Vísbending - 01.09.1995, Qupperneq 2
Y
ISBENDING
Orku-
nýting og
lífskjör
Dr. Ágúst Valfells
að er alkunna að lífskjör hinna
svokölluðu „þróuðu" þjóða
byggja fyrst og fremst á því að
tækni er beitt á skynsamlegan hátt við
nýtingu auðlinda. Sumar þjóðir eru
auðugar að auðlindum en fátækar að
þekkingu, og eru þær oftar en ekki
einnig fátækar efnahagslega. (Sum
OPEC-löndin eru þó undantekning.)
Aðrar eiga fáar auðlindir en búa yfir
mikilli tækniþekkingu til að umbreyta
innfluttum hráefnum, úr auðlindum
annarra, í verðmætan varning. Þær
þjóðir eru yfirleitt efnaðar. Best settar
eru þó þær þjóðir sem eiga bæði eigin
auðlindir og búa sjálfar yfir hugviti til
að breyta þeim auðlindum í verðmætan
varning.
fslendingar voru lengst af efnahags-
lega vanþróuð þjóð sem kunni einungis
að nýta eina auðlind, gróðurlendið, á
fremur frumstæðan hátt. Það var fyrst
á þessari öld að landsmenn öðluðust
þekkingu og tækni til að auka afrakstur
landsins svo mjög að gnótt
hefðbundinna íslenskra landbúnaðar-
vara er nú að finna í 260.000 manna
þjóðfélagi, þar sem áður var vart hægt
að brauðfæða fleiri en 80.000 manns
við einkar lök lífskjör. Enn fremur
lærðu menn að nýta aðra auðlind, hafið,
og það er fyrst og fremst afrakstur þess
sem hefur bætt lífskjör.
Engin áhöld eru um það að í aldanna
rás og enn í dag hefur gróðurlendið
verið ofnýtt. Enn fremur eru flestir sam-
mála urn að búið sé að fullnýta hafið
sem auðlind. Því verðurþjóðin að snúa
sér í vaxandi mæli að hagnýtingu þriðju
auðlindarinnar, orkunnar, ef hagvöxtur
á að geta haldið áfram.
Nýtingarmáti
Auk raf- og varmaorkuframleiðslu
fyrir heimsmarkað, verður orkan best
nýtt í orkufrekri stóriðju, þar sem verð-
mæti hennar er verulegur hluti af
útflutningsverðmæti framleiðslu-
vörunnar. Auk þess að koma orkunni
í verðbýrstóriðjan tilgjaldeyrisaflandi
störf við að reisa og reka verksmiðjuna.
Vel kemurtil greinaað seljaeinnigraf-
orku úr landi um kapal, en það er þó að
sumu leyti líkt því að flytja út lítt unnið
hráefni. Margar framleiðsluvörur
þarfnast mikillar orku og því má hugsa
sér margs konar stóriðju hér á landi.
Eignaraðild og gengi
Stóriðjufyrirtæki verða vart reist
nema í samvinnu við erlenda aðila.
Eðlilegast er að láta almenning ákvarða
eignaraðild Islendinga í sérhverju til-
felli með því að bjóða hluti í stóriðju-
fyrirtækjunum á opnum markaði, að því
marki sem unnt er, fremur en að láta
stjórnvöldum það eftir að ákvarða
eignaraðild. Enn fremur er nauðsyn-
legt að gengi krónunnar sé raunhæft á
hverjum tíma svo að samkeppnis-
aðstaða iðnaðarins sé ekki eyðilögð
með einhverju gervigengi sem
stjórnmálamenn ákveða. Þetta gildir
jafnt um stóriðju sem aðrar útflutnings-
greinar.
Umhverfismál og fleira
Það er að einu leyti gott að okkar iðn-
væðing er svo seint á ferð, því við gelunt
lært af reynslu annarra þjóða. Þær
uggðu ekki að sér í umhverfismálum
fyrr en vandinn, sem er fylgifiskur
óheftrar og lítt skipulagðrar iðn-
væðingar, var orðinn að veruleika. Því
getum við sýnt bæði kapp og forsjá og
gætt ýtrustu skynsamlegra mengunar-
varna hvað viðkemur tæknibúnaði,
starfsemi og staðsetningu iðjuveranna.
Þá eru enn ónefnd ýmis önnur atriði
sem þurfa að vera í lagi til að stuðla að
almennri uppbyggingu stóriðju. Ber
þar fyrst að nefna að almenn stefna
stjórnvalda í þessum málum þarf að
vera hvetjandi. Þó er nauðsynlegt að
sú stefna marki aðeins ramma og leyfi
fagmönnum að fást við samninga og
ákvarðanatöku. Þá er og nauðsynlegt
að Landsvirkjun fái einhverntíma frið
til að safna einhverju eigin fé svo að
ekki þurfi að byggja allar virkjanirfyrir
lánsfé eingöngu. Það gæti líka verið
ágætt að fleiri en einn aðili seldi orku.
Lokaorð
Vatnsaflið, eins og gróðurlendið og
miðin, er endurnýjanleg auðlind. Með
skynsamlegri nýtingu mynda þessar
auðlindirgrundvöllfyrirsjálíbæraþróun
við góð efnahagsleg kjör og önnur lífs-
gæði eftir að íbúafjöldi í landinu verður
orðinn stöðugur. Færa má rök fyrir því
að drátturinn síðastliðna tvo áratugi við
að koma orkulindum okkar í verð muni
endanlega kosta okkur
unt tífaldarþjóðartekjur
ársins 1995. Ef ekkert
frekar rætist úr í þeim
málum er viðbúið að
þjóðartekjur á mann
fari minnkandi hér á
landi í framtíðinni.
Getum við hins vegar
markvisst aukið orku-
vinnslu urn a.m.k. 500
MW á áratug og selt þá
orku á hagkvæmu
verði, þá væri hægt að
auka þjóðartekjur á
mann um nálægt 3% á
ári næstu þrjá ára-
tugina. Myndin hér til
hliðar sýnir þessa tvo
þróunarferla. Valið er
okkar.
Höfundur er
verkfrœðingur
2