Vísbending


Vísbending - 23.02.1995, Blaðsíða 1

Vísbending - 23.02.1995, Blaðsíða 1
0ISBENDING Hrit um viðskipti og efnahagsmál 23. febrúar 1995 8. tbl. 13. árg. Alþjóðlegir lífeyrissjóðir 1994: / Avöxtun betri á / Islandi en víða erlendis / Arið 1994 var magurt fyrir líf- eyrissjóði eins og aðra alþjóðlega fjárfesta. Víða skiluðu þessir sjóðir neikvæðri ávöxtun að meðaltali sem er mikil breyting frá árinu 1993 þegar ávöxtunin var sumstaðar tugir prósenta. Að baki þessu liggur sú almenna þróun sem varð á fjármagnsmörkuðum á síðasta ári, en eins og kunnugt var verðþróun einstaklega óhagstæðáhelstu hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum. Neikvæð ávöxtun að meðaltali í helstu ríkjum í meðfylgjandi töflu má sjá áætlaða meðalávöxtun lífeyrissjóða í nokkrum löndum árið 1994. Tölurnar eru m.a. fengnar úr úttekt sem birtist í bandaríska tímaritinu Pensions & Investments þann 23. janúar sl. og eru þær byggðar á laus- legum áætlunum. Þær miklu breytingar sem vitnað var til í inngangskafla sjást vel f töflunni. I öllum þeim erlendu ríkjum sem þar eru sýndar upplýsingar unt (en þetta eru lönd sem talin eru standa framarlega í lífeyrismál- urn) var ávöxtunin neikvæð að meðaltali á árinu 1994 og gildir þá einu hvort litið er til nafn- eða raunávöxtunar. Avöxtun lífeyrissjóða í Astralíu var sýnu lökust, en þar er áætlað að hún hafi verið -6,3% áður en tekið er tillil lil verðbólgu. Til saman- burðar skiluðu lífeyrissjóðir þar í landi um 27% ávöxtun að meðaltali á árinu 1993. Sviss og Bretland koma næst hvað varðar laka ávöxtun, en þar voru sam- svarandi tölur -4,5% og -3,7% fyrir síðasta ár. I Kanada, Japan og Bandaríkjunum var útkoman ögn skárri, en þó alls staðar neikvæð. í engu þessara landa var ávöxtun undir 12% á árinu 1993 eins og sjá má. Ólík eignaskipting Útkoman hjá lífeyrissjóðum í einstök- um löndum mótast mjög af eignaskiptingu og þróun fjármagnsmarkaða á hverjum stað eins og bent er á íPensions & Invest- ments. í Japan varð þróun á hlutabréfa- markaði mun hagstæðari en víðast hvar annars staðar, en Topix-vísitalan hækkaði unt 9,1% í fyrra á meðan hlutabréf lækk- uðu víðast hvar annars staðar á helstu mörkuðum (sjátil frekari fróðleiks grein Agnars Jóns Agústssonar um erlenda fjármagnsmarkaði á árinu 1994 í 7. tbl. Vísbendingar, 1995). Lífeyrissjóðir í Japan eru með urn 20% af eignum sínurn bundnar í innlendum hlutabréfum, sem er leyfilegt hámarkshlutfall, og vó hækkun á gengi þeirra að nokkru upp 10% gengis- lækkun á erlendri hlutabréfa- og skulda- bréfaeign, m.a. vegna hækkunar jensins. Hlutfall erlendrar verðbréfaeignar var áætlað urn 17% að meðaltali íjapönskum lífeyrissjóðum í fyrra. í Bandaríkjunum og Kanada varð þróunin nokkum veginn í takt við banda- rískan hlutabréfa- og skuldabréfamarkað, en kanadískur fj ármagnsmarkaður tengist þeim bandaríska sterkum böndum. Lífeyrissjóðir í þessum löndum eru með stóran hluta af eignum sínum bundinn í innlendum verðbréfum, en áætlað er að um 47% af eignum bandarískra lífeyris- sjóða hafi verið í innlendum hlutabréfum og um 39% í innlendum skuldabréfum á síðastaári. Samsvarandi tölurfyrirKanada