Vísbending - 16.08.1996, Side 3
ISBENDING
Lausafé' innlánastofnana 1990-95 (ma. kr.)
Hlutdeild atvinnufyrirtækja í útlánum innlánsstofnana
1990
1991
1992
1993
1994
1995
Peningarnir síast út í hagkerfið
Lausafjárstaðan hefur versnað umtalsvert (60%) frá árinu
1993 og hefur fjármagn er áður var inni í bankakerfinu leitað
út í hagkerfið og speglast þar uppsveiflaí efnahagslífi. Einnig
má benda á að árið 1993 lækkaði Seðlabankinn lausafjár-
skylduúr 12%í 10% ogjókmeð öðrunt tengdum aðgerðum
útlánagetu bankakerfisins um 9-10 milljarða (sjá
Vísbendingu 19. tölublað 1994). Þessar aðgerðir hafa án efa
stuðlað að lækkun vaxta, auk þess sem vaxtamunur hefur
dregist saman hjá innlánastofnunum frá 1993 sem hlutfall af
útlánum. Hins vegar hafa þær verið olía á eld aukinnar
eftirspurnar almennings eða þenslu síðustu misserin, en
líklega hafa full áhrif þessara aðgerða verið að koma undir
síðustu árslok. Lausafjárstaðan var þó nokkuð góð á fyrra
hluta árs 1995, m.a. vegna vegna mikillar sölu bankavíxla,
en seinni hluta ársins tóku útlán kipp og jukust mun hraðar
en innlán og því hlaut lausafjárstaðan að versna. Samsetning
lausafjárins breyttist hins vegar. Aukinn vaxtamunur,
skammtímavextir hérlendis hækkuðu en lækkuðu ytra, varð
til þess að innlánsstofnanir keyptu ríkisvíxla fyrir 3 ma. kr.
en seldu erlend verðbréf fyrir 4 ma. kr. Þetta ber vitni um
hvernig hægt er að stjóma fjármagnsflæði lil og frá landinu
með skammtímavöxtum.
'Verðlag des. 1995 m.v. vísitölu neysluverðs.
Fyrirtæki á leið út
Hlutdeild fyrirtækja í útlánum innlánastofnana hefur
minnkað stórlega á síðustu árum. Arið 1989 voru um 70% af
öllum útlánum til fyrirtækja, en nú sex árum seinna er sama
hlutfall aðeins urn 56%. Þessi þróun á sér margar orsakir.
Fyrst mætti telja að með auknu lrjálsræði á fjármagnsmarkaði
hafa opnast möguleikar fyrir sterk og stöndug fyrirtæki til að
leita beint eftir útlendu lánsfé eða bjóða út skuldabréf hérlendis.
Lífeyrissjóðir eru t.d. í auknum mæli farnir að kaupa slík
skuldabréf með milligöngu verðbréfafyrirtækja. Einnig hefur
fjárfesting dregist saman og mörg fyrirtæki vilja fara varlega
í sakirnar. Þá hækkuðu raunvextir mjög á árunum fyrir 1990
og tafin áhrif þess kunna nú að vera að koma í ljós, því að ef
fjármagn hækkar í verði þá er notað ntinna af því. T.d. virðast
fyrirtækin hafa notað góðærið til þess að greiða niður lán í
stað þess að taka ný. Sókn heimila í lánsfé hefur einnig sífellt
vaxið, en aukin lán til einstaklinga hljóta að draga niður hlut-
fall fyrirtækjalána af heildarútlánum. Loks hefur á þessum
árum opnast nýr möguleiki til fjármögnunar hjá fyrirtækjum,
hlutafjárútboð og það hefur örugglega sitt að segja. Hvað sem
því líður er ljóst að minni eftirspurn fyrirtækja hefur reynst
blóðtaka fyrir bankakerfið, þar sem mörg örugg og arðsöm
viðskipti hafa glatast.
Heimild: Hagtölur mánaðarins og útreikningar Visbendingar.
Nokkrar stærðir úr rekstri banka og stærstu sparisjóða 1995 ( mill jónir króna)
Tölur úr rekstri: Rekstrar- Hreinar Rekstrar- Framlag Afkoma Eignir Afskrifta- - Ábyrgðir Eiginfé Stöðugildi
tekjur vaxtatekj. gjöld íafskr.sjóð sjóður v/viðsk.m. 1995 1994 1993 1992
Landsbanki 6.032 4.211 4.137 1.366 177 102.047 4.280 4.523 6.195 949 956 931 1.034
Islandsbanki 3.763 2.445 2.935 567 331 54.900 2.048 3.366 4.899 625 645 683 729
Búnaðarbanki 3.309 2.220 2.520 509 201 48.121 1.143 2.797 3.776 524 523 509 507
SPRON 668 459 510 24 116 11.380 204 577 921 91 90 82 73
Sparisj óður Hafnarfj. 583 432 397 49 101 7.400 196 540 1.076 65 66 68 68
Sparisj.íKeflavík 438 315 340 83 19 6.823 188 217 510 64 59 60 61
Sparisjóðurvélstj. 379 262 379 14 90 6.020 108 201 786 42 41 38 38
Samtals 15.172 10.344 11.218 2.612 1.035 236.690 8.167 20.146 18.163 2.360 2.380 2.371 2.511
Kennitölur1
Arðsemi Hagn./ Raunbr. Raunbr. Raunbr. Raunbr. Raunbr. Hreinar Tekjur Hlutfall Afskr. Eiginfjár- Eiginfj. Raunbr.
eÍRÍnfjár2 tekjurn tekna gjalda gjalda útlána2 innlána vaxtatekj. á hvert vaxta- sjóður/ hlutfall hlutfall launa-
án afskr. m. afskr. og verðbr. /útlánum stöðug. tekna útlánum skv. BIS kostn.
Landsbanki 2,9% 3% -6% 2% -11% -1% 2% 5% 6,4 70% 5% 9,4% 6,1% 3,5%
íslandsbanki 6,8% 9% -15% -3% -16% 2% -4% 6% 6,0 65% 5% 12,1% 8,9% 4,1%
Búnaðarbanki 5,3% 6% -1% 3% -2% 2% 2% 6% 6,3 67% 3% 10,7% 7,8% 4,9%
SPRON 12,6% 17% 8% 4% -5% 21% 26% 6% 7,3 69% 3% 11,4% 8,1% 8,8%
Sparisj.Hafnarfj. 9,4% 17% 6% 3% -2% 14% 7% 7% 9,0 74% 3% 19,3% 14,5% 7,9%
Sparisj.íKeflavík 3,8% 4% -8% 6% 0% 4% 4% 6% 6,8 72% 3% 9,5% 7,5% 9,0%
Sparisj.vélstj. 11,5% 24% 17% -3% -9% 6% 9% 6% 9,0 69% 3% 18,2% 13,1% 1,8%
Samtals 5,7% 7% -8% 1% -12% 2% 2% 6% 6,4 68% 5% 7,7% 4,5%
' Tekjur af hlutdeildarfélögum eru ekki taldar með
2Hér er vísitala neysluverðs notuð til þess að leiðrétta fyrir verðlagsbreytingum.
3íslandsbanki greiddi út 150 milljóna króna arð á árinu sem lækkaði eigið fé. ef það hefði ekki gerst væri arðsemin 6,6%
4Hér eru svokallaðar fullnustueignir ekki taldar með, þ.e. eignir sem hafa verið teknar upp í skuldir.
Heimild: Ársreikningar, skýrslur Bankaeftirlits Seðiabankans og útreikningar Vísbendingar.
3