Vísbending


Vísbending - 14.07.1995, Page 1

Vísbending - 14.07.1995, Page 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 14. júlí 1995 26. tbl. 13. árg. 12 mánaða raunbreytingar' á veltu2 frá janúar 1991 til apríl 1995. o% 1993 1994 Virðisaukaskattur 'Fœrt upp eftirframfærsluvísitölu. 2Til að eyða mœlióvissu eða fœrslu virðisauka á milli einstakra tímabila er tekið hlaupandi meðaltal yfir sex mánuði í senn. Heimild: Virðisaukaskattsskrifstofa Rikisskattstjóra. Hreyfingar veltu í fortíð og framtíð Nú eru rúmlega 5 ár síðan virðis- aukaskattskerfi var tekið upp á Islandi og veltutölur hófu að berast reglulega. I töflu hér til hliðar hafa 12 mánaða brey tingar á veltu frá 1991 verið dregnar upp og þær sýna í hnotskurn hvernig hagkerfi landsins hefur verið háttað á þessum tíma, jafnframt því að gefa vísbendingu um efnahagsþróun. Samhljómurogsveifla Veltuhreyfingar eru samhljómur ótal hagstærða, þeirra sem snerta kaup og sölu á vörum og þjónustu. Þó þær nái aðeins aftur til 1990 þá sýna þær greinilega fjögra ára hagsveiflu. En ekki þarf annað en að skoða þróun fjárfestinga og innflutnings frá 1970 til að sannfærast um að slíkar sveiflur hafa lengi tíðkast hérlendis. Svo virðist semárið 1991 hafi almenningur orðið gírugur í að eyða og fyrirtæki að fjárfesta og umsvif aukist drjúgum. En skyndilega árið 1992 datt botninn úr öllu saman og velta dróst saman urn 10-13%. Þetta gerðist þótt raunverulega hafi ekki verið mjög mikill munur á ytri aðstæðum á rnilli þessara ára. T.d. var kaupmáttur greidds tíma- kaupshjá ASÍ2%hærri 1992en 1991 og almennt var kaupmáttur ráðstöfunartekna litlu minni, samt dróst smásöluverslun saman um rúntlega 5% á árinu 1992. Það-sem skiptir máli héreru væntingar. Hagkerfl eru ekki vélræn gangvirki hcldur samfélag fólks með alls kyns hugmyndir og fyrirætlanir. Það er að miklu leyti hugarástand þjóðarinnar sem gægist í gegnum hagtölurnar. Fólki hættir til bölmóðs ef horfur versna, en fær síðan bjartsýniskast strax og sólskinsblettur séstíheiði. Arin 1990-91 voru ekkisér- lega góð, en næstu 3-4 ár á undan voru afar slærn og svartsýni ríkti. Kannski rekur einhvern minni til fjálglegra umræðna um þjóðargjaldþrot á árunurn 1988-89. Hins vegar urðu batamerki á árinu 1990, fiskverð hækkaði og hvergi bólaði áþjóðargjaldþroti. Þessu vartekið fagnandi og velta jókst, en sælan entist þóstutt. Þegaráárinu 1992 virlustmenn gera sér grein fyrir því að batinn var bæði lítill og skammvinnur. Aftur var sokkið í þunglyndi og velta dróst saman. Betri tíð Þegar leið á mitt ár 1993 tóku horfur í atvinnurekstri að batna. Islensk fyrirtæki juku útflutning og velta jókstá ný. Þessi bati náði þó varla til almennings. Velta í smásöluverslun dróst enn meira sarnan 1993 en 1992 eða 7,7% og stóð í stað árið 1994. Batnandi tíð frá 1993 hefur verið borin uppi af útflutningi eðaneyslu útlendinga. En íslenskur almenningur hefur haldið mjög að sér höndum, enda voru opinberarspármjög svartsýnarfyrir síðasta ár. Það var ekki fyrr en undir síðustu jól að batinn varð opinber, þ.e. að þjóðin uppgötvaði hversu ntiklum árangri íslensk fyrirtæki höfðu náð á erlendri grundu. Veltajókst meðnokkuð jöfnum hætti, 2-6% árið 1994, en tók mikinn kipp á fyrri hluta þessa árs, samfara mikilli aukningu í innflutningi. Fyrirtæki snemma á ferð Á fyrri hluta þessa árs jókst innflutningur ntikið sem má rekja til eftirspurnar fyrirtækja eftir rekstrar- og fjárfestingarvörum, (sjá 14. tölublað Vísbendingar frá apríl sl). Þetta sést einnig vel af virðisaukaskattstölum. Innskatturjókst um 13% fyrstu 4 mánuði ársins, en útskattur aðeins um 8%. Það þýðir að fyrirtækin keyptu hlutfallslega mun nteira en þau seldu. Þau virðast því hafa tekið árið snemma og keypt birgðir og búnað til að mæta eftirspurn almennings síðar á árinu. Þær áætlanir gengu eftir. Ef aftur er tekið mið af innflutningstölum jókst eftirspurn al- mennings stórlega nú í vor, en almennur innflutningur jókst um 30% í maí. Ef marka má 65% aukningu í innflutningi fólksbfla í sama mánuði ætlar fólk að bæta sér upp nurl fyrri ára ámjög skammri stundu. Mikil bjartsýni og kaupgleði virðist ríkja, og hjól hagkerfisins larin að snúasl á góðum snúningi. Innlend neysla hefur knúið velluna upp í nýjar hæðir. Það er fyrst nú sem árinu 1991er slegið við hvað umsvif snertir. Skammvinnsæla? Þá er það spurningin: hversu lengi endist sælan? Eru þetta aðeins eðlileg og holl viðbrögð hjá almenningi eða ntunu landsmenn nú þeytast öfganna á milli í einu vetfangi, frá nísku til eyðslu? Því hefur áður verið lýst að hagkerfið gengi í fjögra ára sveiflum. Síðasta uppsveifla var 1991 og nú, 1995, er því röðin komin að annarri sltkri og svofylgirniðursveifla íkjölfarið 1996einsog 1992. Hinsvegar eru málin ekki svo einföld. Hagsveiflur eru nokkuð sem ekki hefur enn fengist fullgild skýring á. Auk þess ætti að vera í lagi að eyða ef efni eru næg. Það er þó ljóst að því hærra sem flogið er þeim mun hærra verður fallið ef út af bregður. Það fékk þjóðin að reyna árið 1986 þegar aflahrota og hækkun fisk- verðs kynti undir geysilegu neyslubáli. Grundvöllur efnahagsbatans þá, aukin • Veltahreyfingar 1990-1995 • Lánamarkaður

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.