Vísbending - 04.11.1994, Page 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
4.
nóvember
1994
43. tbl. 12. árg.
Umskipti á
erlendum
hlutabréfa-
mörkuðum
Veruleg umskipti hafa átt sér stað
á erlendum hlutabréfamörkuðum
á þessu ári frá árinu 1993. Sem kunnugt
er hækkuðu hlutabréf víðast h var í verði á
síðastaári og sumstaðarreyndarævintýra-
lega mikið. Frá áramótum hefur þróunin
hins vegar verið óhagstæð á helstu mörk-
uðum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir bættan
hag og bj artari horfur í efnahagslífi heims-
ins.
Miklar hækkanir í fyrra
Þær miklu hækkanir sem urðu á gengi
hlutabréfa á árinu 1993 má einkum rekja
Þróun hlutabréfa í ýnisum lönd-
um 1993 og til 31/10 1994'
Breyt. ÍUSD ÁvöxtuníISK:
1993 1994 1993 1994
N-Ameríka Bandankin 7% 2% 18% -9%
Kanada 15% -1% 27% -12%
Evrópa Bretland 21% 0% 33% -11%
Þýskaland 34% 6% 47% -5%
Frakkland 19% -2% 31% -13%
ftalía 27% 17% 40% 7%
Spánn 26% 1% 39% -10%
Sviss Asíulönd 44% 9% 59% -1%
Japan 25% 26% 37% 17%
Kórea 21% 29% 33% 21%
Malasía 99% -11% 120% -22%
Taívan 87% 16% 106% 6%
Taíland 97% 0% 117% -12%
Filippseyjar S-Ameríka 137% 5% 161% -6%
Argentína 68% -5% 85% -16%
Brasilía 91% 68% 111% 65%
Mexíkó 46% -5% 61% -17%
Chile 30% 51% 43% 45%
1 Samkvæmt vísitölum Morgan Stanley.
2 Avöxtun á ársgrundvelli í íslenskum krónum
að teknu tilliti tii breytinga á gengi dollaraog
framfærsluvísitöíu.
Heimild: Datastream / Ráðgjöf og efna-
hagsspár hf. og útreikningar Vísbendingar.
til tveggja þátta. I
fyrsta lagi fóru bæði
skammtíma- og lang-
tímavextir almennt
lækkandi í iðnríkj-
unum á síðasta ári,
m.a. vegna minnk-
andi verðbólgu, og
skapaði sú þróun
væntingar um bætta
afkomu fyrirtækja. I
annan stað leituðu
fjárfestar í miklum
mæliinnánýjamark-
aði, svokallaða þró-
unarmarkaði(emerg-
ing markets), sem
taldir voru „undirverðlagðir". Aðallega
var þar um að ræða hlutabréf í Asíulöndum
þar sem uppgangur í efnahagslífí hefur
víða verið rnikill.
Hækkanimar sjást vel á meðfylgjandi
mynd, sem sýnir þróun heimsvísitölu
hlutabréfa, og í töflunum. Eins og fram
kernur í töflunni um verðþróun eftir helstu
efnahagssvæðumhækkaðiheimsvísitalan
um 20%, mælt í dollurum, frá ársbyrjun
til ársloka 1993. IEvrópuhækkuðuhluta-
bréf að meðaltali um 26% í verði og ámóta
í Japan, en talsvert minna í Norður-Amer-
íku eða um 8%. 1 Asíu, að Japan undan-
skildu, urðu breytingarnar hins vegar
ævintýralega miklar eins og sjá má.
Umskipti með vaxtahækk-
unum íBandaríkjunum
í upphafi þessa árs tóku að vakna ýmsar
spurningar um þróunina á hlutabréfa-
mörkuðum. Margir töldu að hlutabréfa-
verð hefði náð ákveðnu hámarki og á
ýmsum mörkuðum, einkum í Asíu þar
sem verðhækkanirnar urðu mestar á
síðastaári, væri verðiðorðiðofhátt. Spáðu
því ýrnsir að verðleiðrétting myndi eiga
sér stað. Þessar spár gengu að hluta til
eftir en hlutabréf í Hong Kong, Taívan,
S ingapúr og víðar lækkuðu nokkuð í verði
strax í upphafi árs. Hækkanir héldu hins
vegar áfram í Bandaríkjunum, Evrópu og
Japan.
1 byrjun febrúar urðu umskipti í þróun
hlutabréfa verðs á alþj óðlegum mörkuðum
þegar bandaríski seðlabankinn hækkaði
skammtímavexti. Með þessari aðgerð
vildi bankinn sýna að hann ætlaði sér að
stemma stigu við aukinni verðbólgu vegna
meiri umsvifa í efnahagslífi landsins og
skapa umhverfi þar sem langtímavextir
gætu haldist áfram lágir. Vaxtahækkunin
hafði þveröfug áhrif og olli uppnámi, bæði
á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum
víðs vegarumheiminn. Skuldabréfavextir
hækkuðu og gengi hlutabréfa féll. Þannig
mat markaðurinn verðbólguhættuna
meiri en seðlabankinn. Ahrifin voru t.a.m.
svo sterk að vaxtalækkun Englandsbanka
í febrúar, sem kom í kjölfar frétta um
lækkandi verðbólguþarílandi, hafði engin
áhrif á gengi breskra hlutabréfa og þau
féllu í verði eins og bréf í öðrum löndum.
Skömmu síðar myndaðist svo aftur
Þróun hlutabréfa á ýmsuni efna-
hagssvæðum 1993 og til 31/10'94
Breyt.íUSD ÁvöxtuníISK
1993 1994 1993 1994
Heimsvísitala 20% 7% 33% -4%
N-Ameríka 8% 2% 19% -9%
Evrópa 26% 3% 39% -8%
Japan 25% 24% 37% 15%
Asíaán Japans 75% -8% 93% -20%
þrýstingur til hækkunar langtímavaxta
þegar svokallaðir baktryggingasjóðir
seldu skuldabréf í tengslum við tap á
framvirkum gjaldmiðlasamningum.
Bandaríski seðlabankinn hélt upptekn-
um hætti og hækkaði skammtímavexti
fram eftir árinu til að hamla gegn verð-
bólgu. A samatíma voru ntargirevrópskir
seðlabankarað lækka skammtímavexti til
að stuðla að eflingu efnahagslífs, en
efnahagsbati í Evrópu hefur sem kunnugt
er verið talsvert seinna á ferðinni en í
Bandaríkjunum. Þýski Bundesbankinn
lækkaði t.a.m. lykilvexti sína um 25 punkta
í apríl og seðlabankar margra annarra
þjóða fylgdu í kjölfarið með vaxtalækk-
• Erlend hlutabréf
• Á framfœri ríkisins
• Að tala upp markaði