Vísbending - 01.09.1995, Síða 4
V
ISBENDING
\
S v a r t
Hagtölur í'T Hækkun
fráfyrra tbl.
Fjármagnsmarkaður Ný lánskjaravísitala 3.426 09.95
Verðtryggð bankalán 8,9% 01.08
Óverðtr. bankalán 11,9% 01.08
Lausafjárhlutfall b&s 13,51% 06.95
Húsbréf, kaup (ný. flokk.j 6,00% 30.08
Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,88% 30.08
M3 (12 mán. breyting) 1,2% 06.95
Þingvísitala hlutabréfa 1.241 29.08
Fyrir viku 1.244
Fyrir ári 965
Verðlag og vinnumarkaður
Vísitala neysluverðs 173,5 08.95
Verðbólga- 3 mán. 3,7% 08.95
-ár 1,7% 08.95
Framfvís.-spá 173,8 09.95
(Fors.: Gengi helst 174,3 10.95
innan ±2,25% marka) 174,8 11.95
Launavísitala 139,7 07.95
Árshækkun- 3 mán. 7,2% 07.95
-ár 5,0% 07.95
Kaupmáttur-3 mán. 4,7% 07.95
-ár 3,5% 07.95
Skortur á vinnuafli 0,2% 04.95
fyrir ári -0,5%
Atvinnuleysi 5,5% 06.95
fyrir ári 5,6%
Ríkisfjármál jan-júní 1995 jan-júní
(milljarðar króna) Nú 1994
Tekjuafgangur -5,3 -4,7
Lánsfjárþörf 12,4 10,3
Velta mars-apríl '95 skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v sama tíma 1994)
Velta 114 5,2%
VSK samt. 7.3 -1,7%
Utanríkisviðskipti í jan-júní 1995 (milljarðar kr. og breyt. m/v sama tíma 1994)
Utflutningur 59,6 7,8%
Sjávarafurðir 44 1,2%
Iðnaðarvörur 12 21,3%
Innflutningur 50 16,9%
Bílar og vélsleðar 2,3 35,1%
Vélartil atv.rekstrar 4,4 35,3%
Ymsar vörur til bygginga 0,8 17,6%
Vöruskiptajöfnuður 9,8 -22,5%
Gjaldeyrismarkaður (sala)
Bandaríkjadalur 65,93 30.08
fyrir viku 66,09
Sterlingspund 101,91 30.08
fyrir viku 101,62
Þýskt mark 44,66 30.08
fyrir viku 44,51
Japansktjen 0,667 30.08
fyrir viku 0,685
Hrávörumarkaðir Fiskverðsvísitala SDR 104,2 07.95
Mánaðarbreyting 1,6%
Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.892 23.08
Mán.breyt. 1,0%
Kísiljárn(75%)(USD/tonn) 977 06.95
Mán.breyt. 10%
Sink (USD/tonn) 1.011 23.08
Mán.breyt. -2,2%
Kvótamarkaður, 25. ágúst1995
(Krónur/kg) Leiga Varanl.
Þorskur 73 460
fyrir mánuði 75 535
Ýsa 6 100
fyrir mánuð 8 118
Karfi 26 110
fyrir mánuði 25 110
Rækja 75 320
fyrir mánuði 80 320
v____________________________y
Ekki má heldur gleyma að við þessa
samningsgerð öðlaðist ríkið gríðarlega
reynslu og þekkingu sem alltaf verður
fyrirhendi. Samningsstaðalslandshefur
styrkst á undanförnum áratugum, ekki
eingöngu reynslunnar vegna heldur og
vegna bættra samgangna og annars
nauðsynlegs undirbúnings fyrir
orkuframkvæmdir. Hins vegar má deila
um það hversu sterk staðan sé. Hægt er
að nota lágt raforkuverð til að laða að
erlenda fjáifesta, en spurningin er þá h vort
það sé fórnarkostnaður vegna annarra
þátta, t.d. aukinnar atvinnu. Það þarf að
skoða samspil allra þessara þátta mjög
gaumgæfilega áður en samningar eru
metnir. Island á í harðri samkeppni við
önnur ríki, t.d. Kanada, urn erlenda
fjárfesta sem eru að leita að ódýrri orku.
Odýr orka ein og sér laðar ekki að
stóriðjufyrirtæki. Aðrir þættir sem
stóriðjufyrirtæki leita að eru t.d. nýir
markaðir fyrir afurðir, öruggt pólitískt
umhverfi, góðar samgöngur, stuðningur
frá hinu opinbera, menntaðurog friðsæll
vinnumarkaðuroghráefni.Ríki viljahins
vegar ný atvinnutækifæri, aukna
fjölbreytni atvinnulífsins, aðgang að
nýrri tækni og auknar skatttekjur svo
eitthvað sé nefnt. Samkeppnishæfni ríkis
byggist síðan fyrst og fremst á þ ví h versu
rniklu það er tilbúið að fórna af
ijárhagslegu þáttunum fyrir annað.
