Vísbending


Vísbending - 05.01.1995, Qupperneq 1

Vísbending - 05.01.1995, Qupperneq 1
ISBEN Viku rit um viðskipti og efnahagsmál 5. ianúar 1995 1. tbl. 13. árg. Raungengi 1984-94' 140 135 130 125 120 115 110 105 100 95 90 1 Vísitala settá 1984=100. Reiknað er með 1,1% framleiðni inn- lends vinnuafls á árinu 1994 og 2,3% framleiðni erlends vinnuafls. Heimild: Seðlabanki íslands. Útflutningsframleiðsla 1984-94' 1 Magnvísitala útflutningsframleiðslu. Vísitölur ársins 1994 eru áætlun Gjaldeyrismála. Heimild: Þjóðhagsstofnun. Hagvöxtur og þjóðarútgjöld 1984-94' fyrirárið 1994 eru skv. þjóðhagsspá Vísbendingar. Heimild: Þjóðhagsstofnun. Þjóðarbúskapurinn 1994: Umskipti í efnahags- málum róun efnahagsmála á árinu 1994 varð á töluvert annan veg en flestir höfðu búist við í upphafi árs. Miðað við úthlutaðar aflaheimildir fyrir fiskveiði- árið 1993/94 lá fyrir að þorskveiði myndi minnka stórlega og verða sú minnsta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Verðlag á sjávarafurðum hafði farið nær samfellt lækkandi frá síðari hluta árs 1991 og ekki var útlit fyrir neinar stökkbreytingar þar á til hins betra. Þetta voru meginástæður þess að Þjóðhagsstofnun spáði tals- verðum samdrætti landsframleiðslunnar áárinu 1994, fyrst2,6% íþjóðhagsáætlun sem lögð var fram í byrjun október 1993 en síðan 2% í endurskoðaðri þjóðhagsspá um miðjan desembermánuð. I spánni fólstm.a. tæplega4% samdrátturútflutn- ingstekna og 1,6% minnkun þjóðarút- gjalda. Ymsir ljósir punktar voru þó sýnilegir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði ríflega 2% hagvexti í iðnríkjunum á árinu 1994 og 5% aukningu í heims- viðskiptum sem gaf vonir um hækkandi afurðaverðáerlendum mörkuðum. Raun- gengi fór mjög lækkandi vegna minni verðbólgu og ekki síst gengisfellinga á árinu 1992 og 1993. Þábeiltu stjórnvöld sér fyrir lækkun vaxta í lok október 1993 með sögulegum hætti eins og kunnugt er. Allt þetta gaf vonir um að áhrif fyrir- sjáanlegs aflasamdráttar yrðu mildari en ella og að batamerki færu að sjást í þjóðarbúskapnum eftir sex ára stöðn- unartímabil. Stóraukin útflutningsfram- leiðsla I stuttu máli má segja að batamerkin hafi komið fram mun fyrr en flestir reiknuðu með. Strax á fyrstu mánuðum ársins fór að bera á verulegri aukningu útflutnings. Verðmæti vöruútflutnings á fyrri árshelmingi 1994 vartæplega 16% meira en á sama tímabili árið á undan á föstu gengi og útflutt þjónusta um 6% rneiri. Af einstökum liðum munaði mestu um aukningu í útflutningi sjávarafurða sem nam um 12% á föstu gengi, en sjávarafurðir eru urn 78% alls vöruútflutn- ings, og tæplega 44% aukningu í útflutningi áls. Loðnufrysting og önnur vinnsla loðnu- al'urða skilaði mikilli tekjuaukningu á fyrri hluta ársins og enn fremur mátti sjá veru- lega aukningu í útflutn- ingi á frystum karfa, rækju, síld og ýmsurn öðrum afurðum. V erð á sjávarafurðum stóð nokkurn veginn í stað frarn undir mitt ár að meðaltali í SDR sem var mikil breyting frá sama tíma 1993 þegar það lækkaði verulegaen verð á áli tók hins vegar mikinn kipp upp á við og var um 20% hærra í júní en í janúar 1994. Tekjur af útflutningi héldu áfram að aukast á seinni helmingi ársins, einkum af sjávarafurð- um, þar sem frystur karfi og rækja stóðu að veru- legu leyti undir verð- mætaaukningu, og af áli. Verð á sjávarafurð- urn tók að stíga upp á við og álverð hækkaði ævintýralega undir lok ársins. Auk þessa mátti sjá tekjuaukningu í ýmsum öðrum greinum iðnaðar og þjónustu. Miðað við fyrirliggj- andi tölur má gera ráð I’yrirað vöruútllutningur hafi aukist um 14% á árinu 1994 á föstu gengi og þjónustu- tekjur um rúm 7%. Að teknu tilliti til þróunar útflutningsverðlags og birgða- brey tinga er aukning í framleiðslu útflutn- ingsvaralíklegaríflega 13%aðmagni til og verður að leita aftur til ársins 1983 til að finna svipaða aukningu á einu ári. Innlend eftirspurn glæðist Þegar líða tók á árið 1994 kornu fram ýmsar vísbendingar um að innlend eftirspurn væri að ná sér á strik, en þjóðarútgjöld drógust verulega saman á árinu 1992og 1993. Nokkur samdráttur varð í innflutningi ney sluvarnings á fyrsta ársfjórðungi 1994 frá sama tímabili árið áður á föstu gengi en upp frá því tók að • Þjóðarbúskapurinn 1994 • Verðlagshorfur árið 1995

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.