsmarkaðar. Hlutdeildin hefur minnkað mjög merkjanlega, einkum frá árinu 1985. A myndinni kernur þó annað fram sem er ekki síður áhugavert í þessu sambandi. lnnlendur markaður fyrir nýsmíða- og endurbótaverkefni í skipa- iðnaði hefur minnkað stórlega frá árunum 1987og 1988efundanerskiliðárið 1992. Að verðmæti nemur lækkunin um 6,2 milljörðum króna fram til ársins 1993 á föstu verðlagi þess árs, en það svarar til um 71% samdráttar frá því sem var á uppgangsárun- um. Verkefha- samdrátturinn er mun meiri en að meðaltali í öðr- umiðnaðiáþessu tímabili og má líklegaaðstærst- umhlutarekjatil mjög versnandi afkomu í sjávar- útvegi frá árinu 1987vegnaafla- skerðingar og lækkunar fisk- verðs. Þá hefur efnahagslægð veriðviðvarandi í flestum ríkjum hins vestræna heims frá árinu 1990 og sam- dráltur víða í sjávarútvegi vegna afla- skerðinga. Slikt leiðireðlilega til harðn- andi samkeppni á alþjóðlegum skipa- smíðamarkaði og kann því að vera ein al' skýringunum á því að færri skipa- smíðaverkefni hafa komið í hlut inn- lendra aðila á síðustu árum. Verkefnaskortur, bæði hér heima og á alþjóðlegum markaði, er því sennilega ein helsta orsök slæmrar stöðu skipa- smíðaiðnaðarins í dag fremur en ríkis- styrkir í útlöndum eins og nefndin heldur fram, en í niðurstöðum skýrslunnar segir meðal annars: „Aðrar ástæður fyrir slæmri verkefnastöðu skipasmíðaiðn- aðarins en ríkisstyrkir eru tiltölulega léttvægar í samanburði við þá röskun sem þeir hafa valdið“! Jöfnunartolla eða styrki? Út frá þessari meginniðurstöðu sinni um vanda skipasmíðaiðnaðarins velti nefndin up|r þremur möguleikum til úr- bóta. Þeir felast í því að beita jöfnunar- tollum á innflutt skip, veita beinum ríkisstyrkjum til skipasmíðaiðnaðarins hér á landi eða beita báðum aðferðunum eftir aðstæðum. Fullyrt er í skýrslunni að allir kostirnir standist skuldbindingar og heimildir í alþjóðasamningum sem ísland hefur tekist á hendur en iðnaðarráðherra lét þó þau umrnæli falla í blaðaviðtali fyrir skemmstu að ráðu- neyti hans hygðist kanna hvort grund- völlur væri fyrir því að kæra ríkisstyrki Norðmanna til Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópubandalagsins vegna EES- samningsins. í skýrslu sem starfshópur á vegum iðnaðarráðuneytisins skilaði af sér í maí 1993 um ríkisstyrki og undirboð í skipasmíðaiðnaði kemur m.a. fram að aðilar EES-samningsins hafi skuld- bundið sig til að framfylgja 61. grein hans frá og með 1. janúar 1994 en hún kveður á um að ríkisstyrkir sem haft geta áhrif á milliríkjaviðskipti séu almennt bannaðir. Nefndin lagði til að miðkosturinn yrði farinn, þ.e. að veita beina ríkisstyrki, en fulltrúi útvegsmanna tók ekki afstöðu til þess. Að mati hennar hefðu jöfnunar- tollar þann ókost að gagnast ekki ef nýsmíðar flyttusl til landa sem tollarnir beindust ekki gegn hverju sinni og gagnvart erlendum endurbótaverk- efnum. Þá var þess enn fremur getið að jöfnunartollar skertu samkcppnisstöðu • Vandi skipasmíðaiðnaðar • Ríkissjóðshallinn • Gœðastjórnun • Afkoina erlendu tölvu- jyrirtœkjanna Innlendur markadur fvrir skipasnu'ðar og endurbætur 1983-1993 Dökkar súlur: Unnið innanlands. Ljósar súlur: Unnið erlendis. * Áætlun. Heimild: Skýrsla um verkefnastöðu og framtíðarhorfur í skipasmíðaiðnaði.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.