Vísbending


Vísbending - 21.05.1996, Page 3

Vísbending - 21.05.1996, Page 3
Olíudropa breytt í blóm Þessi markvissa útlitshönnun kallar fram tvenns konarhughrif. I fyrsta lagi er ákaflega augljóst, að með henni er verið að fegra ímy nd þessa stóra fyrirtækis, sem eðlis síns vegna hefur gríðarlega mikil umhverfisáhrif. Tilgangurinn er sá sami og sjá má í auglýsingum frá olíufélagi, þar sem þykkur olíudropi er látinn breytast í fagurt blóm til þess að minna á, að broti af hagnaðinum er varið til land- græðslu. Slíkt er stundum kallað aðkaupa sér velvild. En að hinu leytinu er þetta yfirbragð ársskýrslu Landsvirkjunar vonandi til marks um aukinn skilning á nauðsyn þess að vernda umhverfið og hlúa að náttúr- unni og vilja til að leggja þar nokkuð af mörkum, þótt vissulega sé það aðeins lítið brotabrot af milljarðaútgjöldum Landsvirkjunar á ári hverju. Sívaxandi eftirspurn eftir hreinleika Hvaða erindi eiga svo vangaveltur af þessu tagi í Vísbendingu, blað hinna beinhörðu talna um viðskipta- og efna- hagsmál? Jú, þær eiga einmitt erindi inn á þennan vettvang vegna þess að enn er langt frá því nægur skilningur á nauðsyn umhverfis- og náttúruvemdar og hvern þátt hún getur átt í uppbyggingu og eflingu atvinnulífsins og efnahags þjóðarinnar. Framtíðarmöguleikarnir felast ekki síst og jafnvel fyrst og fremst í sérstöðu landsins, mikilfenglegri náttúru og lítt spilltu umhverfi, hreinu lofti og tæru vatni. Allt þetta eru dýr- mætar auðlindir í menguðum heimi sí- vaxandi eftirspumareftirhreinleika, eftir- spurnar eftir hinu náttúrulega og ómengaða. Fáar þjóðir hafa jafnmikla möguleika á þessu sviði og íslendingar. íslendingum ertamt að teljaumhverfis- mál í góðu lagi hér á landi, dyggilega studdir af erlendum ferðamönnum, sem teyga að sér hreina loftið, dásama tært vatnið og falla í stafi yfir óbyggðum landsins. En þótt við búum enn við minni mengun en helstu iðnríki heims fer því fjarri að við höfum efni á því að hreykja okkur. Má þar minna á ofnýtingu fiski- stofna, gegndarlausa gróðureyðingu og linku við endurheimt og varðveislu land- gæða, hirðuleysi í umgengni um við- kvæm landsvæði, mengun frá verk- smiðjum, hömluleysi í notkun einnota umbúða, óviðunandi ástand í frárennslis- málum, fátæklegar varnir gegn olíu- mengun, slæman frágang úrgangs og sinnuleysi um endurnýtingu og endur- vinnslu. Á öllum þessum sviðum er mikið verk óunnið. ISBENDING ímynd hreinleika og sjálf- bærrar þróunar I ársgamalli skýrslu umhverfisráðherra er rifjuð upp þriggja ára gömul stefna stjórnvalda í umhverfismálum, helstu markmið til næstu aldamóta og tillögur um leiðir. Þar segir m.a.: Lögð er áhersla á að Island verði um næstu aldamót fyrir- mynd annarra vestrænna ríkja í um- hverfismálum eða m.ö.o. að Island verði þá án nokkurs vafa hreinasta land hins vestræna heims, og ímynd hreinleika og sjálfbærrar þróunar tengist allri atvinnu- starfsemi í landinu. Héreru ekki dregin styttri stráin, heldur metnaður, stórhugur og framsýni í fyrir- rúmi. Ef markvisst væri unnið með þetta að leiðarljósi gætum við horft bjartsýn til nýrraraldar. Enþvímiðurleggjastjóm- völd í raun sáralitla áherslu á umhverfis- mál, Ríkisvaldið hefur að verulegu leyti vanrækt að láta athafnir fylgja orðum, og umhverfisstefna s veitarfélaga er aðallega á tiltektarsviðinu, mestan part tilkomin vegna krafna um sumarvinnu fyrir skóla- fólk. Eitt brýnasta viðfangsefni sveitar- félaganna, úrbætur í frárennslismálum, er flestum þeirra ofviða vegna mikils kostnaðar, og