Vísbending - 11.10.1996, Blaðsíða 1
ÍSBENDING i"
rit u m viðskipti og efnahagsmál 38. tbl. 14. árg.
V
Viku
Samkeppni án landamæra
✓
Björn G. Olafsson
Að undanförnu hefur tíðkast að
tala um samkeppnismöguleika
þjóða og þörf fyrir mótun
sérstakrar samkeppnisstefnu stjórn-
valda.
Hugtakið samkeppnishæfni þjóðar
vísar til þess að atvinnulíf heillar þjóðar
keppi sem ein heild á heimsmarkaði líkt
og eitt fyrirtæki. Reyndar er hugtakið
samkeppnishæfni einnig notað í víðari
merkingu á svipaðan hátt og almenn
hagþróun eða bætt lífskjör en sú merk-
ing gefur ekki tilefni til umræðu hér.
Þegar nánar er að gáð er hugmyndin um
að heilar þjóðir séu keppinautar á mark-
aði, líkt og fyrirtæki, gagnslaus samlík-
ing og að ýmsu leyti skaðleg. Heppi-
legra er að einskorða hugtakið sam-
keppnishæfni eingöngu við samkeppni
fyrirtækja á markaði.
Samkeppni fyrirtækja tekur á sig
ýmsar myndir sem meðal annars ráðast
af framleiðsluskilyrðum í viðkomandi
atvinnugrein. Einkenni frumvinnslu-
greina eru til dæmis stöðluð framleiðsla
og að vara er framleidd lengi eftir að
rannsóknar- og þróunarskeiði lýkur.
Hvort tveggja stuðlar að verðsamkeppni
á markaði. I úrvinnslugreinum eru vörur
framleiddar í stuttan tíma miðað við
rannsóknar- og þróunarskeið þeirra.
Stærðarhagkvæmni er mikil og framleið-
endur reyna að aðgreina sína vöru frá
vöru keppinautanna. Hér er samkeppn-
isformið gæðasamkeppni fremur en bein
verðsamkeppni.
Þjónustugreinar hafa einnig sérein-
kenni svo sem að geta ekki safnað
birgðum og samkeppnisformið erilókið
samspil verðsamkeppni og gæðasam-
keppni. Þótl fyrirtæki starfi í saina landi
breytir það litlu um þau einkenni sem
móta samkeppnisform hverrar fram-
leiðslugreinar.
Reynslan af efnahagslegum samruna
innan Evrópusambandsins sýndi að
aukin utanríkisviðskipti þjóðanna
leiddu ekki til aukinnar sérhæfingar á
milli þjóðanna heldur til aukinnar sér-
hæfingar innan atvinnugreina. Stækkun
markaða gaf fyrirtækjum kost á stærðar-
hagkvæmni og sérhæfingu í framleiðslu
en aukin samkeppni leiddi til fjölbreytt-
ara vöruframboðs og vöruúrvals á neyt-
endamarkaði.
Gagnrýni Paul Krugmans
Hagfræðingurinn Paul Krugman telur
þrjár meginástæður fyrir því að hugtakið
samkeppnishæfni geti ekki átt við sam-
keppni á milli ríkja á sama hátt og sant-
keppni á milli fyrirtækja'. Hagvöxtur er
fyrst og fremst háður framleiðniaukn-
ingu innanlands en fer ekki eftir gengi
á útflutningsmörkuðum. I öðru lagi geta
ríki ekki orðið gjaldþrota eins og fyrirtæki
sem verða undir í samkeppni og í þriðja
lagi gildirekki um utanríkisviðskipti að
eins dauði sé annars brauð. Þvert á rnóti
þá hagnast þjóðir að jafnaði af utan-
ríkisviðskiptum. Ef litiðerá vinnumark-
aðinn bendir Krugman á að þjónustu-
greinar skapi meirihluta starfa en vöru-
framleiðslugreinar noti hlutfallslega
mun minni mannafla. Þar sem vöruvið-
skipti vega þungt í utanríkisviðskiptum
getur staðan í utanríkisviðskiptum ekki
skýrt atvinnuástand innanlands nema
að litlu leyti.