eru áætlaðar 36% og 39%. Hlutabréfaverð hækkaði lítillega í Bandaríkjunum fyrir árið í heild, en skuldabréfavextir hækkuðu hins vegar verulega, eða yfir tvö prósentu- stig á 10 ára ríkisskuldabréfum, og olli það talsverðri gengislækkun á þeint. Ávöxtun lífeyrissjóða í nokkrum löndum 1993-1994 (%) Nafnávöxtun Raunávöxtun 1994' 1993 1994' 1993 Island2 8,4 10,1 6,6 6,7 Kanada -0,5 21,3 -1,3 19,3 Bandaríkin -0,6 12,0 -2,8 9,3 Japan -0,9 12,0 -1,6 10,9 Bretland -3,7 28,2 -6,1 23,9 Sviss -4,5 20,1 -5,4 16,6 Astralía -6,3 26,5 -7,8 24,1 1 Áætlun. Raunávöxtun er reiknuð út frá breyt- ingum neysluvöruverðlags íviðkomandi ríkjum. 2 Brúttó ávöxtun Líf. verslunarmanna árin 1993- 94. Raunávöxtun miðast við framfærsluvísitölu. Heimild: Pensions & Investments, 23. jan. '95, Líf. verslunarmanna og útreikn. Vísbendingar. \________________________________________________, í Sviss og Ástralíu eru erlend verðbréf lífeyrissjóða hátt í fjórðungur af eignum þeirra. Hækkandi skuldabréfavextir á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og lækkandi gengi hlutabréfa víðast hvar komu því hart niður á sjóðum í þessurn löndum og skýrir það að hluta lakari ávöxtun en annars staðar. Ofan á það bættist svo að gengi ástralska dollarans hækkaði um 8,5% gagnvart bandaríkja- dollar og svissneski frankinn styrktist einnig verulega í fyrra. Hjá breskum lífeyrissjóðum mótaðist árið einkurn af mikilli verðlækkun á inn- lendum verðbréfum. Breskhlutabréf, sem eru ríflegahelmingur af eignum sjóðanna, skiluðu 6% neikvæðri ávöxtun og ávöxtun skuldabréfa var enn lakari eða -10%. Um 7% ávöxtun hér á landi Það er fróðlegt að skoða ávöxtun líf- eyrissjóða hér á landi í samanburði við erlenda sjóði. Tölur fyrir ísland eru byggðaráávöxtun Lífeyrissjóðs verslunar- manna á árinu 1993 og árið 1994 skv. bráðabirgðatölum, en sjóðurinn er sá stærsti hér á landi með urn 15% heildar- eigna og var ávöxtun hans svipuð og vegin meðalávöxtun allra lífeyrissjóða hér á landi á árinu 1993. Samkvæmt þessurn tölum má geraráð fyrir að íslenskir lífey ris- sjóðirhafí skilað urn 8,4% nafnávöxtun á síðasta ári, eðaum 6,6% raunávöxtun m.v. framfærsluvísitölu sem er ámóta niður- staða og á árinu 1993. Þetta er ntun betri útkoma en í löndunum í kringum okkur. Skýrist það að hluta af því að hjá íslenskumlífeyrissjóðumerekki aðfullu tekið tillil til breytinga á markaðsvirði verðbréfa. Veigameiri skýring felst þó í því að eignir íslenskra lífeyrissjóða eru að langstærstum hluta bundnar í innlendum verðbréfum, og þá einkurn í bréfurn útgefnum af opinberum aðilunt sem eru ríflega60% afheildareignum, en hlutfall erlendra eigna er hins vegar óverulegt. Sökurn þess hversu stutt er síðan íslenskur fjánnagnsmarkaður tengdi st þeim erlenda hafa sveiflur á erlendum fjármagnsmörk- uðurn halt lítil áhrif hér. Þetta sýndi sig á. síðasta ári, en á sarna tíma og gengi verð- bréfa lækkaði víðast ltvar á alþjóðlegum ntörkuðum hækkaði hlutabréfaverð hér á landi verulega oglítil brey ting varð á vöxt- um skuldabréfa. • Lífeyrissjóðir • Launamisrétti og launaskrið • Kjarasamningar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.