Vísbending


Vísbending - 27.01.1994, Qupperneq 2

Vísbending - 27.01.1994, Qupperneq 2
sjávarútvegs „...enn frekar gagnvart er- lendum samkeppnisaðilum í sjávar- útvegi sem njóta styrkja" eins og það er orðað í skýrslunni. Ef grannt er skoðað þarf þetta þó alls ekki að vera ókostur. Meginhugsunin að baki núverandi kvótakerfi í fiskveiðumersú að takmarka veiðar við það sem fiskistofnarnir þola og ininnka afkastagetu fiskveiðiflotans sem er að flestra mati allt of mikil. Með því að leggja jöfnunartolla á nýsmíði skipa og láta útveginn þannig borga „rétt verð“ fyrir fiskiskipin myndast grund- völlur fyrir því að draga úr ofíjárfestingu í atvinnugreininni sem meðal annars á rætur að rekja til skekkju í verðmyndun á nýsmíðum erlendis (vegna niður- greiðslna). Slíkt myndi fremur styrkja sjávarútveginn í þjóðhagslegu samhengi þegar til lengri tíma er litið en hitt. Það kann þó að einhverju leyti að skýra afstöðu nefndarinnar að þessi lausn hefur í för með sér færri nýsmíðaverkefni fyrir skipasmíðaiðnaðinn. Ríkisstyrkir á undanhaldi víðast hvar Varanleg lausn á vanda íslensks skipasmíðaiðnaðar felst tæplega í því að taka upp styrkjakerfi í greininni eins og stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að tillögu umræddrar nefndar. Þróunin í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi á undan- förnurn árum hefur einmitt verið í þá átt að afnema ríkisafskipti af atvinnugrein- um og aðra íhlutun sent kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni í viðskiptum milli landa, þar sem stjórnvöld víðast h var eru farin að átta sig á þeirri velferðarskerð- ingu sem slíkl hefur í för með sér. Nýlegir milliríkjasamningar, samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, fríverslunar- samningur Norður-Ameríkuríkja og GATT-samkomulagið um tolla og við- skipti er glöggt dæmi um þetta. Island hefur undirgengist ákvæði tveggja þessara samninga eins og kunnugt er og því skuldbundið sig til að taka þátt í þessari alþjóðlegu þróun. Þá hefur það verið yfirlýst stefna stjórnvalda í helstu samkeppnislöndum okkar að draga úr verkefnabundinni aðstoð við skipasmíða- iðnaðinn og fyrir liggur að ríkisstyrkir þar verði að líkindum víðast hvar af- numdir um næstu áramót þegar sjöunda tilskipun Evrópubandalagsins um ríkis- styrki til skipasmíðaiðnaðar verðurekki lengur í gildi. Aðrar beiðnir um ríkisforsjá sem nefndin leggur fram, svo sem að stjórn- völd beini tihnælum til lánastofnana um að skuldbreyta fyrir skipasmíðaiðnaðinn og flýta opinberum framkvæmdum sem gagnast honum, eru því síður lausnir á vanda greinarinnar til lengri tíma litið og auk þess úr takti við nútímann. Dökkar horfur Skipasmíðaiðnaðurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförn- um árum alveg eins og sú atvinnugrein sem stendur honum næst, sjávarút- vegurinn. Nýsmíðum hefur fækkað vegna minni fjárfestingar í fiskiskipum og viðhalds- og endurbótaverkefnum sökum versnandi stöðu undirstöðu- atvinnugreinarinnar. Það er ekkert sem bendir til þess að veruleg breyting verði á þessu á næstunni. Ofan á þetta bætist svo að íslenskir útgerðarmenn eru farnir í ríkari mæli að þreifa fyrir sér urn kaup á notuðum fiskiskipum erlendis frá, eins ogfréttirað undanförnu um ,,útsöluskip“ í Kanada bera með sér. I skýrslu sem breskt ráðgjafarfyrirtæki vann fyrir iðnaðarráðuneytið á árinu 1989 og aftur 1993 aöbeuini umræddrar nefndar kemur fram að Islendingar eru ekki þeir einu sem eiga í erfiðleikum vegna of stórs fiskiskipaflota. Þetta vandamál er viðloðandi allsstaðaríheim- inunt og spá um eftirspurn eftir nýsmíð- um bendir til þess að samkeppni frá útlöndum muni harðna á næstu þremur árum fremuren minnka. Islenskar skipa- smíðastöðvar séu ekki einar um sam- keppni við pólskan skipasmíðaiðnað um stærri og dýrari viðgerðir, pólskir skipa- viðgerðarmenn taki vinnu frá flestum