Krugntan álítur að vinsældir hug-
myndarinnar um samkeppni þjóða séu
fyrst og fremsl runnar af pólitískum toga
þar sem það leiði athyglina frá innan-
landsvandamálum og flytji sökina af
slæmri hagstjórn frá stjórnvöldum yfir
á slæm ytri skilyrði í þjóðarbúskapnum.
Ofnotkun hugtaksins geti leitt til þjóð-
ernishyggju og verndarstefnu auk þess
að skapa hættu á röngum áherslum á
ýmis svið innlendrar hagstjórnar.
Minnkandi hlutverk þjóð-
ríkja
Hugmyndin um samkeppnishæfni
þjóða verður ennþá rýrari ef litið er til
þeirrar þróunar sem orðið hefur með
upplýsingabyltingunni og hnattvæð-
ingu efnahagslífsins þar sent líta má svo
á að heimsmarkaðurinn sé í reynd án
landamæra.
Þegar þýðing nátlúruauðlinda var
meiri í efnahagslífinu og samgöngur
ófullkomnari var oft hægt að benda á
bein tengsl á milli atvinnustarfsemi og
slaðsetningar. Þessi tengsl voru
1 Krugman Paul. Competitiveness. A
Dangerous Obsession. Foreign Affairs.
mars/apríl 1994. Gagnrýni á grein
Krugmans og svar hans við gagnrýninni er
í sama riti júlí/ágúst 1994.
ákvörðuð annars vegar af llutnings-
kostnaði hráefna svo sem frá námunt
eða landbúnaðarhéruðum en hins vegar
af dreifingarkostnaði á markaði eða
nálægð við þéttbýli og samgöngumið-
stöðvar. Að auki mynduðu landantæri
á milli ríkja hindrun viðskipta á vörum
og þjónustu vegna tollmúra, gjaldeyris-
hafta, stjórnmáladeilna og mismunandi
viðskiptahátta. Nú hefur orðið sú breyt-
ing að landamæri og staðsetning nátt-
úruauðlinda skipta litlu fyrir staðsetn-
ingu flestra fyrirtækja. Mikilvægi jrjóð-
ríkisins sem viðskipta- og hagsýslu-
einingar hefur stórlega minnkað á al-
þjóðavetlvangi.
Kenichi Ohmae1 2telur fjóra megin-
þætti hafa stuðlað að myndun heims-
ntarkaðar án landamæra og minnkandi
hlulverki þjóðríkisins: í fyrsta lagi hafi
mikið einkafjárntagn safnast upp í þró-
uðum iðnríkjum t.d. í lífeyrissjóðum.
Þetta fjármagn flytjist samstundis og
hindrunarlítið á milli landa og sé ekki
tengt flæði á vöruviðskiptum eða háð
umsjón ákveðinna stjórnvalda. í öðru
lagi verði fyrirtæki æ alþjóðlegri í við-
skiptaháttum. Þau leiti markaða og setji
upp verksmiðjur eða útibú án tillits til
sérstakra þjóðarhagsntuna. I þriðja lagi
geri tölvu- og upplýsingabyltingin fjar-
vinnslu og fjarstjórnun mögulega þann-
ig að fyrirtæki geti dreift starlsemi sinni
hvert sem er en þó unnið sem ein heild.
Aðgangur að sérfræðiþekkingu og að-
stoð sé opinn hverjum sent er, hvar sem
er. I fjórða lagi hafi þekking neytenda á
aðstæðum neytenda í öðrum löndum
aukist. Neytendur séu einsleitari, fyrir
tilstilli nútíma upplýsingamiðlunar, að
2 Kenichi Ohmae. 1996. The End of the
Nation State. The Rise of Regional
Economics. London: Harper Collins
Publishers.
" Efni blaðsins ^
Samkeppni fyrirtækja í mörgum
löndunt er efni forsíðugreinar þessa
vikuna. Björn G. Olafsson heldur því
fram að það sé samkeppni fyrirtækja
sem skiptir máli, ekki samkeppni þjóða.
Eymdvísitölunni og þróun hennar
eru gerð nokkur skil á bls. 2
Þorvaldur Gylfason lýkur umfjöllun
sinni um Afríku í grein á bls. 3.
Fjallað er um fórnarkostnað vegna
sjálfstæðs gjaldmiðils í grein á bls. 4.