Vísbending - 21.05.1996, Page 4
V
ISBENDING
c ^
Hagtölur
Fjármagnsmarkaður
Nýlánskjaravísitala 3.471 05.96
Verðtryggð bankalán 8,9% 11.05
Óverðtr. bankalán 11,9% 11.05
Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,63% 20.05
Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,75% 20.05
M3 (12 mán. breyting) 4,3% 02.96
Þingvísitala hlutabréfa 1.808 20.05
Fyrir viku 1.770
Fyrir ári 1.085
Verðlag og vinnumarkaður
Vísitala neysluverðs 176,9 05.96
Verðbólga- 3 mán. 3,9% 05.96
-ár 2,8% 05.96
Vísit. neyslu - spá 177,1 06.03
(Fors.: Gengi helst 177,5 07.04
innan ±6% marka) 177,8 08.05
Launavísitala 147,4 04.96
Árshækkun- 3 mán. 1,9% 04.96
-ár 7,4% 04.96
Kaupmáttur-3 mán. 3,1% 01.96
-ár 5,7% 01.96
Skortur á vinnuafli 0,0% 04.96
fyrir ári 0,2%
Atvinnuleysi 4,0% 04.96
fyrir ári 5,5%
Velta sept.-okt. ’95 skv. uppl. RSK
(milljarðar kr. og breyt. m/v 1994)
Velta 120 8,6%
VSK samt. 7.9 1,1%
Hrávörumarkaðir
V ísitala verðs sjávaraf urða 105,0 04.96
Mánaðar breyting -1,7%
Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.600 17.05
Mánaðar breyting 2,2%
Sink (USD/tonn) 1.045 17.05
Mánaðar breyting 0,5%
Kvótamarkaður 17.5.
(Krónur/kg) Leiga Varanl.
Þorskur 90 540
fyrir mánuði 95 540
Ýsa 7 127
fyrir mánuði 10 127
Karfi 45 160
fyrir mánuði 40 160
Rækja 76 335
fyrir mánuði 90 335
V_________________________________/
Vísbending vikunnar
Mörg fyrirtæki freista þess að afla
sér aukins fjár til rekstrar og
framkvæmda með hlutafjárútboðum.
Undirtektir virðast vera góðar og já-
kvætt að fyrirtæki geti bætt eiginfjár-
stöðu sína með þessu móti. Hins vegar
er einnig mikil eftirspurn eftir skulda-
bréfum frá traustum fyrirtækjum á
hagstæðari vöxtum en skul durum hafa
boðist að undanfömu. Verðtryggð bréf
með vexli á bilinu 6,0 til 7,0% geta
verið mun ódýrara langtímafjármagn
en hlutafé, en flestir kaupendur hluta-
fjárgera 10-15% arðsemiskröfu. Því
ættu fyrirtæki að hafa eðlilegt hlutfall
milli langtímaskulda og hlutafjár.
V________________ J
Hvers vegna breytist
verð?
Verðbólga, mæld með vísitölu neyslu-
verðs, tók svolítinn kipp í apríl. Aðal-
ástæðan var hækkun á bensínverði, sem
aftur mátti rekja til erlendra verð-
hækkana. Um þessa ákveðnu verð-
hækkun var lítið deilt því varla verður
opnað svo erlent blað að ekki séu frá-
sagnir af reiðum bifreiðaeigendum.
Hækkunin hér á landi varð þó tilefni til
þess að stjórnvöld lækkuðu skatta á
bensín til þess að draga úr hækkuninni.
En það er fróðlegt að velta því fyrir sér
hvers vegna verð hækkar eða lækkar eins
og menn hafa séð gerast á undanförnum
árum en var áður óþekkt fyrirbæri. Laun
hafa hækkað mikið á undanförnum
tveimurárum. Munsúlaunahækkunfara
út í verðlag í framtíðinni eða getur at-
vinnulífið jafnvel greitt enn hærri laun?
f Bretlandi var gerð könnun á meðal
fyrirtækja um hvað það væri sem hefði
mest áhrif á verðbreytingar. Niðurstöður
má sjá í eftirfarandi töflu:
Ástæða Verð- hækkun Verð- lækkun
Efniskostnaður 64 28
Verð samkeppnisaðila 16 36
Breytingar á eftirspum 15 22
Verð breytist aldrei 4 12
Vaxtabreytingar 3 1
Breyting á markaðshlutd. 2 11
Breyting áframleiðni 1 3
Heimild: Financial Times. Taflan sýnir % svara.