skipasmíðastöðvum í Norðvestur- Evrópu. Þetta sýndi sig nú ívikunni þegar pólsk skipasmíðastöð fékk viðhalds- og endurbótaverkefni á Svani RE eftir að hafa lækkað tilboð, sem það hafði áður lagt fram, um 20% í kjölfar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að styrkja skipa- smíðaiðnaðinn. Dæmið er til vitnis um það að vandi skipasmíðaiðnaðarins hér felstekkiendilegaíerlendumríkisstyrkj- um heldur skiptir mismunandi sam- keppnisstaða á milli landa vegna ólíkra efnahagsskilyrðaeinnig miklu máli. Við slíkan mismun er oft erfitt að keppa. Það er ljóst að tækifæri skipasmíðaiðn- aðarins munu ekki felast í nýsmíða- verkefnum á næstu árum. Líklegra er að þróunin verði í þá átt að greinin sinni í ríkara mæli viðhalds- og endurbóta- verkefnum hér innanlands, þá í nánara samstarfi við útgerðir sem í mörgum tilfellum reka sínar eigin vélsmiðjur. Afnám banns við löndunum erlendra skipa í íslenskum höfnum á árinu 1992 mun enn fremur veita aukin tækifæri á þessu sviði. Breska ráðgjafarfyrirtækið telur í skýrslu sinni að ýmis ráð séu fyrir hendi ti 1 að styrkja íslenskan iðnað önnur en að veita beinum niðurgreiðslum til hans. I því sambandi gæti tímabundin aðstoð tengd áætlun um aukna hag- ræðingu orðið til að styrkja samkeppnis- stöðu greinarinnar eftir árið 1995 þegar ríkisstyrkir hjá samkeppnisþjóðunum verða að mestu horfnir. ISBENDING Rekstrar- eða greiðsluhalli? í nýlegri fréttatilky nningu frá fj ármála- ráðuneytinu kemur fram að rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs hafi numið 9,5 millj- örðum króna á árinu 1993 samkvæmt bráðabirgðatölum, en fjárlög voru af- greidd með 6,2 milljarða króna halla. Hallinn svarar til um 2,4% af landsfram- leiðslu en til samanburðar nam rekstrar- halli ríkissjóðs um 3,3% að meðaltali á árunum tveimurþaráundan. Hér virðist því fljótt á litið hafa náðst talsverður árangur í ríkisfjármálunum. Þegar nánar er skoðað kemur þó í ljós að það sem kallað er rekstrarafkoma í frétt fjármálaráðuneytisins er í raun greiðsluafkoma. A þessu tvennu getur verið mikill munur eins og glöggt sést á árinu 1992, en þá nam rekstrarhalli á ríkissjóði um 10‘A milljarði króna en greiðsluhallinn um 7 milljörðum. Munurinn á þessum hugtökum felst í því að greiðsluafkoman lekur í grófum dráttum eingöngu tillit til þeirra gjalda og tekna á fjárlagaárinu sem eiga sér mótfærslu í peningalegu út- eða inn- streymi hjáríkissjóði. Rekstrargrunnur- inn tekur hins vegar að auki tillit til þeirra gjalda og tekna sem ekki eiga sér beina samsvörun í sjóðshreyfingum. Til skýr- ingar á þessu má nefna að ef stjómvöld ákveða að ráðast í tiltekna framkvæmd upp á 1 milljarð króna á íjárlagaárinu hefur um leið myndast samsvarandi skuldbinding sem færa á til gjalda. Af- koma ríkissjóðs á rekstrargrunni hefur þá um leið versnað um 1 milljarð. Ef framkvæmdin er hins vegar ekki greidd fyrr en á næstu árum mun afkoman á greiðslugrunni haldast óbreytt á viðkom- andi fjárlagaári en versna þess í stað í framtíðinni. Fjárlög eru sett fram á greiðslugrunni, þ.e. þau sýna í grófum dráttum sjóðs- hreyfingar, en ríkisreikningur er gerður upp á rekstrargrunni og sýnir því raun- verulega afkomu ríkissjóðs. í þeim 9,5 milljarða „rekstrarhalla" sem fjármálaráðuneytið birtir hefur ekki verið tekið tillit til a.m.k. 2,8 milljarða útgjalda sem eru ógjaldfærð eins og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Um er að ræða framlög ríkissjóðs til Landsbanka að fjár- hæð 2 milljarðar króna, til Síldarverk- smiðja ríkisins að fjárhæð 368 milljónir krónaog til uppkaupaáfullvirðisrétti að upphæð um 400 milljónir. Raunveru- legurhalliárekstriríkissjóðsáárinu 1993 er því a.m.k. 12,3 milljarðar króna sem svarar til um 3,2% af áætlaðri lands- framleiðslu síðasta árs. Þetta er ámóta halli og tvö árin á undan. 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.