Vísbending


Vísbending - 27.01.1994, Blaðsíða 4

Vísbending - 27.01.1994, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur “ *—7 HcqI/I/i m frá fyrra tbl. Fjármagnsmarkaður Verðtryggð bankalán 7,6% 21.01 Óverðtr. bankalán 10,2% 21.01 Lausafjárhlutfall b&s 15,4% 30.11 Húsbréf(kaup) 5,17-5,50% 25.01 Spariskírteini (kaup) 2,07-4,98% 25.01 M3(semaferári) 3,5% 30.11 Hlutabréf (VÍB) 591 25.01 Fyrir viku 581 Raunáv. 3 mán. 5% - ár -11% Lánskjaravísitala 3.340 02.94 spá m.v. fast gengi, 3.339 03.94 og ekkert launaskrið 3.342 04.94 3.343 05.94 3.344 06.94 Verðlag og vinnumark. Framfærsluvísitala 169,3 01.94 Verðbólga- 3 mán -3% 01.94 ár 3% 01.94 Framfvís.-spá 169,2 02.94 (m.v. fast gengi, 169,3 03.94 ekkert launaskrið) 169,4 04.94 169,4 05.94 169,6 06.94 Launavísitala 131,9 01.94 Árshækkun- 3 mán 1% 01.94 ár 1% 01.94 Launaskr-ár 1% 01.94 Kaupmáttur 3 mán 1,2% 01.94 -ár -3,8% 01.94 Skorturávinnuafli -0,6% 09.93 fyrir ári -1,1% Atvinnuleysi 6,3% 12.93 fyrir ári 5,0% Gengi (sala) Bandarikjadalur 73,4 25.01 fyrir viku 73,2 Sterlingspund 109,6 25.01 fyrir viku 109,3 Þýskt mark 41,9 25.01 fyrir viku 41,9 Japansktjen 0,660 25.01 fyrir viku 0,662 Erlendarhagtölur Bandaríkin Verðbólga-ár 2,7% 12.93 Atvinnuleysi 6,4% 12.93 fyrir ári 7,3% Hlutabréf (DJ) 3.903 25.01 fyrir viku 3.881 breyting á ári 17% Evróvextir 3 mán 3,2% 20.01. Bretland Verðbólga-ár 1,9% 12.93 Atvinnuleysi 9,8% 12.93 fyrir ári 10,6% Hlutabréf (FT-SE 100) 3451 25.01 fyrir viku 3478 breyting á ári 24% Liborvext. 3 mán 5,4% 20.01 Þýskaland Verðbólga-ár 3,6% 12.93 Atvinnuleysi 9,0% 12.93 fyrir ári 7,3% Hlutabréf (DAX) 2126 25.01 fyrir viku 2137 breyting á ári 35% Evróvextir 3 mán 5,8% 20.01 Japan Verðbólga-ár 0,9% 11.93 Atvinnuleysi 2,8% 11.93 fyrir ári 2,3% Hlutabréf-ár 10,2% 18.01 V J Microsoft heldur áfram að græða ... Ekki virðist vera neitt lát á velgengni hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, sem meðal annars samdi Windows-kerfið og DOS stýrikerfið. Hagnaður á síðasta fjórðungi ársins 1993 nam jafnvirði 21 milljarðs króna . Það vekur athygli að hagnaðurinn er um 25% af sölutekjum tímabilsins og sýnir það glöggt geys- isterka stöðu fyrirtækisins. Margir töldu að fyrirtækið væri að ná hámarki í sölu en með því að setja saman nýjar útgáfur af ritvinnslunni Word, töflureikninum Excel og glærugerðarforritinu Power Point í svonefndan Office-pakka hefur fyrirtækið náð að auka söluna umfram það sem spáð var. Windows-kerfið virðist vera að festa sig í sessi sem staðalumhverfi á einkatölvur og er nú grunnurinn að áframhaldandi velgengni Microsoft. Staða fyrirtækisins er geysi- lega sterk og má nefna að lausafé fyrirtækisins nam í árslok 1993 um 200 milljörðum íslenskra króna eða um tvöföldum fjárlögum íslenska ríkisins. Stofnandi og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, Bill Gates, er talinn ríkasti maður Bandaríkjanna, en