/
Island og álver
íslenska ríkið hefur lagt á það ríka
áherslu á undanförnum árum að laða að
erlenda fjárfesta og þá sérstaklega erlend
orkufrek stóriðjufyrirtæki. Alver hafa
verið ofarlega í þessari umræðu, þau eru
orkufrek og Islendingar hafa reynslu af
ÍSAL. Fyrir nokkrum árum voru í gangi
samningaviðræður við ATLANTÁL-
hópinn svokallaða um byggingu á nýju
álveri á Islandi. Þessar samninga-
viðræður stóðu lengi og bundu menn
miklar vonir við þær. Þær sigldu hins
vegar í strand, en hvers vegna fór sent
fór? Mynd 2 sýnir samningsferlið við
ATLANTÁL-hópinn. Afhenni máráða
að samningsferlið hafi farið fram á
röngum tíma og dregist á langinn m.t.t.
efnahagssveiflunnar. Hins vegar er upp-
sveifla í efnahagslífinu unt þessar mundir
og því er núna betri tími til að semja unt
frekari álframkvæmdir. Mynd 2 sýnir
einnig hvernig framhaldið gæti orðið og
hefur þróunin reyndar verið hraðari en
búast mátti við. Hér er átt við samninga-
viðræðurnar sem hafa verið í gangi urn
stækkun ÍSAL í Straumsvík. Þær samn-
ingaviðræður sýna glögglega hversu
mikilvægur góður undirbúningur er.
Reynsla var komin eftir samninga-
viðræðurnar við ATLANTÁL- hópinn og
ekki má gleyma því að nú er
Blönduvirkjun tilbúin og hægt er að
afhenda orku án tafa. Bygging orkuvera
er tfmafrek og getur hæglega tafið ferlið
svo ekkert verði úr samningum.
Lokaorð
Til þess að hægt verði að laða að
erlenda fjárfesta í framtíðinni verða allir
að leggjast á eitt. Ekki dugir að horfa
eingöngu til ríkisins, það eitt og sér gerir
engin kraftaverk. Vinnudeilur og fleiri
þættirgeta skaðað þá ímynd að landið sé
vænlegur fjárfestingarkostur, og
vinnudeilur veikja sanmingsstöðu
ríkisins. Sent dæmi má nefna nýlegt
verkfall í álverinu í Straumsvík. Eigendur
álversins fá sterkari samningsstöðu þar
sem að Island er ekki jafn fýsilegur kostur
vegna ófriðar á vinnumarkaði og þeir
þurfa því betri kjör á öðrum sviðum, s.s.
lægra raforkuverð.
Höfundur hefur MA-próf í liagrænni
landafrœði
Aðrir sálmar
Kemur að skuldadögum
Á síðustu dögum samdi
Verkakvennafélagið Framsókn um
15% launahækkun átveimurárum. Þar
staðfestist því enn sú þróun að
samningar sem gerðir hafa verið í
kjölfar samninganna í febrúar eru um
ríflegri launahækkanir en fyrst samdist
um. Það hefur ekki farið hátt en svo
virðist sem ríkið hafi verið í fararbroddi
í felusamningum ýmiss konar, þ.e. í
samningum um launaflokkahækkanir.
Stórir hópar launafólks hafa því
hækkað nteira í laununt en hægt var að
lesa út úr aðalsamningunum.
Ráðamenn birtust nýlega rnæddir á
svip í fjölmiðlum og sögðu þjóðinni að
efnahagsbatinn hefði ekki orðið sá sem
við var búist. Ekki er að sjá að efna-
hagsbati leyfi 15% launahækkun á
tveimur árum. Síst af öllu er útlit fyrir
að ríkið nái markmiðum sínum um
fjögra milljarða halla á næsta ári með
þeim launahækkunum sem þegar hefur
verið samið um. Það blasir því við meiri
halli ríkissjóðs, aukin verðbólga eða
meira atvinnuleysi. Allt er þetta
afleiðing frjálsra samninga um kaup og
kjör, sem áttu að sögn að verja
stöðugleika. Úthaldið virðist hafa
brugðist, eða rnenn hafa veðjað á
happdrættisvinning sem aldrei kom.
'--------------------------------)
Benedikt Jóhannesson ritstj. og ábm. Útg.:
Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun
Háskólans. Prentun: Steindórsprent-
Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi
áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum
hætti án leyfis útgefanda.