Vísbending - 17.03.1994, Blaðsíða 2
ISBENDING
að vekja eigendum vonir um að bjartara
kunni að vera framundan.
Erfiðleikar í rekstri eignarleigu-
fyrirtækja eru ekki einskorðaðir við
ísland, en sambærileg þróun hefur átt
sér stað víða um heim. Sökum þessa
hafa íslenskar eignarleigur átt erfiðara
með afla erlends lánsfjármagns, en
lánveitendur hafa borið því við að þeir
láni ekki til þessarar starfsemi.
fyrirtækisins telja að kunni að tapast.
Tiltölulega lágt hlutfall niðurfærslu-
sjóðs bendir til þess að svo kunni að
vera, ef miðað er við að aðrar eignar-
leigur séu nær réttu mati á niður-
færslunni. Með þessu er að vísu verið
að fylgja forskrift banka sent gefa út
yfirlýsingar fyrir fram um að á árinu
verði lagðar ákveðnar fjárhæðir í
afskriftasjóði. Það hlýtur þó að vekja
300
250
200
150
100
50
Féfang
Sameining
eignarleiga
Oft hafa vaknað
spurningar um það
hvort ekki séu of
margar eignarleigur
starfandi hér á landi.
Landsbankinn á Lind
og jafnframt stóran
hlut í Lýsingu. Öðru
hvoru hafa komið upp
hugmyndir um að
sameina þessi tvö
fyrirtæki en þær hafa
ekki orðið að veru-
leika.
Lind var uppruna-
lega að mestu í eigu
Sambandsins og komst
í hendur Landsbank-
ans í skuldaskilum Sambandsins við
bankann. Því kann að vera viss
„pólitísk" andstaða við sameiningu
fyrirtækjanna, en einnig er talsverður
styrkleikamunur á þeim eins og kemur
fram í meðfylgjandi töflu.
Féfangereinaeignarleigan semekki
erí meirihlutaeigu banka. Islandsbanki
er hluthafi í Féfangi og menn hafa því
talið að það myndi hugsanlega sam-
einast Glitni. Við báða þessa kosli og
reyndar aðra þarf að hafa það í huga að
um áhættusaman rekstur er að ræða og
bankarnir teljaef til vill að lítið sé unnið
með því að stækka einingarnar og auka
þannig áhættuna í einu fyrirtæki.
Er tapið jafnvel enn
meira?
Margir hafa staðnæmst við eftir-
farandi setningu í ársskýrslu Lindar:
„Vegna uppsafnaðra útlánavandamála
frá fyrri árum og núverandi efnahags-
ástands verður að gera ráð fyrir því að
arðsenii eigin fjár verði í lágmarki hjá
Lind á þcssu og næsta ári, þar sem
fyrirsjáanlegt er að megnið af brútló-
hagnaði fyrirtækisins verði Iagt í
afskriftasjóð útlána.“ Með þessu gefur
framkvæmdastjóri í skyn að ekki hafi
verið afskrifað að fullu á móti þeim
skuldbindingum sem forráðamenn
Afskriftarsjóðir eignarleiganna í árslok 1993
(ni.kr.)
Glitnir
Lind
Lýsing
Athyglivekurhver.su mikillmunureráframlagieignarleiganna
í afskriftasjóði. Glitnir hafði lagt alls tæpar 260 milljónir króna
í afskriftasjóð í árslok 1993 en Lind, sem hefur sambærilega
markaðshlutdeild og Glitnir (um 29%), hafði þá einungis fært
niður um 81 milljón. Markaðshlutdeild Féfangs er um 17% og
Lýsingar um 25%.
spurningar um það hvort fyrirtæki geti
frestað uppsöfnuðum vandamálum
fyrri ára nteð því að dreifa tapinu á
nokkur ár. Það er ákaflega mikilvægt
fyrir eigendur, stjórnendur og endur-
skoðendur fyrirtækjanna að svar fáist
við þessari spurningu sem fyrst. I þessu
sambandi ber að geta þess að endur-
skoðandi Lindar telur í áritun sinni að
reikningurinn sé í samræmi við góða
reikningsskilavenju og að hann gefi
glögga mynd af rekstri félagsins á árinu
og efnahag þess í árslok.
Þörf á auknu hlutafé
Eignarleigum er skylt að ná sama
eiginfjárhlulfalli og bankar, eða 8%, í
samræmi við Basel-reglurnar. Á aðal-
fundi Glitnis var ákveðið að breyta
hluta af víkjandi láni í eiginfé til þess
aðstyrkjastöðunam.t.t. breyttra reglna
um eiginfé. Nú styttist í að víkjandi
lán fráeigendum eignarleigannagjald-
falli og lítil arðsemi kann að kalla á
viðbótarhlutafé. Eignarleigur verða að
snúast gegn þeim vanda sem við blasir
í rekstrinum og auka arðsemi og draga
úr áhættu. Á árinu 1994 kemur í ljós
hvort aðgerðirnar duga til þess að snúa
vörn í sókn.
------»——♦------♦------
Verkin látin
tala í opin-
berum rekstri
Þór Sigfússon
Cfamningsstjórnun er heiti á nýjum
O og breyttum vinnubrögðum í
opinberum rekstri sem fjármálaráð-
herra hefur nýlega kynnt og mun
framkvæma innan tíðar. I henni felst
að ráðuneyti og stofnun gera með sér
einskonar þjónustusamning þar sem
stofnunin selur ráðuneytinu tiltekna
þjónustu fyrir ákveðið verð. I þessu
greinarkorni verður varpað örlitlu ljósi
á þessar breyttu starfsaðferðir.
Um uppruna samnings-
stjórnunar
Hugmyndir svipaðar samnings-
stjórnun hafa verið framkvæmdar í
ýmsum löndum. I Bandaríkjunum hafa
sveitarfélög og fylki beitt „afraksturs-
áætlun“ (Outcome planning) þar sem
hver stofnun gerir einskonar við-
skiptaáætlun með skýrum markmiðum
og leiðum lil að ná þeim. Með þessum
breyttu vinnubrögðum í stjórnun
opinberra stofnana í Bandaríkjunum er
farið að ráðum Davids Osbornes sem
samdi bókina Reinventing Government
en bókin hefur haft veruleg áhrif á
umræðu um opinberan rekstur þar í
landi. Osborne leggur áherslu á að
stjórnendur ríkisfyrirtækja starfi á
svipaðan hátt og stjórnendur einka-
fyrirtækja. Þeir þurfi að vera með-
vitaðir um hugsanlega samkeppni, hafa
aukið sjálfræði í rekstrarákvörðunum
en vera auk þess meðvitaðir um að
„hluthafar“þeirra, þ.e. stjórnvöld, vilji
að lilteknuin markmiðum í rekstrinum
sé náð.
Norðurlandaþjóðirnar hafa reynt
svipaðar aðferðir til þess að gera starf
opinberra stofnana skilvirkara og auka
svigrúm þeirra til ákvarðana. Svíar
hafa beitt því sem kallað hefur verið
„mál og resullatstyring" og Danir
„kontraktstyring" sem er einna líkust
hugmyndum um samningsstjórnun.
Forsendur árangurs
I santningi ráðuneytis og stofnunar
2