sama má segja um sorp- förgun. Notkun hagrænna stjórn- tækja í fyrrgreindri skýrslu er m.a. lögð áhersla á nauðsyn umhverfisvöktunar, upplýsinga og fræðslu um umhverfismál. Þar er einnig rætt um nauðsyn þess að þjóðhagsstærðir og þjóðhagsreikningar taki mið af ástandi umhverfis og nýtingu náttúruauðlinda. Þá er lögð áhersla á að auka notkun hagrænna stjórntækja, svo sem umhverfisgjalda, í stað boða og banna, sem oft er erfitt og kostnaðarsamt fy rir stj órn völd að framfylgj a. Lítið hefur gerst í þessum málum. Þó ber að fagna framtaki atvinnurekenda í sambandi við frumvarp unt spilliefnagjald, sem von- andi verður að lögum á því þingi, sem nú er að ljúka. Afram þarf að feta þá braut. Umhverfisgjaldi er beitt víða erlendis til umhverfisverndar og hefur gefið góða raun. Markmið með slfku gjaldi þarf að vera, að dregið verði úr eða hætt notkun mengandi efna, svo og að með því sé hvatt til notkunar bestu fáanlegra mengunarvarna. Þannig ætti gjaldið að lækka eða falla niður, þegar fyrirtæki bættu ráð sitt, hætlu notkun mengandi efna eða bættu mengunarvamir. Tekjur af slíku gjaldi bæri að nota eingöngu til umhverfismála, en ekki gera það að al- mennum tekjustofni fyrir ríkissjóð eða sveitarfélög. Allir þurfa að leggjast á eitt Nú dugir ekkert minna en þjóðarvakn- ing. Allir þurfa að leggjast á eitt, ríkis- vald, sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklingar. Markmiðin eru ljós, tillögur um leiðir eru fyrir hendi, en gera þarf áætlun um framkvæmdir og kostnað og tryggj a, að henni verði fy lgt eftir með að- gerðum. Brýnustu viðfangsefnin eru: * Fjölgun þjóðgarða og friðlýstra svæða. Við það fjölgar unaðsreitum, þar sem kjörið er að njóta náttúrunnar, en að auki eiga slík svæði stóran þátt í því að byggja upp og styðja þá visthæfu ímynd, sem margar greinar atvinnulífsins vilja hafa sem kjölfestu sína. * Bætt umgengni við fiskimiðin, eina af meginauðlindum okkar. Skipum með stórvirk veiðarfæri verði bannað að toga allt upp í landsteina. Hlúa ber að veiðum með vistvænum veiðarfærum og ekki á að líða, að afla sé hent í sjóinn. Koma þarf upp viðbúnaði til að bregðast við mengunaróhöppum í öllum höfnum. * Beitarstjórnun með tilliti til land- gæða og umhverfisverndar. Friðun og uppgræðsla landrofssvæða. Efling vist- hæfrar og lífrænnar ræktunar. * Aðgerðir til að draga úr koltvíoxíðsmengun í andrúmsloftinu, m.a. með því að efla almenningssam- göngur og stefna markvisst að notkun visthæfra orkugjafa. * Frárennslismálum þarf að koma í viðunandi horf unt allt land. * Sorpförgunþarfaðminnka,draga úr notkun umbúða, auka endurnýtingu, endurvinnslu og fullvinnslu. * Urbætur á ferðamannastöðum. Við skipulag og rekstur ferðaþjónustu þarf að líta á það sem grundvallaratriði, að íslensk náttúra og umhverfi verði ekki fyrirtjóni. Síðast en ekki síst þarf að efla fræðslu og urnræðu um umhverfismál og náttúru- vernd. Landsmenn þurfa að átta sig á mikilvægi þessara þatta, m.a. með tilliti til atvinnusköpunar. Island geturekki gert tilkall til nafnbótar sem fyrirmynd annarra vestrænnaríkja, meðan metnaðurstjórn- valda birtist ekki í öðru en orðum. Höfundur er cilþingiskona ------♦----♦----♦------ Af vinnumarkaði í vinnumarkaðskönnun Þjóðhags- stofnunar í apríl kemur fram að mest eftirspurn er eftir vinnuafli í iðnaði eða um 145 störf og 75 störf í fiskiðnaði. Reyndar er oft erfitt að fá íslendinga í fiskvinnu en væntanlega dregur úr atvinnuleysi íPóllandi. 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.