Vísbending - 05.01.1995, Qupperneq 2
V
ISBENDING
Verðbólga 1984-94'
1 Meðalhækkun framfærsluvísitölu milli ára.
Heimild: Þjóðhagsstofnun og Hagtölur mánaðarins.
Atvinnuleysi 1984-94'
1 Hlutfall atvinnulausra af heildarmannafla. Áætlun Vísbendingar
fyrirárið 1994.
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
gæta talsverðrar aukn-
ingar. A öðrum og
þriðja ársfjórðungi
jókst neysluvöruinn-
flutningurinn um ríf-
lega 6% frá árinu á
undan og á síðustu
þremur mánuðum árs-
ins má áætla að aukn-
ingin hafi orðið rúm
10%. Tölur um virðis-
aukaskatt gefaeinnig til
kynna að einkaneysla
hafi aukist nokkuð á
síðari hluta ársins en
samkvæmt þeim tók
árstíðaleiðrétt smásölu-
velta að vaxa í júlí og
ágúst frá sama tíma árið
á undan eftir stöðugan
samdrátt frá því á fyrri
hluta ársins 1992.
Alltbendirtilþessað
fjárfesting hafi aukist á
árinu 1994eftirmikinn
samdrátt tvö árin á
undan. Miðað við tölur
fyrstu 11 mánuðina má
gera ráð fyrir að inn-
flutningur almennrar
fjárfestingarvöru hafi
verið ríllega 17%meiri
en á árinu 1993 miðað
við fast gengi og innflutningur á
sérstökum fjárfestingarvörum hátt í
tvöfalt meiri. Samþykkt skuldabréfa-
skipti hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofn-
unar gefur hugmynd um þróun fjárfest-
ingar í nýbyggingum en samkvæmt þeim
jókst rúmmetrafjöldi nýbygginga í
Reykjavík um tæp 20% frá janúar ti 1 nóv-
ember 1994 m. v. sama tíma árið á undan.
Ýmislegt bendir til þess að hjá hinu
opinbera hafi fjárfesting dregist saman.
Síðasti þátturinn sem myndar þjóðar-
útgjöldin ersamneyslan. Ekki eróvarlegt
að áætla að samneysluútgjöld hjá ríkis-
sjóði hafi aukist um 0,5-1 % á árinu 1994
en hjá sveitarfélögum má gera ráð fyrir
nokkuð meiri aukningu eða 3-4%.
Litlar verðlagshækkanir
Þrátt fyrir bata í efnahagslífínu á síðasta
ári hélst verðbólga lág eða einungis um
1,4% milli ársmeðaltala miðað við fram-
færslukostnað sem er nokkru lægra en í
OECD-ríkjum að meðaltali. Lánskjara-
vísitala hækkaði ívið meira eða um 1,8%
vegna eingreiðslu til launafólks í júní og
hækkunar byggingavísitölu í byrjun
sumars.
Lág verðbólga hefur mikla þýðingu
fyrir framgang atvinnulífsins. Góð sam-
keppnisstaða fyrirtækja veltur á því að
verðbreytingarinnanlands séuekki meiri
en tíðkast í viðskiptalöndunum ásamt því
að gengi krónunnar sé haldið stöðugu.
Raungengi er ágætur mælikvarði á rekstr-
arskilyrði atvinnugreina en það hefur
farið mjög lækkandi undanfarin þrjú ár,
ekki síst vegna lítilla breytinga á kauplagi
og almennu verðlagi samanborið við
annars staðar, en auk þessa hefur gengi
krónunnar lækkað verulega á síðustu
árum vegna gengisfellinga og aukins
útstreymis fjármagns í kjölfar þess að
viðskipti með erlend langtímaverðbréf
voru að fullu gefin frjáls um áramótin
1993/94.
Litlar verðlagsbreytingar eru einnig
forsenda fyrir því að vextir á fjármagns-
markaði haldist lágir. Langtíma- og
skammtímavextir hér á landi héldust
nokkuð stöðugir á síðasla ári eftir
vaxtalækkunina síðla árs 1993 og máekki
síst rekja það til lítilla verðbólguvænt-
inga. Vextir á ríkisvíxlum til þriggja
mánaða, sem eru hvað næmastir fyrir
skammtímavæntingum um verðbólgu,
voru t.a.m. 5,29% í útboði Lánasýslu
ríkisins í upphafi árs en í lok ársins voru
vextimir 5,47%. Vexti r á peni ngamarkaði
hækkuðu reyndar nokkuð á haustmán-
uðum, einkum vegna vaxtahækkana
erlendis og óvissu vegna komandi kjara-
samninga.
