Vísbending - 23.02.1995, Blaðsíða 2
Launaskrið
og launa-
misrétti
kynja:
Tölfræðileg
blekking?
Helgi Tómasson
s
Asíðasta áratug var mikið rætt,
bæði hérlendis og erlendis, um
launaskrið. í Svíþjóð var til dæmis talað
um það eins og náttúrulögmál að
hækkun meðallauna væri tvöföld
umsamin grunnkaupshækkun, þ.e. að
þegar samið var t.d. um 3,5% almenna
launahækkun væri hækkunin í reynd um
7%. Nýlega hefur finnskur hagfræðingur
framkvæmt tölfræðilega athugun á
launaskriði í Finnlandi á tímabilinu
1980-1992. Launahækkanir voru
samkvæmt aðferðarfræði hagfræðings-
ins sundurliðaðar með tölfræðilegu
líkani í almennar hækkanir, „strúktúr-
brey tingar“ og launaskrið. Með strúktúr-
breytingum er átt við breytingar á
atvinnuháttum og breytta samsetningu
vinnumarkaðarins, s.s. hækkandi hlut-
fall menntafólks, breytta aldurssam-
setningu á vinnumarkaðinum o.þ.h.
Niðurstöður úr þessari rannsókn voru
m.a. þær að stóran hluta af launahækk-
unum mætti rekja til strúktúrbreytinga;
óarðbærar láglaunagreinar höfðu verið
lagðar niður, ungt ómenntað fólk átti
ekki greiða leið inn á vinnumarkaðinn,
eldri verkamenn fóru út af vinnumark-
aðinum og í staðinn komu sérhæfðir
einstaklingar í hátæknistörf. Jafnframt
kom í ljós að launaskrið er oft neikvætt,
þ.e. verið var að draga hlunnindi til baka.
Simpson-áhrif
Nýlega var rætt um það að hjá opin-
berum starfsmönnum hefði orðið um 3%
launaskrið á þremur árum umfram hinn
almenna markað. Með tilliti til ofan-
greindrar athugunar er vel hugsanlegt
að hjá hinu opinbera hafi átt sér stað
strúktúrbreytingar sem m.a. mætti rekja
til breyttrar samsetningar á vinnu-
markaði, ráðningarstopps á ungt fólk
ISBENDING
Dæmi um launamun karla og kvenna eftir starfi, aldri og tign þar
sem launakerfið var upphaflega látið vera hagstæðara konum
Alls
Tign 0
Tign 1
Aldur 0
Aldur 1
Starf 0
Starf 1
0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 140.000 160.000
Laun íkrónum
□ k onur
U2 Karlar
o.s.frv. Einnig getur verið að átt hafi sér
stað neikvætt launaskrið á almenna
markaðinum.
Ef ekki er tekið tillit til mikilvægra
skýristærða eins og strúktúrbreytinga
þegar meðaltalslaunahækkanir eru
skoðaðar, eins og gert hefur verið að
undanförnu, getur það leitt til villandi
ályktana. Þessi tegund villu er vel þekkt
og er t.d. kölluð Simpson-mótsögn
(Dobson, 1992). Þessi tölfræðilega
blekking kemur víða fyrir í ýmsum
myndum. Sem dæmi má nefna að ef
athugað væri samband reykinga og
lungnakrabbameins án tillits til aldurs
(óaldursleiðrétt) gæti virst sem reyk-
ingar séu hættulegri körlum en konum.
Það er vegna þess að þeir sem nú eru að
fá krabbamein er fólk sem er komið á
miðjan aldur og af kynslóð þegar ekki
tíðkaðist að konur reyktu í sama mæli
og karlar. Reykjandi konur nútímans eru
(miðað við karla) ungar og enn að byggja
upp sitt krabbamein.
Dæmi um tölfræðilega
blekkingu
Til að skýra þessa tölfræðilegu blekk-
ingu frekar hefur ofanritaður búið til
dæmi um laun karla og kvenna. Gert er
ráð fyrir að til staðar séu 24 mælingar á
12 körlum og 12 konum. I ímynduðu
launakerfi eru tvö störf, tveir aldurs-
flokkar og viðkomandi eru annaðhvort
undirmenn eða yfirmenn. Breyturnar eru
því laun, kyn, aldur og lign. Launin
ákvarðast skv. eftirfarandi samböndum
(tölur eru í þúsundum króna);
(1) Laun kvenna=50+(20-starf)
+(40-aldur)+(50-tign)
+(10-starf-aldur)
(2) Laun karla= 50+(20-starf)
+(40-aldur)+(50-tign)
+(10-starf-aldur)-5
Eins og sést eru laun karla og kvenna
ákvörðuð með sama hætti í þessu dæmi
nema að því leyti að frá launum karla
eru dregnar 5 þúsund krónur. Enn fremur
sést að um 20 þúsund króna launamunur
er á störfum, um 50 þúsund króna munur
eftir því hvort um yfirmann eða undir-
mann er að ræða og 40 þúsundir skilja
að mismunandi aldursílokka (hér má
túlka aldur sem lífaldur eða starfsaldur5
eða blöndu af þessu tvennu). í
meðfylgjandi töflu eru hin ímynduðu
gögn sýnd. Við
gerð þessa dæmis
var haft í huga
hvernig úrtak Kjara-
rannsóknarnefndar
á skrifstol'ufólki var
samansett fyrir
nokkrum árum, en
þá voru um helm-
ingur skrifstofu-
karla yfir 45 ára
aldri, helmingur
skrifstofukvenna
var undir 35 ára,
þriðji hver skrif-
stofukarl var skráð-
ur í yfirmannsstöðu
og innan við 10%
kvenna voru skráð-
ar sem yfirmenn. Að
Imyndað dæmi um laun tólf karla og kvenna þar
sem launakerfiö býður upp á tvö störf, tvo
aldurshópa og tvær stöður (laun í þ.kr.)
Karlar Konur
starf: aldur: tign: laun: starf: aldur: tign: laun:
1 1 1 1 165 0 0 0 50
2 1 1 1 165 0 0 0 50
3 1 1 1 165 0 0 0 50
4 1 1 0 115 0 0 0 50
5 0 1 0 85 0 1 0 90
6 0 1 0 85 0 1 0 90
7 0 1 0 85 0 0 0 50
8 1 0 1 115 0 0 0 50
9 I 0 0 65 0 1 0 90
10 1 0 0 65 1 1 0 120
11 0 1 0 85 1 0 1 120
12 0 0 0 45 1 0 0 70
2