Vísbending - 10.03.1994, Page 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
10.
mars
1994
10. tbl. 12. árg.
Þjóðhagsspá fyrir árið 1994:
Sitjum á
botninum
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Þjóð-
hagsstofnunar situr efnahagslífið nú
á botni þeirrar lægðar sem hófst á árinu
1988. Stofnunin spáirrúmlega 1% sam-
drætti í landsframleiðslunni á þessu ári
og verulegri aukningu atvinnuleysis.
Ljósu hliðarnar eru þær að verðbólga
verður lítil og minni en að meðaltali í
helstu viðskiptalöndunum, viðunandi
jafnvægi ríkir í peninga- og gengismálum
og nú hillir undir að efnahagslífið fari að
rétta úr kútnum strax á næsta ári. Spáin er
í heild sinni örlítið ljósari en sú sem birt
var í desember, en þá var spáð 2% efna-
hagssamdrætti.
Aflasamdráttur og versn-
andi viðskiptakjör
Að baki samdrættinum liggja einkum
minnkandi útflutningsverðmæti sjávar-
afurða og versnandi viðskiptakjör. Mikil
skerðing varð á þorskkvóta á þessu fisk-
veiðiári sem hófst þann 1. september í
fyrra eins tíðrætt hefur verið, en úthlutaðar
aflaheimildir í þorski nema 155 þúsund
tonnum. Skerðingin er 50 þúsund tonn
milli ára. Þjóðhagsstofnun gerir í spánni
ráð fyrir því að þorskaflinn verði um 190
þúsund tonn á þessu ári og er þá tekið tillit
til ýmissa þátta svo sem líklegra veiði-
heimilda á næsta fiskveiðiári sem hefst 1.
septemberí ár. Annarbotnfiskafli verður
nokkuð meiri en í fyrra en að öðru leyti er
urn ámóta tölurað ræða. Miðað við þessar
forsendur má gera ráð fyrir að raun-
verðmæti aflans upp úr sjó dragist saman
urn rúm 5% á árinu en samdráttur í
útflutningsverðmæti sjávarafurða verður
þó að líkindum nokkuð minni vegna
aukins vinnsluverðmætis aflans (t.a.m.
meiri frysting á loðnu og loðnuhrogn-
um).
Spár um aðra útflutningsstarfsemi eru
fremur jákvæðar. Al- og kísiljárnsfram-
leiðsla verður því sem næst óbreytt frá
l'yrra ári og tekjur af annarri framleiðslu
aukast lítillega vegna hagstæðs raun-
gengis og greiðari markaðsaðgangs vegna
EES-samningsins. Nokkurvöxturverður
á þjónustuhliðinni (án vaxta) eða 2,6%
en tekjur af erlendum ferðamönnum hafa
aukist verulega á síðustu árum. Gert er
ráð fyrir að viðskiptakjörin versni nokkuð
eða um \Vi% vegna óhagstæðrar verð-
þróunar á sjávarafurðum og spár um
hækkandi vexti í Bandaríkjunum. Að
teknu tilliti til þessara þátta spáir Þjóð-
hagsstofnun því að útflutningstekjumar
aukist lítillega á árinu eða um 0,8%.
Afkoma fyrirtækja svipuð
V egna aflasamdráttarins verður afkoma
botnfiskveiða og -vinnslu lakari á þessu
ári en í fyrra. Góðar horfur um loðnu- og
rækjuveiði (og -vinnslu) og lækkandi
vextir gefa þó vonir um að afkoma
sjávarútvegsins í heild verði svipuð og á
árinu 1993. I öðrum greinum er búist við
afkomubata vegna lækkandi raunlauna og
-vaxta og minni verðbólgu hér en í helstu
viðskiptalöndunum. Líklegt er að raun-
gengi lækki, bæði á mælikvarða verðlags
og launa, þannig að samkeppnisstaða
útflutningsatvinnuveganna mun eitthvað
lagast.
Dökkar atvinnuhorfur
Atvinnuleysi verður um 5‘/2% á árinu
samkvæmt spánni samanborið við 4,3%
Helstu niðurstöður Þjóðhags-
spár fyrir árið 1994
Raunbreytingar í % 1993' 1994
Framleiðsla:
Verg landsframleiðsla 0,8 -1,1
Þjóðarútgjöld -4,2 -1,1
Útflutningur 6,1 0,8
Innflutningur -8,6 1,1
Viðskipti og gcngi
Viðskiptajöfnuður (m.kr.) 338 -959
Viðskiptakjaraáhrif (af ÞFR) -1,6 -0,7
Raungengi -6,2 -5,0
Verðlag:
Verðbólga 4,1 2,0
Vinnumarkaður:
Atvinnuleysi 4,3 5,5
Kaupmáttur -4,5 -2,0
Fiskafli í þús. tonná:
Þorskur 260 190
Annar botnfiskur 324 359
Síld 117 110
Loðna 960 1000
Rækja 56 57
Breyting aflaverðmætis (%) 3,6 -5,4
1 Bráðabirgðatölur í flestum tilfellum.
V___________________________________________/
í fyrra. Þetta er versta ástand á vinnu-
markaði frá þvf samfelldar mælingar
hófust upp úr 1970. Aukningin stafar
einkum af skerðingu fiskveiðiheimilda.
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Þjóð-
hagsstofnunar í janúar á þessu ári vildu
atvinnurekendur fækka fólki og þá
sérstaklega í iðnaði og byggingarstarf-
semi, en atvinnurekendur hafa nú lalið
atvinnulífíð ofmannað í þrjú ár.
Minnkandi kaupmáttur
Flestar spár benda til þess að verðbólga
verði ekki mei ri en 2% á þessu ári á mæli-
kvarða framfærsluvísitölu. Búast má við
nokkurri kaupmáttarrýmun þar sem skatt-
hlutfall í staðgreiðslu hækkaði um ára-
mótin unt Vi prósentustig (í 41,84%) og
jafnframt kemur skerðing vaxtabóta upp
á 500 milljónir króna til framkvæmda á
þessu ári. Lækkun á virðisaukaskatti á
matvælum úr 24,5% í 14% um áramótin
vegur þessar breytingar þó að einhverju
leyti upp.
Rofar til á næsta ári
Að mati Þjóðhagsstofnunar mun eink-
um þrennt verða ráðandi um efnahags-
þróunina hér á landi á næstu árum: efling
þorskstofnsins, þróun efnahagsmála
erlendis og hvort áformum um byggingu
nýs álvers verður hmndið í framkvæmd.
Stofnuningerirráðfyriraðútflutnings-
tekjur af sjávarafurðum muni aukast um
1 % á ári á næstu tveimur ámm en 3% eftir
það þegar þorskstofninn hefur eflst.
Miðað við það, ásamt því að hagvöxtur í
OECD-i íkjunum taki við sér á þessu ári
eins og spáð hefur verið, gerir stofnunin
ráð fyrir að hagvöxtur muni glæðast strax
á næsta ári og verða um 2% að jafnaði á
ári tímabilið 1995-1998. Þáerekkigert
ráð fyrir því að áform um byggingu nýs
álvers verði komin til framkvæmda.
Dökka hliðin á þróuninni á næstu árum er
hins vegar sú að atvinnuleysi helst að
líkindum óbreytt þar sem eftirspurn eftir
vinnuafli mun einungis halda í við fjölgun
á vinnumarkaði.
* Þjóðhagsspá
9 Réttindi og skyldur á
vinnumarkaði
9 Um Verðbréfaþing 1993