Enn versnar atvinnuástand
Þróun á vinnumarkaði setur skugga á
efnahagsþróunina á síðasta ári. Atvinnu-
leysijókst frá árinu 1993 úr4,3% Í4,8%
þrátt fyrir að efnahagsumsvif hafi aukist
umtalsvert og sérstök átaksverkefni
stjórnvalda til atvinnuskapandi aðgerða
hafi skilað mun fleiri árs verkum á síðasta
ári en árið á undan. Atvinnuástandið í
fyrra er það versta frá því reglulegar
mælingar á því hófust í upphafi áttunda
áratugarins. Þessi þróun bendir til þess
að orsaka atvinnuleysisins sé ekki
eingöngu að leita í stöðnun í atvinnulífinu
undanfarin ár heldur í fleiri þáttum, svo
sem skipulagi á vinnumarkaði, lítilli
framleiðni og breyttri atvinnuskiptingu.
Stöðnunartímabil á enda
Þróun ýmissa hagstærða á árinu 1994
gefur glöggt til kynna að efnahagslíf hér
á landi sé að ná sér verulega á strik. Þrátt
fyrir að þorskveiði hafi aldrei verið minni
á einu ári, a.m.k. frá árinu 1945 miðað
við bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands,
er útflutningsverðmæti sjávarafurða í
sögulegu hámarki. Þessi staðreynd kann
í fyrstu að hljóma þversagnakennd en
þegar litið er til magn- og verðmæta-
aukningarútflutts sjávarfangs samkvæmt
vöruflokkun Hagstofu Islands er ljóst að
veruleg umskipti hafa átt sér stað. Auknar
veiðar og vinnsla á fisktegundum eins og
karfa og rækju, hækkandi sjávarafurða-
verð frá ársbyrj un 1994, veiðar á fjarmið-
um og hagkvæmari vinnsluaðferðirfærðu
þjóðarbúinu drjúgar tekjur á síðasta ári.
Hagur ýmissa annarra útilutningsgreina
fóreinnig batnandi sem sjá má í auknum
útflutningstekjum í mörgum greinum
iðnaðar og þjónustu. Þá er ljóst af tölum
um innflutning og veltu að nokkur vöxtur
varð í innlendri eftirspurn.
B ætt staða efnahagslífsins er ekki síður
að þakka góðum rekstrarskilyrðum hér
innanlands en hagstæðari þróun við-
skiptakjara og meiri eftirspurn á alþjóða-
vettvangi. Það hlýtur því að vera
forgangsverkefni í hagstjórn á næstu
árum að leitast við að varðveita þann
stöðugleika sem ríkt hefur hér á landi á
mörgum sviðum á undanförnum miss-
erum. Mikilvægasti liðurinn íþeirri við-
leitni er að nýta tekjuauka til að draga úr
opinberum útgjöldum, en ámóta halli og
verið hefur á rekstri ríkissjóðs og
s veitarfélaga á síðustu árum við aðstæður
sem hér eru að skapast er beinlínis ávísun
á aukna verðbólgu og um leið skerta
samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja.
Ekki síður skapar óbreytt stefna í rekstri
hins opinbera verðbólguvæntingar sem
hafa bein áhrif á vaxtastig og leiðir til
aukins þrýstings á gengi krónunnar, en
gengið hefur verið að nálgast neðri mörk
hinna opinberu viðmiðunarmarka vegna
gjaldeyrisútstreymis í kjölfar frjálsræðis
í gjaldeyrismálum. Umtalsverður verð-
bólguþrýstingur hefur ekki komið fram
enn sem komið er enda sýnir reynslan að
áhrifa eftirspurnarþenslu gætir yfirleitt
með nokkurri tímatöf. Ovissan er þó til
staðar og bætist við þá sem skapast vegna
óvissu í fiskveiðum á komandi árum.
2