Á þessu má sjá að mikilvægasta leið
til þess að halda verði niðri er samkeppni
sem getur leitt til breytinga á eftirspurn
og markaðshlutdeild. Um það bil 40%
fyrirtækjanna sögðu að þau settu upp
hæsta verð sem þau teldu að markaðurinn
bæri og 25% sögðust reyna að vera sam-
keppnishæf í verði við keppinauta. Þetta
sýnir betur en nokkuð annað hve
neytendum er mikilvægt að alvöru sam-
keppni ríki. Gamla aðferðin við verð-
lagningu, að reikna út breytilegan kostnað
og bæta við álagningu er aðeins notuð í
rúmlega þriðjungi fyrirtækjanna.
Álagning er hæst í merkjaiðnaði, það
er þar sem menn sækjast eftir ákveðnum
vörumerkjum. Þó er það ekki einhlítt.
Breytingar á efniskostnaði leiða oft til
verðhækkana, en mun sjaldnar til lækk-
ana. Ekki er gott að segja hvort þetta er
vegna þess að efni hækkar oftar í verði en
lækkar eðafyrirtækin eru viljugri að beina
kostnaðarhækkunum út í efnahagslífið
en lækkunum. Líklegast á hvort tveggja
við. I könnuninni kom fram að fyrirtæki
væru þrisvar sinnum líklegri til þess að
hækka verð en lækka það. Fyrirtækjunum
er illa við verðstríð, þótt þau taki þátt í
þeim tilneydd.
Aðrir sálmar
Auglýsingahagfræði
Ríkið hel'ur löngum farið illa með
bændur. Niðurgreiðslur á mjólk og
lambakjöti, útflutningsbætur og ódýr lán
til bænda leiddu til þess að greinin missti
samkeppnishæfni og varð smám saman
algjörlega ósjálfbjarga. Bændur löguðu
sig að óhagkvæmninni og jafnvel dug-
andi menn voru farnir að miða fyrst og
fremst við ríkisbúskap og framleiðslu
sem var engan veginn í takt við vilja
neytenda. Komið var í veg fyrir sam-
keppni, bæði með verðstýringu og því að
banna innflutning á landbúnaðaraf-
urðum. Verst var þó að aldrei mátti tala
um vandann öðru vísi en sjálfskipaðir
talsmenn bænda teldu það vera árás á
landbúnaðinn.
Fyrir nokkrum árum sá hópur bænda
að við svo búið mátti ekki standa. Þeir
hvöttu til umræðu um landbúnað byggða
á staðrey ndum, ekki gömlum ungmenna-
félagsdraumórum. Hætt var að greiða
bændum fyrir að framleiða lambakjöt
ofan í útlendinga sem höfðu takmark-
aðan áhuga á því að eta það. Jafnframt
var styrkjakerfi í landbúnaði breytt og
greiðslur ríkisins til bænda lækkaðar.
Loks hefur innflutningur nú verið leyfður
á takmörkuðum sviðum og fer smám
saman vaxandi. Þetta hefur skapað
jákvæðari ímynd landbúnaðar og heil-
brigðara rekstrarumhverfi en áður.
Á fjárlögum 1996 er gert ráð fyrir á
milli 70og 80 milljónum króna til rekslrar
Bændasamtaka Islands. Upplýsinga-
þjónusta landbúnaðarins hefur gefið út
glansbækling sem upplýsir fáfróða um
að góður bóndi þurfi „að hugsa um annað
en eigin rass“ og að „fiskeldi er dæmi um
búgrein sem góðar framtíðarvonir eru
bundnarvið.“Þegarsagterfráútgjöldum
ríkisins til landbúnaðar eru tekjur af
virðisaukaskatti vegna landbúnaðar
dregnar frá! Það er undarleg hagfræði því
neytendur borga virðisaukaskattinn en
ekki bændur. Hannerekki síðurgreiddur
af innfluttum matvælum. Hálfu verra er
þegar sagt er frá því að verðmætasköpun
í landbúnaði sé 20-25 milljarðar en út-
gjöld ríkisins til greinarinnar ekki nema
7 milljarðar. Niðurstaðan er : „augljóst
er því að Islendingar hafa tekjur langt
umfram gjöld af íslenskum landbúnaði".
Svona bull er almenningur að greiða
bændum fyrir að dreifa. Er ekki rétt að
ysetja peningana í eitthvað þarfara? y
Benedikt Jóhannesson, ritstj. og ábm. Útg.:
Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/
vief95.html, netfang:talnak@strengur.is
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól-
ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg.
Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið
máekkiafrita án leyfis útgefanda.