hann er tæp- lega fertugur. ... en Digital tapar enn í síðustu viku bárust fregnir af áframhaldandi tapi hjá tölvufram- leiðandanum Digital en reksturinn hefur gengið erfiðlega að undanförnu. Miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi hjá fyrirtækinu en þrátt fyrir það var áfram tap á rekstri. Erfiðleika í töl vuiðnaðinum rekja menn meðal annars til efnahags- samdráttar í Vestur-Evrópu og Japan, en stóru tölvuframleiðendurnir hafa ekki náð fótfestu í Austur-Evrópu. bj -----♦---♦———♦——— Dráttarvextir lækka Dráttarvextir af peningakröfum í íslenskum krónum verða lækkaðir þann I. febrúar næstkomandi í 14% á ári samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands. Breytingin felurísér2% lækkun frá gildandi dráttarvöxtum í janúar 1994. Seðlabankinn ákveður dráttarvexti samkvæmt vaxtalögum frá árinu 1987 með síðari breytingum í nóvember 1992. Eru þeir ákvarðaðir á grundvelli vegins meðaltals ávöxtunar nýrra almennra útlána hjá viðskiptabönkum og spari- sjóðunt að viðbættu 2-6% álagi. ✓ Islendingum erlendis fjölgar íslenskum ríkisborgurum, búsettum erlendis, hefur fjölgað um 31 % frá því á árinu 1985. Ásamatímabilihefurmann- fjöldi hér á landi vaxið um 9,4%. Hinn 1. desember 1993 voru samtals 17.567 íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis samkvæmt mannfjöldaskrá Hagstofunnar. Flestir voru búsettir á Norðurlöndunum eða samtals 11.111 manns, í öðrum Evrópuríkjum voru skráðir 2.159 og í Bandaríkjunum 3.261. Mesta aukningin hefur orðið á búferla- flutningum til annarra Evrópulanda en Norðurlandanna frá árinu 1985 eða ríflega 65%, þá einkum til Frakklands, Hollands, Þýskalands og Sviss. Af Norðurlöndunumhefur aukningin orðið mest í Svíþjóð og Finnlandi en töluvert af fólki hefur einnig flust til Noregs. __ > Islenskir ríkisborgarar erlendis 1985 1993 85/93 Norðurlönd 8.639 11.111 29% Svíþjóð 3.321 5.170 56% Danmörk 3.163 3.357 6% Noregur 1.847 2.284 24% Finnland 38 113 197% Önnurlönd 3.629 5.470 51% Önnur Evrópur. 1. 305 2.159 65% Þýskaland 319 584 83% Bretland 401 572 43% Frakkland 71 177 149% Holland 60 131 118% Sviss 49 110 124% Önnurlönd 515 995 93% Ameríka 3.023 3.759 24% Bandarikin 2628 3261 24% Önnurlönd 38 68 79% Heimild: Hagstofa Islands. ------♦----♦----♦------ Lánskjaravísitala fyrir febrúarmánuð Seðlabanki íslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir febrúarmánuð. Vísitalan reyndist 3340 stig sem er tæplega 0,1% lækkun frá janúarvísitöl- unni. Miðaðviðþriggjamánaðahækkun vísitölunnarríkir verðhjöðnun um þessar mundir sem svarar til urn 0,8% á árs- grundvelli. Ritstj. og ábm.: Sverrir Geirmundsson. Útg.: Talnakönnun hf., Sigtúni 7,105 Rvík. Sími:91 -688-644. Myndsendir:91 - 688-648. Málfarsráðgjöf: Málvísindast. Háskólans. Umbrot: Sverrir Geirmundsson. Prentun: SteindórsprentGutenberg.Upplag600eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.